Svisss
Það er alveg ótrúlegt hvað þessir ógeðis krakkar eru alltaf snöggir að finna upp á einhverju sem fer í taugarnar á mér. Núna eru það þessir hjólaskór sem þau renna í um allt. Það er einsog þau séu í einhverju myndbandi með Jamiroquai (sem er auðvitað næst glataðasti hlutur í heimi á eftir unglingum). Þegar ég sé þau svífa um gólfið í 10-11 er mér skapi næst að strengja flugbeittan vír yfir ganginn.
Svona í alvöru, hvað næst?
Svona í alvöru, hvað næst?
2 Comments:
mar verður bara bjóða svona krakka í kapp niður stiga og sjá hvernig honum vegnar þá helvítið á honum.. ha hver er töff núna ha.. ha..
næst kemur ipod hulstur úr hamborgara svo að við getum öll orðið feitari en dillað okkur á meðan..
d
hehehe. Já þessir unglingar eiga eftir að háma það í sig og mölva tennurnar á ipodinum í leiðinni.
Svo renna þau niður tröppur á hjólaskónum og enda í hjólastól.
Skrifa ummæli
<< Home