<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, maí 23, 2007

Meðmæli dagsins

1.

Ef þú hefur tíma og nennu til, mæli ég með að þú horfir á stríðsmyndatvíeykið Fánar Forfeðranna og Pennavinir í Iwo Jima eftir Clint Austvið.

Þetta eru semsagt tvær myndir um sama atburðinn en hver þeirra er sögð frá sónarhóli annars af tveimur stríðandi aðilum á eldfjallaeynni Iwo Jima: Innrásarliði Ameríkana og varnarliði Japana.

"Flags of Our Fathers" fjallar um hetjudýrkun og hvernig hermenn sem hafa séð og gert óhugsanlega hluti díla við það að vera dregnir heim og kallaðir HETJUR, bara því þeir settu upp fána á frægri ljósmynd (vísbending: þeir eru ekkert voðalega hrifnir af hugmyndinni). Ryan Philippe (sem mér finnst alltaf líta út einsog teiknimynda-lamb) horfir á slátrunina með tárvotum augum.

"Letters From Iwo Jima" sýnir hvernig japönsk hermannagrey þurfa að svara kalli veldisins og verja þessa eyju fyrir atgangi óvinarins. Hefðirnar og göfugskapurinn eru yfirþyrmandi, t.d. eru hermenn tilneyddir að fyrirfara sér með handsprengjum frekar en að sætta sig við ósigur í orrustu. Ken Watanabe leikur nútíma-hugsandi hershöfðingjann sem stjórnar þessu öllu saman.

Ef þú bara neitar að sjá báðar, segi ég að þú horfir frekar á "Letters From Iwo Jima". Byltingarkennd og meiriháttar. Lágstemmt stórvirki þar sem hingað-til-andlitslaus óvinur fær rödd, persónuleika og virðingu. Aukinheldur finnur maður geysilega samúð með öllum þessum mönnum sem eru fastir á stað sem þeir vita að þeir munu aldrei komast lifandi frá.


::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::


2.

Careless Love
e. Peter Guralnick

Peter Guralnick skilar inn því sem kallað hefur verið "definitíf ævisaga Elvisar" og ég mótmæli því ekki (þrátt fyrir að þetta sé eina bókin um Elvis sem ég hef lesið). Verkið kom út í tveimur hlutum og er þetta síðara bindið. Ég las bara seinni hlutann því ég vil frekar lesa 600+ bls. um hvernig kóngurinn drapst frekar en hvernig honum gekk í barnaskóla.

Ég hef aldrei lesið betri ævisögu (og ég hef lesið þær allnokkrar). Maður þýtur í gegnum bókina og getur ekki lagt hana frá sér. Stórmerkilegar uppljóstranir eru á hverri blaðsíðu og líf þessa manns opnast gjörsamlega fyrir manni. Þrátt fyrir að maður viti örlög hans þá óskar maður þess að hann sjái að sér og breyti lífstílnum og hendi ógeðis-karakterunum á dyr. Það gerist auðvitað ekki og síðustu kaflarnir eru átakanlega sorglegir þegar þessi merkilegi talent gloprar þessu öllu niður og hrinur ofan í þau ömurlegu endalok sem við þekkjum öll.

Þessi bók fær mín hógværu Þúsundföldu mega-meðmæli.

2 Comments:

Blogger krilli said...

takk!

8:02 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Verði þér að góðu.

3:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home