Vel lagt, AULI
Ég sver að þetta eru lög meitluð í grjót: Því dýrari sem bíllinn er, því verr er hann lagður í stæði.
Eru eigendur góðærisjeppa og Bensa sósíópatar? "Ekki vera fyrir mér, heimur! Ég heiti Villi Veskjastór og stoppa bílinn þar sem mér hentar, þeas á ská!"
Þetta hefði kannski viðgengist 2007. "Mamma, þetta vatnshöfuð tekur þrjú stæði!" - "Nei elskan, þetta er útrásarvíkingur og hann er örugglega að flýta sér svo mikið að gera samninga að hann hefur ekki tíma til að leggja einsog maður." En núna? Sjii. Fyrst það er ekkert eftir að mótmæla þá segi ég eggjakast og trommuslátt á vanhæfa leggjara á fínum bílum.
Uppdeit-
SKO! Ökumaður Hummer blindfullur að keyra á fólk. Ógeð.
Eru eigendur góðærisjeppa og Bensa sósíópatar? "Ekki vera fyrir mér, heimur! Ég heiti Villi Veskjastór og stoppa bílinn þar sem mér hentar, þeas á ská!"
Þetta hefði kannski viðgengist 2007. "Mamma, þetta vatnshöfuð tekur þrjú stæði!" - "Nei elskan, þetta er útrásarvíkingur og hann er örugglega að flýta sér svo mikið að gera samninga að hann hefur ekki tíma til að leggja einsog maður." En núna? Sjii. Fyrst það er ekkert eftir að mótmæla þá segi ég eggjakast og trommuslátt á vanhæfa leggjara á fínum bílum.
Uppdeit-
SKO! Ökumaður Hummer blindfullur að keyra á fólk. Ógeð.
4 Comments:
Ekki einusinni getta mig started um aksturslagið hjá jeppabúðingunum.
Við Sveinbjörn erum náttúrulega alltaf að tala um þetta. Það er ekkert vit í því að vera á 10 milljón króna risajeppa í miðbænum, það passar bara ekki. Svo ætti að vera sérsekt fyrir þá sem leggja svona mikið eins og hálfvitar, ekki bara venjulegi 2500 kallinn heldur eitthvað miklu miklu meira.
Já, það ætti að tengja sektir við umferðarlagabrotum - líka bjána-parkeringu - við árstekjur bílstjórarns, eins og gert er í Finnlandi. Þar þurfti einhver Nokia-mógúll að borga milljónir fyrir hraðakstur, hehe!
Væri AFAR vinsælt á þessum síðustu og verstu.
Það á bara ekkert að keyra um á svona bílum. Sérstaklega ekki í miðbænum. Þetta eru bílar sem eru hannaðir til að keyra upp á fjöll og eitthvað. þessir bílar segja bara eitt um bílstjórana. Að þeir séu með lágt sjálfsálit.
Skrifa ummæli
<< Home