<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, maí 11, 2009

Þessi æska.

Um daginn keypti ég gamla Minolta myndavél, algjöran hlunk sem maður fóðrar með filmu. Ég held svei mér að ég sé farinn að safna gömlum, lélegum myndavélum.

Allavegana, þá var ég að taka myndir í vinnunni á föstudaginn. Sonur vinnufélaga var búinn að smíða vélmenni úr Lego og ég fékk að taka af honum mynd. Þegar ég var búinn sagði hann, „má ég sjá myndina!“

Haha en sætt. „Það er bara ekki hægt vinur. Þetta er svo gömul vél að ég þarf að framkalla filmuna fyrst. Hefurðu einhverntíman séð svona?“ Neibb, hann hafði aldrei séð filmuvél.

Filmur, vínyll, VHS og túbusjónvörp. Mér finnst svo fyndið þegar krakkar hafa aldrei séð þetta. Þetta er bara eitthvað dót sem hellisbúar notuðu í svarthvítri forneskju. Einsog þvottabretti og sláttuorf.

En ég er amk mjög glaður að krakkar eru enn að leika sér með Lego.

2 Comments:

Anonymous gulla said...

Vinkona mín var einmitt að gera eitthvað rannsóknarverkefni fyrir háskólann nýlega þar sem hún fór inn í efri bekki grunnskóla, og krakkarnir þar vissu ekki hvað kesettutæki og plötuspilar var!! Maður er alveg gáttaður yfir þessu.

4:13 e.h.  
Anonymous Jói said...

Amen.

1:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home