<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>





fimmtudagur, júlí 31, 2008

Nafngiftir

Við vorum að ganga niður Klapparstíginn þegar ég rak augun í staðinn sem áður hýsti hinn skammlífa bar 7-9-13 (mikið svakalega fór hann framhjá þjóðinni) og þar á undan Spútnik. Af iðnaðarmönnunum þar inni að dæma er greinilega ekki búið að gefa þetta húsnæði upp á bátinn þótt 7-9-13 hafi ekki gengið. Og jú, í glugganum var að finna lítinn Post-it miða sem á stóð:

Hér opnar
Rósenberg

Nei hættu nú alveg! Rrrrrólegir í grafráni og fortíðarþrá maður! Er fólki gjörsamlega ófært að finna upp á almennilegum nöfnum á skemmtistaði nú til dags? Djöfulsins hugmyndaleysi og glataðlegheit. Fyrst hétu staðir eftir því hvar eða hvað þeir voru (101, B5, 22, Barinn, English Pub) og það var nógu andskoti slappt, en núna eru bara tekin gömul skemmtistaðanöfn og hengd upp aftur!? Fyrst Tunglið og nú Rósenberg? Sweet fancy Moses.

OK ef þetta á að vera trendið sem koma skal, þá eru eftirtalin nöfn á lausu fyrir glórulausa bareigendur sem geta ekki staðið í lappirnar af heimsku og ófrumlegheitum:

Villti Tryllti Villi
Duuz
Hollywood
Bíóbarinn
Amma Lú
LA Cafe
Tetriz
Keisarinn
og auðvitað...
Tveir Vinir og Annar í Fríi

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Trav'lin Wilbury

Hej

Ég er farinn til Köben yfir helgina, að vinna sem smakkari í Anton Berg verksmiðjunni. Hérna er veðurspáin:


mánudagur, júlí 21, 2008

The Management

Mér finnst það afar forvitnilegt að 'Time to Pretend' með MGMT er í stífri spilun á Bylgjunni. Alltaf gaman að heyra óheflaðan eiturlyfjalofsöng innan um Katie Mehlua og Michael Búbblé.

laugardagur, júlí 19, 2008

Brons

Ég ældi galli yfir fótboltann um daginn, en ég bíð samt spenntur eftir Ólympíuleikunum. Kúluvarp meira stuð en kúluspark.

OK kannski ekki æsispenntur, en það er alltaf einhver sveitt stemming í loftinu þegar spandexgerpi allra þjóða hossast á þrekhestum. Mér finnst mest gaman að sjá fimleikana, væntanlega vegna þess að ég get alveg farið út og hlaupið, en ég gæti aldrei farið í heljarstökk (þvílíkt orð! Stökk Heljar! The Leap of HELL!).

En gallinn er samt að þeir sýna aldrei skemmtilegustu greinarnar. Það er alltaf non-stop umfjöllun um kúluþrus og hlaupastunur en hvað með: Hestasport, kajakróður, skylmingar, bogfimi, badminton og þegar tveir stökkva í sundlaug í einu? það vil ég sjá meira af. En mitt aðal-aðal uppáhalds er þegar þeir hlaupa eftir braut en þurfa líka að hoppa yfir runna og litlar sundlaugar. Hvað heitir það?

PS
muniði eftir Track & Field á Nintendo?

föstudagur, júlí 18, 2008

más

Ég hef verið í leikfimi síðan í apríl og líkar vel. Reyni að mæta á hverjum virkum degi og fleygji þungum boltum og teygji á svona gormi með haldföngum. Svo fer ég stundum í vélina sem hristir rassinn og klára svo sessjonið í gufu-kassanum þar sem bara hausinn stendur uppúr.

Já, ég æfi hjá "dr. Kellogg's fitnesstorium and elixir distillery".

Það sem mér finnst athugavert, er að alltaf þegar ég kem út eftir leikfimi hrúgast yfir mig svona dösuð vellíðunartilfinning. Svolítið einsog eftir að maður hefur blásið upp strandbolta. Svona *wússh*. Líkaminn kominn í einhverja íþróttavímu. Finnst þetta ágætis tilfinning, en veit ekki hvort aðrir fá hana. Svona hlaupara-hægh? Í svona hálftíma eftir sprikl og lyfterí verð ég alltaf hæper og glaður en alveg nautheimskur. Hver veit hví? Get ekki svarað því.

Held að það sé þess vegna sem íþróttagerpi (fleirtalan af íþróttagarpur) eru alltaf svona "huhh?" heimskir og að missa gaffalinn í gólfið. Kannski leynist í þeim kjarneðlisfræðingur ef þeir bara leggja frá sér boðhlaupskeflið í pínu stund?


Þetta er Héðinn. Hann æfir með mér.

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Bónusferðir

Þessari Frétt á mbl verður eflaust breytt í skyndi, enda stappfull af stafsetningarvillum, en eftirfarandi er nokkuð fyndið:

"Fóru í heimsreisur á kostnað nágrannanna

[...]Unga parið heitir Jocelyn Kirsch, 22 ára, og Edward Anderton, 25 ára. Þau játuði fyrir rétti í Philadelphiu að hafa komist yfir persónuupplýsingar nágranna, vina, samstarfsmanna og kunningja og notað þær upplýsingar til að svíkja út fé og vörur. Alls komst parið yfir jafnvirði á annars tugs íslenskra króna."

Hátt í tuttugu krónur? Ekki beint glamúrus heimsreisan sú.

Smella hér til að sjá villufrétt.

mánudagur, júlí 14, 2008

Út með Villidýraskytterí, inn með Brunarefinn

Kæri Safari.

Ég er sko alllveg kominn með pakkseddu af ruglinu í þér. Ekki bara ertu hægur og stálburstaður, heldur ertu líka alltaf kófsveittur að leika þér með strandboltann og krassar svona fimm sinnum á dag.
You changed man.

Við Firefox erum farnir út að leika. Þú mátt vera heima og Unexpectedly Quitta einsog þig lystir. Verrtublessaðr.



*Auka:
Marble of Doom.
Ég segi frekar Spunahjól Satans.

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Bransinn, glápibransinn það er.

Wá eruð þið ekki að grínast hvað Mad Men eru framúrskarandi þættir?



Einstaklega vel skrifaðir (höfundar úr Sopranos) þættir um starfsfólk á auglýsingastofu í NY árið 1960. Algjör blómatími smekklegheita og munaðarlífernis. Þarna drakk fólk og reykti allan liðlangan daginn og hugtakið 'kynferðisleg áreitni' þekktist ekki. Frillur og hjásvæfur, morgunviskí, valdatafl og glens inn á milli.

Fötin, klippingarnar, leikmyndin, samtölin: allt svo fáránlega töff og smart að maður á bágt með andardrátt. Og sagði ég spennandi? Rosalega spennandi.

Ég veit ekki hversu mörg ykkar hafa unnið í auglýsingabransanum, en sumir díteilarnir í þættinum kitla mann ofsalega (erfiðu kúnnarnir og -halló- copywriters sem eru skúffuskáld!). En engar áhyggjur, þú þarft ekki að vera auglýsingakall til að fíla Mad Men. Ekkert frekar en að þurfa að vera skipbrotsmaður til að fíla Lost.

Við Jóní erum að vaða gegnum 1. seríu á skriðsundi áður en sú næsta byrjar, 27. þessa mánaðar.

Upplifðu...
MAD MEN
Örugg gæði og heildarskemmtun - Fyrir þig.
...Náttúrulega!

Hann vill bara dansa. Leyfið honum að dansa.



Fengið af hinu æðislega Video Thunder. Þar má líka finna Scooter að tapa sér á.... einhverskonar skynvilluefni.

mánudagur, júlí 07, 2008

Lati bloggarinn sem vísar í linka.

Hvað eiga Hugo Boss, Volkswagen og IBM sameiginlegt? Jú, allir voru þeir mestu kumpánar Hitlers og græddu vel og vandlega á mannslátrun. Merkileg lesning.

5 brönd sem voru nasistavinir.

laugardagur, júlí 05, 2008

Tuff Guy

Hér er Músi:



Hann er kisinn hennar Jónínu en ég held að í þetta ár+ sem ég hef búið með þeim hafi myndast smá vinaband milli okkar. Eða eins mikið vinaband og kettir nenna að spinna. Ég er eflaust bara Human #2 í hans huga, en mér þykir samt gaman að ímynda mér að við séum svona hómís sem leigja saman, með Jónínu sem landlord.

Líka fyndið (eða grátlegt) að vegna hans hef ég breyst úr gæja sem vildi helst eiga hrægamm fyrir gæludýr yfir í krútt-elskandi dýravin sem er daglegur gestur á Cute Overload og I Can Has Cheezburger.

Hér er Músi að vera latur:

Nenni ekki. Bring food to ME.

En hann var sko EKKI latur áðan. Ég var að hóa hann in (Músi kemur sko inn þegar maður kallar á hann) þegar hann snarstoppar. Hann varð alveg, "Let's do this" og breyttist í svona njósnaskriðdreka: Eyrun svona *bzzzt* stóðu upp, augum *zújp* glenntust upp og hann fór að skríða ógnandi eftir götunni. Eða eins ógnandi og loðin kisubolla með bjöllu um hálsinn getur verið.

Ég fattaði fyrst ekki hvað hann var að skoða, en svo sá ég máfinn sem sat ofan á bíl í götunni. Hann var að glápa á brauðsneið á götunni ("mine?") og Músi glápti á hann. Ég var enn að spá í hvað máfur væri að gera á bílþaki þegar illfyglið stökk niður á götuna til að kjamsa á mygluðu brauðruslinu. Þá réðst Músi á hann.

Já, Músi Réðst Á MÁF!

Við Jóní vorum alveg "fokk yeah, FINISH HIM" en fuglinn er auðvitað vængjum gæddur og náði að flýja einsog kona. Músi fær medalíu fyrir að vera harðjaxl og stálrassgat. To sum it up: Kötturinn Músi réðst á MÁF.

Hann er sko algjör slagsmálakisi og gæti auðveldlega tekið Fatality á hvaða skepnu sem er, jakuxa meðtöldum. Mér finnst sniðugt að hann er algjört krútt-kusk heima en fer svo út á nóttinni til að slást og kemur heim með klór á hausnum og skarð í eyra. Svona leynilíf, Fightclub. Ég er viss um að hann er aðal ribbaldinn í götunni og allir hinir kettirnir prumpa í buxurnar af hræðslu þegar hann kemur út.

OK ein mynd til. Hér er hann með skerm um hálsinn eftir að vera bitinn í skottið í slag:


Ég gat ekki hætt að hlæja að honum.

föstudagur, júlí 04, 2008

Bwaha á Föstudegi

Skríkjandi fyndið:
Hvað ef Michael Bay skrifaði handrit að Batman mynd?
-Sjá útkomuna.

Prívjú:

"Ahm a Miinnd Fuh-reeaak!"

Djííííses kræst hvað Criss Angel er glataður!

Hvað er málið með fífl einsog hann og David Blaine? Þeir eru alltaf að svífa, lífga við dauða hluti og standa í svona krossfestingarstellingu. Hvaða djöfuls Jesú komplexa eru þessi gerpi með?

Sáuði þetta rusl í gær? Ég ætlaði að æla ofan í lungun mín.

Svo var þarna "töfrabragð" sem var svo AUGLJÓSLEGA leikið og eftir handriti að ég engdist um af ógeði einsog kónguló að skrælna í eiturskýi.

Sko, Criss kemur að einhverri (leik)konu: "Hæ, ég heiti Kristur Jesúsarson. Má ég framkalla kraftaverk fyrir þig?" Og hún alveg, "Já kyntröllið þitt. Lay it on me sexypants". Þá biður gerpið hana um að teikna "hvaða dýr sem er" á bréfsnifsi. Já hvaða dýr sem er. Any Animal (hann talar sko alveg einsog Dave Blaine: Svona pínu hás, pínu hvíslandi. Algjor svona miracle man sem er með krafta Mósesar) Allavegana, beljan teiknar mynd af fiðrildi. Engillinn vövlar snifsinu í lófann, færir orku GUÐS í hendurnar og -þið vitið restina- fiðrildi flýgur úr snifsinu og stelpan gólar af fryggð.

iiiiiiii Djöfuls heppni að hún teiknaði eitthvað sem er nógu lítið til að fela í lófanum maar! Eins gott að hún teiknaði ekki Kött, sel, pandabjörn, svín, gíraffa eða risaeðlu. Þá hefði hann verið alveg "öööö nenniru að teikna eitthvað aðeins minna.... svona á stærð við flugu eða svo?" Nei hann hefði örugglega bara sagt henni að vinsamlegast fylgja handritinu eftir.

Og lagið í byrjuninni sem hann söng sjálfur? Hrollur.