Ayayay
Ég sá 'The Mexican' í sjónvarpinu í gær. Alveg hellað glötuð mynd og ekkert meira um það. En ég fór amk að pæla: Ég hef bókstaflega aldrei séð Mexíkó túlkað sem nútímasamfélag í Hollywoodmynd. Í bíómyndum er Mexíkó sólbökuð eyðimörk þar sem eina byggðin eru einhverjir kúrekabæir (með kirkju í miðjunni) þar sem búa eingöngu ógeðslega ófríðir, sveittir glæpamenn. Menn eru skotnir einsog mannslífið sé einskis vert þarna og trompetið er þanið útfyrir þolmörk.
Þetta er alveg ofboðslega klisjulegt og þvælt. Það ætti að vera til bingóspjald fyrir Mexíkómyndir: Ljótur barþjónn, kámugir bóndar á einhverjum hænsnatrukk, Pallbílar troðnir af skjótandi morðingjum og ógrynni af saklausum sveitadurgum sem má plaffa og drepa án ástæðu eða afleiðinga. Og auðvitað alltaf ALLTAF Danny Trejo.
Þetta er bara rasismi. Hvernig haldiði að það væri ef svart fólk væri túlkað svona? Þarf ekki einhver að fara í kröfugöngu þarna úti?
Þetta er alveg ofboðslega klisjulegt og þvælt. Það ætti að vera til bingóspjald fyrir Mexíkómyndir: Ljótur barþjónn, kámugir bóndar á einhverjum hænsnatrukk, Pallbílar troðnir af skjótandi morðingjum og ógrynni af saklausum sveitadurgum sem má plaffa og drepa án ástæðu eða afleiðinga. Og auðvitað alltaf ALLTAF Danny Trejo.
Þetta er bara rasismi. Hvernig haldiði að það væri ef svart fólk væri túlkað svona? Þarf ekki einhver að fara í kröfugöngu þarna úti?