LOKSINS!
Jippí! Ég er loksins orðinn heill maður á ný. Ekkert meira einmanalegt þramm um bæinn, í slitnum skóm og labbisvita á brá og hnakka. Núna geri ég aftur einsog sannir karlmenn gera: Þeysi stoltur á hjólhestinum mínum og hring-hringi bjöllunni minni.
Jamm ég keypti mér nýtt hjól. Það er svart, þriggja gíra með lukt og bögglabera. Alveg 1890 týpan, þegar hjólreiðar voru herramanna-tómstundargaman.
Þetta er ógeðslega dýrt og vel unnið reiðhjól. Bremsurnar voru meiraðsegja stilltar af gæjanum sem lagar hjólin hans Ralf Hütter í Kraftwerk. Þetta er ALLS EKKI 2-fyrir-1 Prostyle hjól úr Hagkaup sem ég pillaði límmiðana af.
Þetta hjól mun ekki mæta sömu örlögum og það síðasta. Ég keypti algeran Rambó-lás til að halda hjólinu öruggu. Sama keðjan og Eimskip notar í akkerin sín. Það þýðir því lítið fyrir þig að klippa á lásinn minn aftur, þarna þjófótti smjörgölturinn þinn!
Jamm ég keypti mér nýtt hjól. Það er svart, þriggja gíra með lukt og bögglabera. Alveg 1890 týpan, þegar hjólreiðar voru herramanna-tómstundargaman.
Þetta er ógeðslega dýrt og vel unnið reiðhjól. Bremsurnar voru meiraðsegja stilltar af gæjanum sem lagar hjólin hans Ralf Hütter í Kraftwerk. Þetta er ALLS EKKI 2-fyrir-1 Prostyle hjól úr Hagkaup sem ég pillaði límmiðana af.
Þetta hjól mun ekki mæta sömu örlögum og það síðasta. Ég keypti algeran Rambó-lás til að halda hjólinu öruggu. Sama keðjan og Eimskip notar í akkerin sín. Það þýðir því lítið fyrir þig að klippa á lásinn minn aftur, þarna þjófótti smjörgölturinn þinn!
1 Comments:
til lukku
Skrifa ummæli
<< Home