<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, júní 26, 2006

Meiri Ímugust - haturslistinn bætir á sig.

Af hverju í ósköpunum bankar sumt fólk á bjórinn sinn áður en hann er opnaður? Svona pikk-pikk með einum putta á "gatið" á dósinni. Þegar fólk gerir þetta í mínum heimahúsum er mér helst nærri skapi að segja bara, "Nei, þú átt þennan bjór ekki skilið." og hrifsa dósina af viðkomandi. Og ef viðkomandi svarar, "þetta er til að minnka gosið í honum" þá fórna ég höndum og banka í hausinn á þeim áður en ég opna hann.

Þegar fólk segir 'hengur', einsog í "kunnátta mín í íslenskri málfræði hengur á bláþræði". Ég er ekki the málfræði-gestapó en ég þarf alltaf að leiðrétta fólk sem talar svona skakkt. Líka þegar fólk segir "Með Egil" en ekki "Með Agli". Æj, hver er ég svosem að kvarta, ég segi "Skeði" og "talva", en ég hata að ég tali vitlaust, þannig að þetta má vera á listanum.

Ég veit að Halli var fyrri til að minnast á það, en ég gjörsamlega hata hvernig íslendingar bera V og W alltaf vitlaust fram í ensku. Wery Vell! Réttupp hönd sem skilur mig!

Listinn hingað til:

Dósabankarar

Málfræði-þumbar

"V og W" vitlaust-fram-berarar

Klemmuspjaldavopnaðir fegurðarsamkeppnakynnar

Rúllugardínur

Stamandi fréttamenn

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og fólk sem labbar á buxunum sínum?

9:29 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

You knows it.

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er fullkomlega sammála þér með málfræðiþumbana (það á ekki að setja bandstrik þarna, bæ ðe vei, skeluru), fegurðarsamkeppnakynnana, rúllugarndínurnar og þá sem ganga á buxunum sínum. Ég er minna pirruð yfir hinu.
En ég verð að bæta við fólki sem ansar ekki þegar maður býður því góðan daginn og fólki sem segir "heyrðu..." og svo ekkert meira. Einsog maður hafi endalausan tíma til að hlusta á fólk segja ekkert!
Allavega, ógislega ertu fyndinn.
Skeluru.

8:42 e.h.  
Blogger d-unit said...

ég rétti upp hönd og ég þoli ekki hvernig stelpu greyið sem syngur í Trópí auglýsingunni og ber fram "ess-in" svo fokkin annoying að ég brest iðulega í grát eða hendi hlutum í fólk sem mér þykir væntum þegar hún kemur á skjáinn...

holla

11:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home