SÍÍS!
Í dag fór ég í tvær myndatökur. Annars vegar fór ég í lítinn bás með stól til að festa brosandi andlit mitt á filmu og gaf svo konu í bankanum myndina. Ætlunin var að setja inn nýja mynd og undirskrift á debetkortið mitt því ég var orðinn þreyttur á að horfa á bólótt sextán ára gelgjufés í hvert skipti sem ég dró upp plastið.
EN SÍÐAN! fór ég til læknis til að láta kíkja á hausinn á mér. Ég var sendur í röntgen, sem mér fannst afar spennandi enda mikill áhugamaður um innvolsið í okkur mannfólkinu. Ég spurði hana hvort ég mætti eiga eina mynd og það hélt hún. Hún tók því eina aukamynd af mér og að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og geyflaði mig:
HA! Sko mig að innan! Það má jafnvel greina augun ef vel er að gáð. Og ef þú ert læknir ættir þú að sjá strax að ég er með sýkingu í ennisholunum. Reseftið hljómar uppá penisillín og nasaúða.
Bónus!
Sjáiði bara þessa! Þetta er bara einsog kápan á Fright Night!
EN SÍÐAN! fór ég til læknis til að láta kíkja á hausinn á mér. Ég var sendur í röntgen, sem mér fannst afar spennandi enda mikill áhugamaður um innvolsið í okkur mannfólkinu. Ég spurði hana hvort ég mætti eiga eina mynd og það hélt hún. Hún tók því eina aukamynd af mér og að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og geyflaði mig:
HA! Sko mig að innan! Það má jafnvel greina augun ef vel er að gáð. Og ef þú ert læknir ættir þú að sjá strax að ég er með sýkingu í ennisholunum. Reseftið hljómar uppá penisillín og nasaúða.
Bónus!
Sjáiði bara þessa! Þetta er bara einsog kápan á Fright Night!
3 Comments:
Neðri myndin lítur út einsog versta photoshop djobb ever. En þetta er í raun röntgenmyndin límd á gluggann minn undir súð.
Ég kann ekkert á photoshop og mundi aldrei reyna að gera neitt eins flókið og að layera tvær myndir eðlilega.
Vildi bara koma í veg fyrir misskilning.
Ég ætla að halda áfram að trúa því að þú hafir gert myndina í Photoshop, því hún er mjög skemmtileg þannig.
Coming to a theater near you..
kreiiisí
d
Skrifa ummæli
<< Home