<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, september 02, 2007

Straights for Mika

Hann Kjarri var að gera góða færslu um lög sem hann skammast sín fyrir að fíla. Skoðið færsluna hér og leggið orð í belg.

Hér er mitt innlegg:

Sem einlægur aðdáandi Rod Stewart, Journey og Cock Robin er voða erfitt fyrir mig að finna eitthvað sem ég skammast mín fyrir. En ég skal reyna.

System Of A Down - Marmalade
Ég elskaði 1. plötuna, en finnst þeir vera býsna agalegir í dag. Þetta lag er samt geggjað.

Nýdönsk - Alelda
Alveg mergjað. "Alelda! / Sáldrandi brjáli!!" Fokk Laxness mar. Nýdönsk eru hinir sönnu meistarar íslenskrar tungu.

Mika - Take It Easy
Ég sýni Kjarra stuðning í Réttindabaráttu Mika-aðdáenda. Við höfum stofnað klúbbinn "Straights For Mika". Bolirnir eru á leiðinni.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þeir séu dreifandi prjáli útum allt...en brjál er líka frekar fínt.

Hef aldrei heyrt lag með Mika. Þarf ég?

5:01 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Þegar ég heyrði umrætt lag, fannst mér þetta nýja lag með Scissor Sisters svaka fínt. Svo komst ég að því að þetta var Mika, sem er apparently universally hataður gleðigjafi Bylgjukvenna. Og á það til að detta út í smábarna-afmælis-tónlist. En ég verð að standa með mínu fyrsta impression.

Semsagt, já. Endilega tékkaðu á þessu lagi og búðu þig undir að skammast þín fyrir að fílaða.

2:38 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Ps

Ég hef ekki hugmynd um hvort lagið heitir Take It Easy en hann segir það amk í viðlaginu.

2:53 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Hehe, besta "kiss this guy" misheyrn sem ég veit um er:

"Aaaaað elda!"

(sjá www.kissthisguy.com til að fatta hvað ég meina").

9:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home