<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Ræða hvað?

Wá hvað ég er ekki með í lúppunni núna. Engan veginn í sambandi við það sem er að ske í íslenskum poppkúltúr.

Mér, sem horfi hérumbil aldrei á sjónvarp og er hvorki með Stöðtvö eða annað örbylgjuloftnetsefni, fannst það orðið svolítið grunsamlegt hve allir voru farnir að nota frasann "Eigum við að ræða það eitthvað?" á sama tíma.

Kom á daginn að þar var verið að kvóta Næturvaktina, sem hefur farið alveg framhjá mér.

Mér finnst ég vera duglegur að tileinka mér svona kvót ("More Cowbell" kemur til hugar), en mér finnst það athyglisvert að vera utangarðsmaður í þetta skiptið. Að geta fylgst með þessu frasa-æði renna á fólk án þess að vera sýktur sjálfur. Soldið einsog að ganga um í glærri plastkúlu á meðal holdsveikra.

Allir herma eftir Næturvaktinni og hér er ég, ennþá að kvóta Seinfeld og Simpsons. Og talandi um hluti sem voru uppá sitt besta árið 1994, þá man ég eftir takmörkuðum áhuga mínum á röndóttum gallabuxum, mussum og Psycho Cowboy því ég gat ekki skilið hví fólki fannst það svo sniðugt. Líður soldið þannig með Næturvaktina.

Hvað sjálfan frasann varðar, þá finnst mér hann lykta soldið einsog "...og málið er dautt" sem gekk einsog eldur í sprittkerti hér áður fyrr.

Til að kvóta í Simpsons, finnst mér hann semsagt óttalega "Meh".

2 Comments:

Blogger d-unit said...

ég ætla bara að árétta það svo þú sért með það á tandurtæru að það að kvóta Næturvaktina er sooooooo 4 weeks ago og mega bola..

ekki eins og þessi klassík úr Soup nazi þættinum...

Jerry: You will be stunned.
Elaine: Stunned by soup?
Jerry: You can't eat this soup standing up. Your knees buckle.

luv dd

12:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er það bara allt í lagi eða?

7:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home