<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Óforskammað Uppfylliefni

Ég er upptekinn við að flytja þessa dagana (Já, kæru miðbæjar-sambúar, það er satt! Ég held á brott til Jónínu í Fossvoginn!) og hef haft lítinn tíma til að sinna þeirri eiginkonu minni sem þetta blogg er. En þegar ég sá alla þessa daga frá seinustu færslu fylltist ég af tárum, samvisku og takkaskóm. Ég gróf því upp eldgamla færslu sem ég ætlaði að geyma sem aukaefni á box-settinu (djók). Hverju sem líður, skoðið nú lélég mússíkvídeó:

- - -

Hann Billy Idol kallinn er orðinn alveg heiftarlega sýktur af WTF-heilkenni. Hér sjáum við þennan fyrrum dáða grifflu-kall rymja sig í gegnum jólastandardinn Jingle Bell Rock. Hann er orðinn heldur til of mjúkur í ellinni. Alger svampur í vaski bara.
Billy Idol - 'Jingle Bell Rock'

Þetta klipp er frægt og alræmt fyrir þjóðernishreinsanir á almennri smekkvísi. Sko, Bowie er ekkert svo slæmur. Ég væri jafnvel til í að flippa á föstudegi í þessum galla sem hann er í innanundir. EN! Hvaða fallhlífar blússu er Mick Jagger eiginlega í?
Mick Jagger & David Bowie - 'Dancing in the Streets'

Vertu nú snögg/ur að ná í mömmu þína, því næstur stígur sjarmörinn Cliff Richard á stokk. Þetta myndband er í uppáhaldi hjá Dröfn veit ég og skyldi engan furða. Hér má sjá Cliffarann renna sér á hjólaskautum í einhvurskonar Michael Jackson múnderíngu.
Cliff Richard - 'Wired For Sound'

Spretthlauparinn Carl Lewis hleypur sig inn í hug og hjörtu okkar allra með alveg rosalega steiktu myndbandi. En lagið lyftir andanum, annað verður ekki sagt.
Carl Lewis - 'Break it Up'

Þessir dúds eru algerir Rambós á dansgólfinu maður. Með njálg í mjöðmunum alveg hreint. Og sjáið þá syngja í litlu úlnliðs-græjurnar sínar. Awww. Þetta er svo ótrúlega 80's að ég vil gráta.
Righera - 'Vamos a la Playa'

- - -

PS
Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd fyrir ganginn í nýju íbúðinni:
Rautt teppi á gólfinu og svona flauelskaðall meðfram veggjunum. Svo er veggfóðrið svona mynd af ljósmyndurum að taka myndir og fréttamenn og áðdáendur í bakgrunni. Semsagt Rauða dregils stemming á hverjum morgni! Svo gætu verið svona stróbljós þar sem flössin eru á myndinni.

4 Comments:

Blogger krilli said...

Gangurinn: do it!

3:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur líka klippt út fullsize pappapapparazzi og límt utan á eldhúsgluggann. Þá ertu í þannig fíling þegar þú bryður morgunkornið.

1:08 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Haha já Halli, étið seríos með sólgleraugu (set auðvitað stróbljós í gluggann). Svo gæti ég líka límt þannig á rúðurnar í bílnum, setið í aftursætinu og grátið missir einkalífsins.

11:44 f.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

má ég bæta við að mick jagger er í neon gulum reeboks... má ég plís fá mister jagger... me want so badly

6:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home