Skúp
Mér finnst þessi umræða um auglýsingahléið í Skaupinu vera svo glötuð að ég virði hana varla álits. En ég hlýði sjaldan dómgreind minni þannig að ég læt bara vaða mar. Bara vaaða. Kýl'áða. Afstaðbara!
Í fyrsta stað, hvað er fólk eiginlega að grenja yfir þessu? "SKAUPIÐ SELT!!!" Veinaði DV. "ER EKKERT HEILAGT LENGUR??" Skrækti einhver guðhrædd kveifin í fréttunum. "SKIPTA ÞARF UM BLEIU Á ÞJÓÐINNI" sagði ímyndað blað í höfðinu á mér.
Heyrðu vinur, steinþegiðu. Þetta er fokking Áramótaskaupið. Þetta er Pálmi Gestson með hárkollu að rappa um fjárlagahallann og kvótakerfið. Það má alveg vera auglýsingahlé í staðinn fyrir Skaupið að mínu mati. Þetta sjónvarpsefni er glötuð töf á annars góðu rakettu/drykkjukvöldi. Eina ástæða þess að ég horfi á Skaupið er svo ég þurfi ekki að standa einn úti í garði með blys. Rauður loginn speglast í einsömu tári.
Þetta verður rosalegasta klósettpása sögunnar. Mínútu auglýsingahlé í sófaskyldum klukkutíma á mesta gos-bjór-malt drykkjukvöldi ársins þýðir örtröð á snyrtinguna. Hvað ætli gerist þegar þrjú hundruð þúsund klósettum er sturtað samtímis?
Annars lýg ég því ekki, að ég er ofsalega spenntur fyrir auglýsingunni frá Remax. Ég man eftir jóla/áramótaauglýsingunni frá Baugi þar sem "Ríðum ríðum rekum yfir sandinn" var í hamrandi þungarokkútgáfu og myndirnar sýndu hversu ofsalega stórar, flottar og manntroðnar byggingar fyrirtækið á.. og hversu flott neonskilti voru utaná téðum byggingum. RÚNK! RÚNK! RÚNK! slóg takturinn í hverju trommuhöggi. Gítarsóló!!!
Nákvæmlega þannig verður auglýsingin frá Remax. Hárgelaðar standpínur með símaheyrnatól, handatak og lyklar afhentir, Range Rover að renna í hlað á glænýrri heimreið og fljúgandi skot af glitrandi húsum með parketið utaná og svart jólatré inní stofu.
"VIÐ ERUM REMAX!" Segir sólryðguð skessa með aflitað hár og snákavarir. Vinnur ekki Ásgeir Kolbeins þarna? Hann verður með. Að veifa hendi yfir björtu rými. "Velkomin heim" segja svört stingandi augun.
"VIÐ FINNUM HEIMILI!" Segir kúkur með hökuskegg. Hann verður í svona Remax þyrlu að skima yfir byggingarsvæði í Kópagrafarvogi. "lendum hér og látum drauma rætast" segir puttinn hans sem bendir flugmanninum hvert á að stýra.
"FYRIR ÞIIIIIG!" hrópar allur starfshópurinn sameinaður í kuldanum fyrir utan bækistöðvarnar. Kranaskotið svífur til himna þar sem rakettur púmma og logoið kemur upp. Að sjálfsögðu með gleráferð og Apple speglun.
Ég hef ekki það illt ímyndunarafl að geta hugsað mér tónlistina sem þeir munu nota. Sjitt.
Ég segi bara meiri auglýsingar í Skaup-hálfleik. Alger veisla fyrir okkur sem höfum gaman að glötuðum auglýsingum. Þetta verður Eden fyrir Þorstein Guðmundsson.
Í fyrsta stað, hvað er fólk eiginlega að grenja yfir þessu? "SKAUPIÐ SELT!!!" Veinaði DV. "ER EKKERT HEILAGT LENGUR??" Skrækti einhver guðhrædd kveifin í fréttunum. "SKIPTA ÞARF UM BLEIU Á ÞJÓÐINNI" sagði ímyndað blað í höfðinu á mér.
Heyrðu vinur, steinþegiðu. Þetta er fokking Áramótaskaupið. Þetta er Pálmi Gestson með hárkollu að rappa um fjárlagahallann og kvótakerfið. Það má alveg vera auglýsingahlé í staðinn fyrir Skaupið að mínu mati. Þetta sjónvarpsefni er glötuð töf á annars góðu rakettu/drykkjukvöldi. Eina ástæða þess að ég horfi á Skaupið er svo ég þurfi ekki að standa einn úti í garði með blys. Rauður loginn speglast í einsömu tári.
Þetta verður rosalegasta klósettpása sögunnar. Mínútu auglýsingahlé í sófaskyldum klukkutíma á mesta gos-bjór-malt drykkjukvöldi ársins þýðir örtröð á snyrtinguna. Hvað ætli gerist þegar þrjú hundruð þúsund klósettum er sturtað samtímis?
Annars lýg ég því ekki, að ég er ofsalega spenntur fyrir auglýsingunni frá Remax. Ég man eftir jóla/áramótaauglýsingunni frá Baugi þar sem "Ríðum ríðum rekum yfir sandinn" var í hamrandi þungarokkútgáfu og myndirnar sýndu hversu ofsalega stórar, flottar og manntroðnar byggingar fyrirtækið á.. og hversu flott neonskilti voru utaná téðum byggingum. RÚNK! RÚNK! RÚNK! slóg takturinn í hverju trommuhöggi. Gítarsóló!!!
Nákvæmlega þannig verður auglýsingin frá Remax. Hárgelaðar standpínur með símaheyrnatól, handatak og lyklar afhentir, Range Rover að renna í hlað á glænýrri heimreið og fljúgandi skot af glitrandi húsum með parketið utaná og svart jólatré inní stofu.
"VIÐ ERUM REMAX!" Segir sólryðguð skessa með aflitað hár og snákavarir. Vinnur ekki Ásgeir Kolbeins þarna? Hann verður með. Að veifa hendi yfir björtu rými. "Velkomin heim" segja svört stingandi augun.
"VIÐ FINNUM HEIMILI!" Segir kúkur með hökuskegg. Hann verður í svona Remax þyrlu að skima yfir byggingarsvæði í Kópagrafarvogi. "lendum hér og látum drauma rætast" segir puttinn hans sem bendir flugmanninum hvert á að stýra.
"FYRIR ÞIIIIIG!" hrópar allur starfshópurinn sameinaður í kuldanum fyrir utan bækistöðvarnar. Kranaskotið svífur til himna þar sem rakettur púmma og logoið kemur upp. Að sjálfsögðu með gleráferð og Apple speglun.
Ég hef ekki það illt ímyndunarafl að geta hugsað mér tónlistina sem þeir munu nota. Sjitt.
Ég segi bara meiri auglýsingar í Skaup-hálfleik. Alger veisla fyrir okkur sem höfum gaman að glötuðum auglýsingum. Þetta verður Eden fyrir Þorstein Guðmundsson.
3 Comments:
Eden fyrir Þorstein Guðmundsson og Tívolí fyrir Jón Gnarr. Góður pistill.
Þeir verða með alveg killer atriði saman í Sirkusnum Eden: "Jón Gnarr & Steini Fyndni leika lúða sem muldra vitleysu".
sólryðguð skessa og kúkur með hökutopp verða einmitt með ný-útkúkaðri Töru Reid úr bossanum á henni Donatellu Versace í svaka sólbekkjapartý - þema að vera í ljósum - útfjólublá ljós og fólk með svona augnhlífar út um að allt brosandi hvítfjólubláum tönnum í neon-lituðum kokteilum jeiiiiiii
sækó fyndið ég skal hundur í niðurlægjandi fatnaði heita ef þetta verður ekki nákvæmlega eins og þú lýsir - hmm..
lagið verður "You aint seen nothing yet.. bbbbbb beibí you aint seen nothing yet.." með Bachman-Turner Overdrive
luv og knús
dd
Skrifa ummæli
<< Home