<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, janúar 09, 2008

Hugmyndir að leikjum fyrir Wii.



WORLD CHAMPIONSHIPS OF HIGH-FIVE
-Up High! Down Low! Don't Be Slow!
Leikmenn veifa stýripinnanum og reyna að gefa hæ-fæf við ærslafulla tónlist. Viðbrögð, taktísi og minni leikmanna skiptir höfuðmáli. Vilt þú komast alla leið í heimsmeistarakeppnina? - Bara ef þú lærir af Slap Master Mario™!

FAN OF SUMMER
-Keep Cool!
Leikmenn veifa stýripinnanum einsog blævæng á heimsins heitustu sólarströndum. Í hverju borði gefst kostur á að kaupa enn fallegri blævæng sem má svo býtta á netinu. Nærð þú að halda þér svölum á Ibiza?

OFFSIDE!
-A race against time... to raise the flag!
Leikmenn veifa stýripinnanum einsog fána þegar þeir leika línuvörð í bestu knattspyrnudeildum heimsins. Er hornspyrna? Er Ronaldo rangstæður? Upp með fánann og dæmdu um það!

HELLO-GOODBYE
-Say hello to fun!
Leikmenn veifa stýripinnanum til að veifa vegfarendum í bíltúr. Fyrst veifar þú pabba og mömmu bless og svo er það rúnturinn! Þegar líður á leikinn þarf leikmaðurinn að vera snöggur að ákveða hverjum á að veifa og hverjum ekki. Æsispennandi leikur fyrir þá sem finnst gaman að veifa vinum sínum (og stýripinnum).

LET'S BUILD A HOUSE!
-The House that waving built!
Leikmenn veifa stýripinnanum einsog verkfærum í þessum frábæra leik. Kanntu að gera einsog hamar? Kanntu að saga? Getur þú skrúfað skrúfu í vegg? Þessi ótrúlega spennandi leikur reynir á allar hliðar stýripinnans þegar leikmenn smíða hús handa Luigi™ í kapp við tímann. Kemst þú í seinasta borðið, þar sem meðferð hallamálsins skiptir sköpum?


Já, Nintendo, hringið bara í mig. Ég er með fullt af leikjum í viðbót þar sem leikmenn veifa stýripinnanum!
Meðal annars matreiðsluleik, snókerleik, glowsticks-reif-leik, lóðalyftingaleik, málaraleik, lyklaleik og svo mætti lengi veifa.

10 Comments:

Blogger Jonina de la Rosa said...

Kæri Björn

En hvað með svona....... fullorðinsleiki? Þar sem maður þarf að handleika stýripinnann? Svona strokk og pot leikur?

kveðja

Ein Vúlgar

p.s hvað lestu úr skriftinni minni?

11:17 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Kæra Vúlgar-

Ég talaði við eiganda Nintendo, John Nintendo og honum leist ofsa vel á hugmynd þína. HANKY PANKY kemur út um jólin og ávísunin er á leiðinni til þín.

Af vélrænni skriftinni að dæma hefur þú skrifað bréfið í Wii skrautskriftarleiknum WRITE ON! Þú ert sannur Veif-aðdáandi.

9:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Snilldarhugmyndir.

Kannski líka hægt að hafa Survivor leik, þar sem þú situr og nuddar spýtum saman tilað búa til eld, og Skópússaraleik, og Strokleðursleik, og Karate Kid (Wax On, Wax Off), og, sem væri ýkt gaman, Curling Olympics.

12:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góðir leikir allir saman. Curling Olympics væri líka góður. Hvað með leik sem gengi út á að baða og skeina gömlu fólki?

5:40 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Halli-
Já, curling. Þá væri svona extra-langur pinni með, til að sópa. Svo fylgir skúringaleikur með. Og! Kannski leikurinn ANGRY MOB þar sem maður veifar kyndli og heimtar að nornin verði brennd?

Árni-
Já frábært! Köllum hann WIPEOUT. Maður vinnur sig frá leikskóla til elliheimilis.

11:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...og leikurinn "Nobody Beats Me In The Kitchen" þar sem þú átt að skera eggaldin á mettíma, dýfa jarðarberjum í fondúið þannig að hlutfall bers og súkkulaðis verði ómótstæðilega fullkomið, og svo það erfiðasta: smyrja laust brauð með ísköldu og hnausþykku hnetusmjöri.

Og "Window Maniac" þar sem þú ert gluggahreinsimaður á 300. hæð á nýtízku hóteli. Sterkir vindar og grimmir mávar flækja starfið. Með fylgir leikurinn "CD Cleaner" þar sem þú átt að, þúveist, hreinsa illrispaða geisladiska.

Og, auðvitað, uppáhaldið hans Sveinbjörns, leikurinn "More Cowbell".

Og hey, hvað með málningarleikinn "Jackson Pollock Who?!!?!" ?

3:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það hefur einhvert rænt hugmyndinni þinni Halli -> http://www.gamespot.com/wii/action/cookingmamacookoff/review.html?om_act=convert&om_clk=gssummary&tag=summary;review

10:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er bara orðinn gamall.

4:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey:

http://mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/01/17/skurdlaeknar_thjalfadir_med_wii/

2:30 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Haha, geggjað! Hey og svo skrifa þér "Nintendum" sem er fyndið. The Nintendum Ultimatum osfv.

11:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home