<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Mute

Það er margt slæmt við internetið, en langflestu get ég lifað með. Ég get sætt mig við ruslpóstinn, ég get ignorað Goatse og tubgirl. EN! Ég mun ALDREI, NOKKURN TÍMAN venjast þeim hryllilega viðbjóði sem er talandi, syngjandi, pípandi og gólandi flash bannerar! Auglýsingar með hljóði er mest ergjandi fyrirbæri sem nokkurntíman hefur birst á netinu!

Ég held að allir notendur myspace muni eftir "I'm counting down the minutes until I can be with you again!" Sem leiddi af sér heila öldu af haturs-bulletins og jafnvel undirskriftarlista sem átti að senda á Tom. Núna er svipað uppá teningnum á Viceland en þar má heyra konu með pirrandi rödd segja "Imagine you just... passed away." Í kommentunum fyrir neðan greinarnar er lítið annað en haturspóstar frá trylltum múg sem segist aldrei ætla að versla hjá Diesel aftur.

Hvað gengur auglýsendum til? Vita þeir ekki að fólk hatar svona lagað? OK, ég skil að fertugir markaðskallar sem nota ennþá friðþjófa og faxtæki vita ekki hvernig myspace krádið bregst við talandi auglýsingum. En flash-hönnnuðirnir á auglýsingastofunni vita svo sannarlega að svona fargan hefur þveröfug áhrif.

Ég vona bara og bíð með kjúkur spenntar að einn daginn muni sú vitneskja berast til ráðamanna að netverjar engjast grátandi um í sveittum stólum sínum þegar heimasíður fara skyndilega að tala við þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home