<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, apríl 20, 2009

Elton og snældurnar

Ég fór í Kolaportið um helgina og fann þar kassa fullan af VHS snældum. Efst í haugnum var ein merkt SKONROKK með laglegri slaufuskrift. Ég mokaði dýpra og fann 2 í viðbót sem mér leist á. 'Tónlist' og 'Blandaðir tónlistarþættir'. Þvulíkur fjársjóður. Ég stakk gersemunum í tækið og við mér blasti eitís sjónvarpsefni þar sem engum var hlíft. Hún Gulla ljóshærða úr Svínasúpunni var kynnir. Ég á eftir að renna í gegnum þetta alltsaman (hvað kostar annars að flytja vhs yfir á dvd?) en það var búið að taka 'Basic Instinct' yfir eina spóluna. Perri.

En jámm. Það sem er mest gaman við að komast í svona ekta eitís efni er að þar er að finna stöffið sem gleymdist. Liðið sem endaði ekki á best of the eitís safndisk. Dæmið sem ég nefni hérna er reyndar með Elton John, en ég var búinn að grjótgleyma þessu lagi með honum. En um leið og það fór í gang rifjaðist það upp fyrir mér. Lætur mig furða hvað annað er í dvala í heilanum mínum.

Lagið heitir 'Passengers' og er nett ripoff af Paul Simon, sem var að gera allt galið á þessum tíma með afrísku poppi. Þetta er reyndar ekki vídjóið (youtube aular) en lagið er þarna í bakgrunni.


1 Comments:

Blogger oskar@fjarhitun.is said...

Það kostar handlegg og fótlegg að flytja VHS yfir á DVD. Aflimun er ekki innifalin. Ef þú ert svo með NTSH-kvikindi, þá ertu í enn verri málum...

9:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home