<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, apríl 11, 2008

Rif

Ég ætla ekki að fara að grenja örlög Sirkuss, enda var staðurinn búinn að vera alveg glataður seinasta árið og löngu kominn tími á að loka sögubókunum á þá holu.

En því getur enginn neitað að staðurinn var mikið og hressandi kennileiti hér í borg og mikil menningarverðmæti lágu á milli rotinna loftbitanna og kúgunarþvingandi klósettanna. Öðruvísi, lifandi, litríkur og séríslenskur bar, fullur af karakter og sjarma. Hér er það sem kemur í staðinn:


Smella fyrir stærra

Fallegt skógarplakat. Alveg gríðarlega sjarmerandi menningarverðmæti er það ekki? Gljáfægðar flísarnar svo sannarlega eitthvað til að segja vinum sínum frá. Er ekki fólk að koma hingað út af því að Ísland er svo skrítið og gamaldags? Það nennir enginn að hanga niðrí bæ ef allt lítur út einsog klósettið í Kringlunni. Það er öllum skítsama um hönnunarhótel og einhverjar ullarsokkaverslanir.

Þú ert ekki að impressa neinn með lélegum eftirlíkingum af alvöru nútímaarkitektúr. Við gleymum alltaf sjarmanum og fegurðinni í því sem er ljótt, gamalt og séríslenskt. Skömmumst okkar fyrir það og viljum sýna öllum hvað við erum módern og setjum ljótt skógarplakat yfir okkar sanna andlit. Hvort sem það er samkeppnin milli miðbæjarins og Smáralindar eða samkeppni við London sem áfangastað ferðamanna þá gildir það sama: Við verðum að keppa á okkar eigin forsendum. Útlönd eiga flottu húsin, það er bara útrætt mál. Við eigum gömlu, hallærislegu húsin með sálina og draugana. Það er okkar sérstaki kostur. Við verðum að læra að elska okkar innra hallæri og hætta að þykjast vera hipp.

Ég segi bara mold á Laugaveginn og háhýsi úr timbri og bárujárni. Þeir sem vilja parketið utaná, svartar flísar og internetklósett geta bara drullast uppí Kópavog.


PS
Tókuði eftir að það hætti að vera gaman á Sirkus mjög stuttu eftir að þau löguðu gólfið? Ég segi að sjarminn hafi verið í drullunni. Sýnir bara að skítugt gólf með glerbrotum og sígóstubbum er skemmtilegra en flotmúr.

16 Comments:

Blogger Reynar said...

Heyr Heyr!!!!!

3:36 e.h.  
Blogger Laufey said...

vá var að fara skrifa heyr heyr líka!!!
hér kemur að
"heyr heyr!!!!!!!!!!

12:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Meira:
heyr heyr!!!!!!!!!!!!

12:41 f.h.  
Blogger krilli said...

Haa ... Best Of? Enn einu sinni?

Ég tek kópshræið ofan.

3:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammó! Hear, hear! Reyndar finnst mér gömlu kofarnir barasta ekkert halló, og engin kofahræ, bara illa viðhaldin og farin að drabbast niður. RVK á bara að veita fólki vaxtalaus lán til að gera húsin upp.

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eða að Reykjavíkurelskandi fólk einsog við (og allir hinir) finnum annan stað til að hanga á og sötra te og dansa.

Ármúli er mest ósexý staður í Evrópu, og er því tilvalinn. Ódýrt húsnæði, stutt í allt, og hægt að gera það sem hugurinn (og kona nágrannans) girnist.

SoHo (í New York) var no-go-area mjög lengi og subbulegt og ljótt og asnalegt þar til listhneigðir einstaklingar fóru að hanga þar og gera fínt og byggja um samfélag aðeins frá öllum hinum.

Ég veit að byggingarlist SoHo er falleg (cast iron byggingar og múrsteinsgötur og stór loft og fallegir díteilaðir gluggakarmar o.s.frv. o.s.frv.) en þetta er hægt.

VIÐ verðum bara að hætta að bíða eftir því að Reykjavíkurborgin (eða einhverjir aðrir) geri það fyrir okkur sem við viljum.

Án gríns. Hvað erum "við" búin að fá þessu líkt frá Reykjavíkurborg síðustu árin? Er ekki búið að rífa öll hús sem lentu á planinu, og byggja öll hús sem voru plönuð? Hefur eitthvað breyst?

Neibb. Og það mun ekkert breytast, og ég nenni ekki að sitja og krossleggja fingur og bíða eftir því að Reykjavíkurborg taki upp á því að gera eitthvað sniðugt.

Kaupi mér bara loft í Ármúla og mala mitt eigið kaffi (eða kakó).

Komiði með.

11:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

átti að vera:
"byggja UPP samfélag..."

11:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það hætti að vera gaman á sirkus þegar það fóru að vinna útlendingar í hurðinni - en þau vissu bara ekki hverjir væru legendary djammarar, miðbæjarrottur osfrv. enda fólst sérstaða sirkus í mannfólkinu sem búlluna prýddi - ekki gólfinu.

ég er sammála þér með kringluklósettslíkinguna. eins þykir mér það furðulegt uppátæki að leyfa x-hljómalindarkofanum að standa með þessa innlit/útlit hönnun á bak við sig. það hefði verið nær lagi að halda kassanum retró - svona í tilefni þess að það var smávegis mannlíf þarna uppfrá.

við verðum drepin úr hönnun á endanum. sannaðu til.

2:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst einmitt skemmtilegasta kvöldið á Sirkus þegar President bongo HÆKKAÐI gólfið svo ég náði næstum upp í gólf. Alltaf gaman að tilbreytingu.

Annars finnst mér fáránlegt að þeir ætli að láta Hljómalindarhúsið lifa. Mér skilst víst að tréð þarna við hliðina á því sé friðað, elsta tré í borginni eða eitthvað. Vonandi er það ekki ástæðan fyrir þessu skipulagsslysi. Mér finnst að það ætti að rífa allt eða ekkert. Svona bland í poka er bara hlægilegt!

12:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég náði næstum upp í LOFT. Ekki upp í gólf. Nema ég hafi verið á haus af drykkju. Það er líka möguleiki.

12:15 f.h.  
Blogger Harpa said...

Já það var magnað þegar sirkusgólfið hækkaði..i eina kvöldstund.... ég allveg... sá yfir barinn..

9:31 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Ég man svo sannarlega. Svo endaði hækkunin skyndilega og óheppnir/drukknir hrundu á rassgatið. Ekki ég samt, sko.

Ég ætla að gera hjartbólgna minningargrein um Sirkus og gólfið hans þegar hjallurinn verður endanlega rifinn. Geymi tárin þar til þá.

9:35 e.h.  
Blogger d-unit said...

ahahah drullað sér upp í Kópavog mega gott - missti af hækkun á sirkus gólfi þá hefði ég kannski lika eins og Harpa séð yfir barinn ;)

pabbi sagði alltaf einn brandara um tilkomu Kópavogs:

1: Veistu hvernig Kópavogur varð til?
2: Nei, hvernig?
1: Það voru Hafnfirðingar á djamminu í RVK og svo á leiðinni heim varð einn að fara út úr bílnum því að hann varð að skíta - var alveg kominn á fremst hlunn með að skíta í bussí...
2: ahhh ok og hvað
1: nú þeir skildu hann eftir og voila - Kópavogurinn...

nema núna með Kringlu-klóstum og flísalögnum og Jabba the Hut sem bæjarstjóra

not my kind of town

luv dd

12:03 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Hehe.

Já, Halli, stofnum fríríki í Ármúlanum.

10:00 f.h.  
Blogger The PolarBear factory said...

Já ég skil ekki afhverju Bergur sendi ekki inn hugmynd þetta er hræðilegt ég vona að þetta sé grín.

Mér finnst að það ætti að vera torg þarna og gera svona tengi byggingu úr gleri við hljómalindarbygginguna með gallerýi og aðstöðu fyrir minni tónleika en eru á ingólfstorgi.

Já ég man eftir upphækkuðu gólfinu það var stuð.

10:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æj ups signuð inn sem bloggari hér að ofan.

Björk

10:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home