Krassamök
Ég vildi óska þess að ég hafi verið sá sem sendi lögguna á þessa drengi sem voru að spreyja niðrá Laugarvegi um daginn. Ég væri svo ofboðslega stoltur af sjálfum mér.
Þessir gaurar eru mjög óheppnir. Mjög óheppnir að vera retards að sjálfsögðu, en líka mjög óheppnir að vera einmitt þeir sem voru teknir fyrir krot. Ástandið var auðvitað orðið hreint út sagt hörmulegt þarna niðrí 101. Manni hreinlega blöskraði yfir óskapnaðinum á veggjunum og taldi sig allt í einu vera kominn til Chernobyl eða Escape From New York. Hvað, eru Bloods og Crips bara mættir til að merkja sér svæði? Svo er þetta allt svo ILLA skrifað mar. Ég hef séð fallegri sköpunarverk á almennings-klósettskál á ráðstefnu um Crohn's heilkenni. Senda þetta pakk á skrautskriftarnámskeið eða eitthvað. En 'metnaður' er auðvitað það seinasta sem maður býst við af 17 ára einfeldingum í Fubu buxum.
Anyway. Borgin svört af krassi, allir að gubba af ógeði og íbúar komnir með UPP Í KOK og þá skyndilega eru þessir trúðar teknir við að krota á 80 hús. Sjiiiiii, þessir tveir litlu kútar eiga eftir að BORGA! Loksins er þolinmæðin sprungin. Stjórnvöld, fjölmiðlar og íbúar eru OUT FOR BLOOD og reiðin verður tekin út á þessum greyum. Ég þori varla að ímynda mér sektina/skaðabótakröfuna ef allir sem urðu fyrir barðinu á þeim kæra. Maður vorkennir þeim næstum því. Nei djók, ég óska þess að það verður spreyjað á mömmur þeirra í beinni frá Kringlunni.
Úff, stundum kreppir maður hnefana svo fast af reiði að maður heldur að maður ætli að handleggsbrjóta sjálfan sig.
- - - -
DISCLAIMER:
Ég talaði um svipað mál fyrir löngu síðan og einsog sjá má á kommentunum á þeirri færslu eru einhverjir sem kunna ekki muninn á veggjakroti og graffiti. Ekki hlæja of mikið af þeim samt þegar þið lesið kommentin þeirra, það er ljótt að hlæja að vesalingum.
Ég styð alveg götulist/graffiti EF það er vel gert, litríkt og sniðugt. Hvort sem það er ólöglegt eða ekki. Það er alltaf gaman að keyra framhjá vöruhúsinu við hliðina á Kassagerðinni og pallíettu-fossinn fyrir ofan Hans Petersen í Bankastræti er æðislegur. Ef einhver ætlar að gera þannig smekklega list á minn vegg, þá skal ég alveg koma út með kaffi og kleinur og fá að vera með í að velja litina. En ef slefandi fífl ætla að ræpa á húsið mitt með ljótu pári, þá hendi ég sko þvottavélinni minni oná þá.
Hey, ef þú vilt að ég viti hvað þú heitir, endilega sendu mér bara bréf eða eitthvað. Eða leyfa þeir ykkur kannski ekki að senda póst frá fávitaheimilinu?
Þessir gaurar eru mjög óheppnir. Mjög óheppnir að vera retards að sjálfsögðu, en líka mjög óheppnir að vera einmitt þeir sem voru teknir fyrir krot. Ástandið var auðvitað orðið hreint út sagt hörmulegt þarna niðrí 101. Manni hreinlega blöskraði yfir óskapnaðinum á veggjunum og taldi sig allt í einu vera kominn til Chernobyl eða Escape From New York. Hvað, eru Bloods og Crips bara mættir til að merkja sér svæði? Svo er þetta allt svo ILLA skrifað mar. Ég hef séð fallegri sköpunarverk á almennings-klósettskál á ráðstefnu um Crohn's heilkenni. Senda þetta pakk á skrautskriftarnámskeið eða eitthvað. En 'metnaður' er auðvitað það seinasta sem maður býst við af 17 ára einfeldingum í Fubu buxum.
Anyway. Borgin svört af krassi, allir að gubba af ógeði og íbúar komnir með UPP Í KOK og þá skyndilega eru þessir trúðar teknir við að krota á 80 hús. Sjiiiiii, þessir tveir litlu kútar eiga eftir að BORGA! Loksins er þolinmæðin sprungin. Stjórnvöld, fjölmiðlar og íbúar eru OUT FOR BLOOD og reiðin verður tekin út á þessum greyum. Ég þori varla að ímynda mér sektina/skaðabótakröfuna ef allir sem urðu fyrir barðinu á þeim kæra. Maður vorkennir þeim næstum því. Nei djók, ég óska þess að það verður spreyjað á mömmur þeirra í beinni frá Kringlunni.
Úff, stundum kreppir maður hnefana svo fast af reiði að maður heldur að maður ætli að handleggsbrjóta sjálfan sig.
- - - -
DISCLAIMER:
Ég talaði um svipað mál fyrir löngu síðan og einsog sjá má á kommentunum á þeirri færslu eru einhverjir sem kunna ekki muninn á veggjakroti og graffiti. Ekki hlæja of mikið af þeim samt þegar þið lesið kommentin þeirra, það er ljótt að hlæja að vesalingum.
Ég styð alveg götulist/graffiti EF það er vel gert, litríkt og sniðugt. Hvort sem það er ólöglegt eða ekki. Það er alltaf gaman að keyra framhjá vöruhúsinu við hliðina á Kassagerðinni og pallíettu-fossinn fyrir ofan Hans Petersen í Bankastræti er æðislegur. Ef einhver ætlar að gera þannig smekklega list á minn vegg, þá skal ég alveg koma út með kaffi og kleinur og fá að vera með í að velja litina. En ef slefandi fífl ætla að ræpa á húsið mitt með ljótu pári, þá hendi ég sko þvottavélinni minni oná þá.
Hey, ef þú vilt að ég viti hvað þú heitir, endilega sendu mér bara bréf eða eitthvað. Eða leyfa þeir ykkur kannski ekki að senda póst frá fávitaheimilinu?
5 Comments:
vá ég er svo sammála... má ég mæta þegar þessum vittleysingjum verður refsað á almannafæri og spreyja framaní þá þangað til húðin á þeim leysist upp.
Hvað var aftur tagg nafnið þitt?
Það var eitthvað ósköp hallærislegt.
Þetta er bara annað dæmi um versnandi ástand hins íslenska unglings. Kynslóðin sem krotaði "Gúndi Stantpýna" og "Flatus Lifir" blöskraði yfir okkur sem skrifuðu með vatns-baseruðum málningarpennum sem skola mátti af með volgu vatni.
Núna sjokkera þeir sem spreyja átján sinnum í einu á stofuvegginn hjá ömmu og þeir munu síðan kvarta undan sæber-villingum sem sprengja hús í loft upp með ljósleiðaradýnamíti. Ég áætla að það verði í kringum 2015.
Talandi um "Flatus lifir" ég er að vinna með einum af höfuðpaurunum í því máli.
Spurði hann hvað þetta þýðir og hann veit það ekki enn þann dag í dag.
'Flatus' er gasið sem verður til inní okkur, og kemur út sem prumperí. (svo segir internetið)
Annars sá ég þessa gaura verað mála yfir krotið sitt, og þeir voru frekar skræpóttir fannst mér, bara í þröngum brókum, litlum skóm og hettupeysum með hettuna yfir skömmustulegan og bóluþrútinn hausinn.
Lillu greyin.
En hvað er eiginlega að tjöru+fiðri, eða gapastokki á Lækjartorgi? Er það alveg út?
Skrifa ummæli
<< Home