<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, júlí 05, 2008

Tuff Guy

Hér er Músi:



Hann er kisinn hennar Jónínu en ég held að í þetta ár+ sem ég hef búið með þeim hafi myndast smá vinaband milli okkar. Eða eins mikið vinaband og kettir nenna að spinna. Ég er eflaust bara Human #2 í hans huga, en mér þykir samt gaman að ímynda mér að við séum svona hómís sem leigja saman, með Jónínu sem landlord.

Líka fyndið (eða grátlegt) að vegna hans hef ég breyst úr gæja sem vildi helst eiga hrægamm fyrir gæludýr yfir í krútt-elskandi dýravin sem er daglegur gestur á Cute Overload og I Can Has Cheezburger.

Hér er Músi að vera latur:

Nenni ekki. Bring food to ME.

En hann var sko EKKI latur áðan. Ég var að hóa hann in (Músi kemur sko inn þegar maður kallar á hann) þegar hann snarstoppar. Hann varð alveg, "Let's do this" og breyttist í svona njósnaskriðdreka: Eyrun svona *bzzzt* stóðu upp, augum *zújp* glenntust upp og hann fór að skríða ógnandi eftir götunni. Eða eins ógnandi og loðin kisubolla með bjöllu um hálsinn getur verið.

Ég fattaði fyrst ekki hvað hann var að skoða, en svo sá ég máfinn sem sat ofan á bíl í götunni. Hann var að glápa á brauðsneið á götunni ("mine?") og Músi glápti á hann. Ég var enn að spá í hvað máfur væri að gera á bílþaki þegar illfyglið stökk niður á götuna til að kjamsa á mygluðu brauðruslinu. Þá réðst Músi á hann.

Já, Músi Réðst Á MÁF!

Við Jóní vorum alveg "fokk yeah, FINISH HIM" en fuglinn er auðvitað vængjum gæddur og náði að flýja einsog kona. Músi fær medalíu fyrir að vera harðjaxl og stálrassgat. To sum it up: Kötturinn Músi réðst á MÁF.

Hann er sko algjör slagsmálakisi og gæti auðveldlega tekið Fatality á hvaða skepnu sem er, jakuxa meðtöldum. Mér finnst sniðugt að hann er algjört krútt-kusk heima en fer svo út á nóttinni til að slást og kemur heim með klór á hausnum og skarð í eyra. Svona leynilíf, Fightclub. Ég er viss um að hann er aðal ribbaldinn í götunni og allir hinir kettirnir prumpa í buxurnar af hræðslu þegar hann kemur út.

OK ein mynd til. Hér er hann með skerm um hálsinn eftir að vera bitinn í skottið í slag:


Ég gat ekki hætt að hlæja að honum.

2 Comments:

Blogger d-unit said...

hahahahh hann er magnaður kisi

ég elska þegar dýr eru með skerm

Abe Simpson: " Bart - the lamp is walking away!"

luv dd

2:40 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Philippe Starck hlýtur að fara að gera þannig lampa.

10:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home