<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, janúar 08, 2009

Varðandi jólin

Dagar jólatrésins okkar eru taldir og það hlakkar í mér að pakka því inní teppi og henda því framaf bryggju úti á landi. Ég tók samt fínt góss undan trénu þetta árið, meðal annars:

Senseo kaffivél
Í raun bara hraðsuðuketill sem getur kreist vatni í gegnum sérútbúna kaffipúða. Alveg fínt kaffi, en okkur Jóní finnst leim að verða alltaf að kaupa official kaffið dýrum dómum. Þannig að við fórum á ebay og keyptum okkur svona margnota dót sem passar þar sem púðarnir fara. Maður getur fyllt það af hvaða kaffi sem maður vill. Múhaa, in yer face Philips og Merrild!

Bartskera
Jamm svona rafmagnsrakvél með stillanlegri sídd og meiraðsegja nasa- og eyrnahárasnyrti. Það kemur sér vel, því ég er kominn með svo sítt eyrnahár að ég heyri illa. Ég var einmitt farinn að fá nóg af gömlu rakvélinni, sem ég held að hafi ekki verið með hnífsblöðum inní heldur pínulitlum höndum sem rifu skeggið úr eitt hár í einu.

Hitt og þetta
Þórður frændi minn ætlaði að kaupa Planet Earth þættina en var gabbaður til að kaupa Blu-Ray útgáfuna (wtf?). Ég spurði skiptidömuna hvort þau ættu DVD útgáfuna og hún sagði ekki sjans, uppselt hjá útgefanda. Heyrðu, haldiði að gæjinn á undan mér í röðinni sé ekki bara að skila DVD útgáfunni. Ég myndi kalla mig lukkunnar pamfíl ef ég vissi hvað pamfíll væri. Svo auðvitað góðar bækur, góð föt og lítinn viskípela sem ég get falið inná mér í kirkju.

Og síðast en ekki síst (alls ekki síst, heldur BEST)...

FIMBULFAMB!
Eftir þrotlausa leit fann Jónína loksins spilið sem ég er búinn að vera að væla um í mörg ár. Besta spil í heimi! Uppselt síðan Macaulay Culkin var frægur og ófáanlegt síðan þá. Nú þarf ég að finna mér eitthvað annað til að væla um. Já og Jóní gaf mér líka hina 10kg þungu risabók um Andy Warhol. En já, ég skora á hvern sem er á hólm í 'Fambi.

Hvað fenguð þið?

9 Comments:

Blogger katrín.is said...

við sissi fengum líka kaffivél!!
mm hvað gott kaffi er gott (eins og vont kaffi er vont..)

svo fékk ég úr með demöntum og allt, fína peysu.. bók og eyrnalokka og múmínbolla sem er svo fínn fyrir nýju kaffivélina

og af því ég var svo þæg fékk ég gjafakort í spa frá jólasveininum:)

ég er svo ekki að nenna að pakka niður jólaskrautinu..

12:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta með Blu-Ray er alveg...

"My love for VHS will go on"- segir maður bara.

SAG

2:03 e.h.  
Blogger krilli said...

Jóní, fannstu fimbulfamb?? Nice! Mad props á ÞIG

5:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahhhhh jessss Fimbulfamb ,
grófum þetta spil einmitt upp fyrir þessi jól hjá tengdarforeldrum mínum !
Og guð minn eini,þetta spil gjörsamlega bjargaði þessum jólum... þvílika snilldin sem að þetta er

Finnst einmitt orðið Fimbulfamb vera semi 90´s
tengi það alltaf við gömlu daganna..

Kannast allir við þetta spil.en man ekkert eftir að hafa spilað það fyrr en núna ...
Brillanto :)

7:52 e.h.  
Blogger Laufey said...

vá en þið sniðug með kaffivélapokana.mig langar geðveitk í svona vél,rosa gott kaffið úr þessu apparati.

ég fékk fyrstu 3 serírurnar af its always sunny in philadelphia á dvd,náttföt og náttslopp,vettlinga og trefil og neil young og wilco tónleikar í madison square garden ouuwwwww.

þegar ég kem heim plííís höfum spilakvöld plíííís?!?!

laufey

1:41 f.h.  
Blogger Jonina de la Rosa said...

Já Krilli ég fann Fimbulfamb !! EN bara því ég er svo helvíti þrjósk, ég lét ekki segjast, held ég hafi í alvöru keyrt Reykjavík endilanga í leitinni. En svo bað ég mömmu góðu að senda út fjöldapóst (hún vinnur hjá risafyrirtæki) og viti menn það komu tvö svör.

9:10 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Katrín-
Ég væri til í að fá miða í spa í Hreyfingu. Bara til að komast inn um hinar forboðnu dyr sem eru okkur almúganum luktar.

SAG-
Úfff þetta háskerpurugl... það er sko efni í sína eigin nöldurfærslu.

Já krakkar, Fimbulfamb er unaður. Ég sat bara og strauk kassann. "Dúnsærfi... Klettlárfa..."

Laufey-
Já, kvöld spilanna verður haldið.

9:39 f.h.  
Blogger Harpa said...

Senseo kaffivélar eru þarfaþing. Ég er búin að nota mína svo mikið í gegn um árin að hún er ofnotuð og farin að gera þunnt wannabe kaffi. Fyndnasta gjöfin sem ég fékk var málverk af skógarfossi frá afa mínum. Það er uppi á vegg að minna mig á þjóðerniskennd og ættjarðarást.

10:57 e.h.  
Blogger katrín.is said...

hey ég er sko með aðgang að innipottinum og nota hann svoldið en ég hef ekki einu sinni verði spurð um hverskonar aðild ég er með þannig ég var ýkt að spá í að downgreida og halda áfram að baða mig þar

þú ættir að prufa það;)

2:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home