<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, júní 30, 2005

Töff Rokkari

Djöfull er hann töff þessi.

Getur þessi douchebag mögulega verið með meira harðlífi? Singapore Sling eru svona strákar sem eru ekki enn vaxnir uppúr því að vera með sólgleraugu í myrkri, að naga tannstöngla og stelast til að horfa á myndir sem eru bannaðar innan sextán. Einu sinni fékk hann meiraðsegja að fara sjálfur á klósettið.

Úr albúminu


Var maður ekki sætur?

miðvikudagur, júní 29, 2005

My snaps are smashing!


tourist
Originally uploaded by bobby-breidholt.
Ég tók eitthvað af myndum þarna úti. Skoðið þær hér.

Ungfrú Ísland


ungfruisland
Originally uploaded by bobby-breidholt.
Hún er nú soldið rangeygð stúlkan... Eða tileygð? Eða bæði?

Skoðið myndirnar mínar

Myndir sem ég hef tekið. mun drulla einhverjum fleiri myndum frá London þangað inn síðarmeir.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Coldward Bound

Ég var vongóður um að þessir asswipes hjá Apple umboðinu væru búnir að laga tölvuna mína áður en ég kæmi heim, en NEI þessir dweebs hafa ekki einu sinni litið á hana síðan á miðvikudaginn. Og það er ekki eins og að það þurfi að gera eitthvað flókið, það þarf bara að laga heyrnatólaplöggið. Þangað til þessir creeps og spazzbreaths drullast til að laga tölvuna mína þá er ég netlaus heima, með fulla myndavél sem þarf að tæma og nýjan ipod sem þarf að fylla. Mér líður eins og algerum putz hérna.

föstudagur, júní 24, 2005

London

eg er staddur i hinni storglaesilegu apple verslun i london tar sem eg var ad eyda oskaplega miklum pening. Mikid jamm var i gaer med petru og vinum hennar. Shoutout til allra heima ur hitabylgjunni i london.

chiao, douchebags.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Au Currant #Eitthvað


Goldfrapp - 'Ooh La La'
Nýji singullinn frá Goldfrapp hljómar einna helst eins og lag með T.Rex. Hér kveður einnig við sama tón og í fyrri lögum hennar, 'Train', 'Strict Machine' og 'Twist'. Mér finnst hún líka svo geðveikislega sexí.

Kaiser Chiefs - 'Oh My God'
Þeir spiluðu þetta lag hjá Jay Leno. Ég var geðveikt fúli gæjinn með fordóma og var alveg, 'oj, eitthvað enskt pöbbarokk sem NME er að slefa yfir! Má ég skipta um stöð eða?' Svo kikkaði viðlagið inn og ég var húkkt. Ég var búinn að dánlóda þessu lagi áður en Jay tók í höndina á þeim.

Simon & Garfunkel - 'I am a Rock'
Pabbi fékk mig til að horfa á tónleika með þeim á DVD þegar ég var í heimsókn í Breiðholtinu um daginn og svei mér ef ég fór bara ekki að fíla þessa kalla smá. Þetta lag er ánægulegur lítill lagstúfur sem höfðar til félagsskítsins í okkur öllum.

Milkmenn - 'Sigurjón Digri is Top Billin'
Hann Halli er sniðugur kall og er búinn að gera mashup þar sem Audio Two og Stuðmenn rekast á með dansvænum afleiðingum. Lagið er hér en bloggið hans Halla er hér.

Cat Stevens - 'Was Dog a Doughnut'
Endemis eitís-búgalú vitleysa sem Cat var að gera einhverntíman þegar ég var lítill.

Captain Beefheart and his Magic Band - 'Gimme Dat Harp Boy' og 'When it Blows it Stacks' og 'Her Eyes are a Blue Million Miles'
Kapteinninn er tónlistarmaður sem þýðir ekkert að stökkva oní í blindni. Þessi lög eru mitt dýfa-tánni-fyrst.

mánudagur, júní 20, 2005

Mest gay logo í heimi.

Hún er kona.

Þetta er auglýsing sem var á baksíðu aukablaðs um 90 ára kjörgengi kvenna...

Textinn er:
Hún var ekki kjörin af því að hún er kona...
Hún var kjörin vegna þess sem hún hefur fram að færa.
-En það hefur hún vegna þess að hún er kona.


Hmmm

Þessi texti er svo lélegur og óvart-fyndinn að ég er viss um að það var kelling sem skrifaði hann. Djók.

sunnudagur, júní 19, 2005

Dynskógar

Afi minn Jón Þórðarson kaupmaður byggði Dynskóga með berum höndum árið 1951. Á þeim tíma var þetta kjörinn staður fyrir sumarbústað, nálægt Reykjavík en samt nægilega afskekkt. Þegar maður gengur á milli fimmtán metra hárra grenitrjánna í dag mætti einmitt halda að maður væri staddur í einhverjum skógi lengst úti í sveit. Maður þarf bara að labba aðeins upp í hlíðina til að sjá Árbæinn handan við Rauðavatn og Suðurlandsveginn. Á síðustu misserum hefur krönunum fjölgað á sjóndeildarhringnum og sífellt bætast við háar blokkir sem ekki voru þarna áður. Núna síðast eru Kópavogurinn og Grafarholtið hægt og bítandi að umkringja þessa tvo hektara. Gapandi skurður liggur þvert yfir landslagið við lóðarmörkin, þar er verið að leggja ljósleiðara yfir í Grafarholtið. Þegar ég var lítill eyddum við stórum hluta sumarfrísins í Dynskógum. Það var hvorki rafmagn, hiti eða rennandi vatn, en við redduðum því. Það var kamar á bakvið, tunna utan á húsinu til að safna vatni og þegar það var kalt á kvöldin var kveikt á gasmiðstöðinni. Mér er enn í fersku minni að vera að leika mér einhversstaðar á milli trjánna og vera kallaður í mat. Það var oftast grillað á pallinum og svo farið í göngutúr um stykkið með lukt í hönd. Stundum leit hvít kanína í heimsókn. Svo sofnaði maður við hljóðið í vindinum í trjánum.

Þegar byggðin færðist sífellt nær fórum við að vera vör við að óboðnir gestir voru farnir að venja komur sínar inn á landið okkar. Bjórdósir og þvíumlíkt voru oft liggjandi á pallinum og stundum hafði verið skotið með loftbyssum í hlerana fyrir gluggunum. Pabbi reyndi eins og hann gat að laga hlerana og negla betur fyrir hurðina, en stundum komust þeir inn og svöluðu skemmdarverkafýsn sinni. Ég hef nokkrum sinnum farið í Dynskóga með vinum og kunningjum og haldið smá partý á landinu. Stundum tjaldað yfir nótt. Á nokkrum þannig náttúruteitum komu skemmtanaglaðir Árbæjingar inn á landið, greinilega með það í huga að brjótast inn og gera sér glaðan dag eins og þeir voru víst vanir. Þeir voru oftast fljótir að koma sér annað þegar þeir sáu okkur þarna. Við förum þangað sjaldan í dag, Dynskógar eru núna staður til að fara á og slappa af í pínu stund. Að ganga um landið, rifja upp minningar og eignast nýjar. Til dæmis er hamsturinn minn sálugi, Janus grafinn í einum lundinum.

Hlerar fyrir hurðum og gluggum eru lítil vörn gegn þeim sem eru staðráðnir í að komast inn. Fyrir tveimur vikum síðan voru hlerarnir brotnir niður og mikið partý var haldið í gamla bústaðnum. Djammið var svo mikið að eldur náði að kvikna í gömlum sófa og Dynskógar brunnu til kaldra kola. Slökkviliðið gat lítið gert nema að koma í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í trén í kring. Einn af unglingunum sem höfðu átt sök á eldinum fannst ekki, og var því gerð mikil leit að honum. Jafnvel var óttast að hann hafi dáið áfengisdauða einhvers staðar inni í bústaðnum. Hann fannst reyndar á einhverju vappi á landinu, sauðdrukkinn.

Við höfum lengi haldið í vonina að Dynskógar fái að vera í friði, en eftir þetta er lítið annað hægt að gera en að gefa undan , selja borginni landið og kaupa annað einhversstaðar lengra í burtu, þar sem við getum verið í friði fyrst um sinn.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Hey sjáið mig, ég er svertingi!

Þetta eru Simmi og Jói:

Þeir eru stjörnur í nýrri auglýsingaherferð frá Esso þar sem þeir birtast í gerfum frægra tvíeyka kvikmyndasögunnar (Men in black, Wayne's World... samt fæ ég ekki skilið hvernig að þykjast vera kvikmyndapersónur tengist bensínstöð).

En komm on, eruð þið ekki að grínast með svertingja meiköppið? Ég held að allir myndu fatta að þeir ættu að vera Men in Black þó að þið hafið sleppt því að mála hann með svertingjamálningu og sett á hann svertingjahárkollu.

Það er greinilega sama ástand í gangi á Íslandi og var í kvikmyndaheiminum í Ameríku fyrir einhverjum áratugum síðan: Það eru ekki til neinir blökkumenn. Eins og þegar þeir setja upp söngleikinn Hárið á Íslandi, þar er eitt svertingjahlutverk. Ingvar E Sigurðsson og Hilmir Snær, sem hafa leikið það hlutverk, koma þá fram málaðir brúnir og með lélega Lennny Kravitz hárkollu. Ég veit ekki hvernig mér mundi líða ef ég væri svartur, að horfa upp á Ingvar E Sigurðsson (sem er alveg rosalega ekki-svartur í útliti) strötta inn á svið ataður í skósvertu og syngja, "Ég er litaður negri..."

Hérna er Al Jolson í kvikmyndinni Jazz Singer:

sunnudagur, júní 12, 2005

Odds n' Sods

Það er ákveðinn þjóðflokkur manna sem eru einfaldlega 'kallar'. Þeir vinna lang oftast einhverskonar verka- eða erfiðisvinnu: gröfukallar, smiðir, múrarar, bifvélavirkjar og sjómenn. Kallar sem sem maður á erfitt með að trúa að hafi nokkru sinni verið börn. Þeir hafa bara poppað út úr móðurkviði í köflóttri skyrtu, með hjálm og í moldugum svörtum gallabuxum. "Ég þakka vistina mútta, en ég hef engan tíma til að sitja á snakki. Vegirnir malbika sig ekki sjálfir, hm!" Þeir vinna sína vinnu, sem þeir álíta göfuga og mikilvæga. Ef einhver froðusnakkur eins og þú sýnir þeirra starfi ekki skilning og virðingu þá er það alltaf sami hluturinn:

Bifvélavirkinn: (lítur ofan í vélina á bílnum þínum) "Heyrðu, hvað er hér að sjá, hér er bara allt yfirliggjandi í morvoði, ha!?"
Þú: (lítur á vélina með gerfi-'ég skil'-svip) "Já, einmitt, vorboði..."
Bifvélavirkinn: "Það verður að bera kranstapp í knastásinn á 200 kílómetra fresti, þú veist það, er það ekki?"
Þú: "ha, jújú..."
Bifvélavirkinn: ( horfir á þig og fnæsir af forundran)

Þetta eru alfa-menn. Þeir vinna erfiðisvinnuna, veiða til matar og eignast alfa-afkvæmi með sterkum konum sem eru með góðar mjaðmir til barneigna og hafa lært að lifa með áfengissýki þeirra. Þeir fá mjög há laun og eru efnaðir, Þeir eiga dýra hluti en plebbaskapurinn skín alltaf í gegn. Þeir eru í rándýrum jakkafötum en í hvítum sportsokkum við. Þeir eiga upphækkaðan jeppa en eru með bylgjulímmiða í afturglugganum. Þeir eiga 400.000 króna heimabíó og 40" sjónvarp en restin af heimilinu þeirra er svo ógeðslegt að innan að 'Allt í drasli' neitaði að koma nálægt því. Kallarnir skilja ekki þennan aumingjaskap í æskunni í dag. "Þessir krakkar, hmmff! Þeir ættu að prófa að vinna almennilegt dagsverk, eitt gott handtak, ha! Það er ekkert elsku mamma í Hnjúkunum!" Ef þú ert einhvern tíman í vafa um hvort einhver sé 'kall', taktu þá í höndina á honum. Höndin ætti að vera stór og þrútin eins og uppblásinn hanski og gróf eins og sandpappír. Siggið er eins og gifs utan um hnúana og skíturinn er greyptur inn í húðina eftir heila ævi af heiðarlegri erfiðisvinnu. Og kallinn mun KREISTA höndina þína. Hann mun KREISTA litlu aulahöndina þína svo hún verður rauð og aum á eftir til að þú sjáir hvor ykkar er að vinna 'alvöru' vinnuna.

Það er eitt annað sem fer í pirrurnar á mér með kallana: Þeir benda alltaf með löngutöng! Þá ekki einsog til að segja "hey sjáðu þarna", heldur að benda á tölvuskjá eða á blað til að vekja athygli á einhverju. Það er merkilegt hversu mikið af köllum hefur vanið sig á þetta. Þið hljótið að hafa tekið eftir þessu einhverntíman. "Sko, sjáðu hér" og svo pikk-pikk-pikk með löngutöng á blaðið. Þú verður að horfa á þetta siggborna fokkmerki og segja "Já, ég sé". AAARRG! Annaðhvort vita þeir það ekki að ota löngutönginni að fólki sé dónalegt, eða að þeir eru að storka manni á ekki-svo-lævísan hátt. Næst þegar einhver kall gerir svona við mig þá gríp ég um þrútinn bjúgnaputtann og segi, "Hey, kall, rólegur að benda með löngutöng! Troddu þessum ógeðslega putta eitthvert annað!"

Ég ætlaði að tala um eitthvað fleira, en ég er kominn í fúlt skap eftir þetta kalla-mas. Kanski er þetta bara ég að vera sinískur auli, en raise your hand if you understand!

Jú, það var þessi bullshit David Beckham orðrómur. Allir höfðu séð hann og ég veit um einn sem sagðist hafa borðað með honum. Skrítið hvernig sögusagnir lifna við. Hafii séð myndina S1m0ne? Þetter soldið þannig.

Linkar:
Rosa gaman í hálftíma - Radd hermir.
Jack White og kellingin bara komin með erfingja.

Later, gaters.

laugardagur, júní 11, 2005

Fliss Fliss Fimmaur #2


föstudagur, júní 10, 2005

Fliss Fliss Fimmaur #1


miðvikudagur, júní 08, 2005

Nau, Nau, Nau!!


Á bara að fara í gang með annað jójó æði eða?

þriðjudagur, júní 07, 2005

Tilraun við 10 punkta...

Ég er loksins kominn með nettengingu hingað í Grettisgötuna. Ljúflingarnir í Hive redduðu okkur Hörpu og nú sitjum við í sitt hvorum enda stofunnar og lufsumst á netinu í staðinn fyrir að tala saman eins og fullorðið fólk. Ég verð að tala við hörpu um þetta...


Örstutt Au Currant:

The Coral: Far from the crowd - Rosalega drungalegt og flott lag sem er raddað í fimmundum. Takturinn minnir á Can.

David Bowie: Rebel rebel - Hlustið nánar. Það er bylmingsfastur danstaktur í þessu lagi.

Fat Hed: Spanish Fly - Ofsa Flott abstract hiphop (takk Sven)

Jackie Lomax: Sour Milk Sea - Þessi gæji var undir verndarvæng Bítlanna. Undirleiknum svipar mjög til "the end" af Abbey Road.

Magnús Þór Sigmundsson: Blue Jean Queen - Eitt af þessum rosa góðu gömlu lögum sem maður vissi ekki að væru íslensk.

Mylo: In my Arms - Mylo er snillingur og platan hans Destroy Rock n Roll er geggjuð. Átta stig fær sá sem getur nefnt lagið sem er samplað hér.

Já, ég fékk mér einn af þessum far-símum sem allir eru að tala um. Þessi er með myndavél þannig að ég er búinn að vera að smella af myndum í gríð og erg... þessar tók ég á útskriftardaginn...


Þessi gæji skrifar fyndnar greinar

Ég er þreyttur á því að nöldra yfir hvað ég er að fitna. Ég byrja hvern dag á því að ota klípu af spikinu mínu að andlitinu á Hörpu þegar hún vaknar. "Sjáðu þetta! Þú sagðist muna elska mig sama hvernig sem ég liti út, og sjáðu mig núna!" Ég var einmitt að horfa á þáttinn THE BIGGEST LOSER sem var að hefja göngu sína á Skjá Einum. Þar eru tvö lið af feitabollum sem keppast við að missa sem mesta þyngd. Það lið sem grennist minna þarf að kjósa einn úr sínum röðum heim. Þau eru umkringd af mat og kleinuhringjum sem eiga að freista þeirra, sumir þora að borða gotteríið og þá horfa allir hinir með hatri á hann. Þau keppa í einhverju sprikli og brjóstin hossast og svitna. Þegar kjósa á einhvern burt lyfta þau svona silfurlituðu loki á platta eins og þjónar og inní er miðinn með nafni þess sem viðkomandi kýs burt. Mjög smekklegt. Hver keppandi er svo táknaður með ískáp fullum af mat og þegar viðkomandi hefur verið kosinn út þá slökknar ljósið í ísskápnum hans... hahaha. Bolla.

Mér hefur alltaf fundist geðveikt flottir bílar í Sval og Val bókunum... Á þessari síðu eru nokkrir...


Ég fann þennan gítar í Kolaprtinu á 1800 kall. Ég þreif hann og setti nýja strengi í hann og hann er svona rosa flottur núna. Hann var of lítill fyrir mig þannig að ég gaf Hörpu hann. Hún kann að spila E-moll. Ég stelst til að spila á hann stundum.

Ég elska Rhino útgáfuna. Þeir eru að fara að gefa út þetta hér.

Jess mar!


Er þessi gæi kúl eða er þessi gæi kúl?

föstudagur, júní 03, 2005

It's A (Red and) White Wedding

Jack White úr The White Stripes var að Giftast sinni heittelskuðu, Karen Elson. Af myndunum af þessu rauðhærða liði að dæma mun afkvæmi þeirra líta Svona út.

En svona í alvöru, er það bara tilviljun að þessi frétt kemur aðeins þremur dögum áður en nýja platan kemur út? Hmmm?

fimmtudagur, júní 02, 2005

Brandari, fyndinn.


Ætla ekki allir á Snoop Dogg? hmm?

miðvikudagur, júní 01, 2005

Je suis un phoeatograopheour aveaque auneou telepheaoun... Sacre Bleu!


Þeir sem þekkja költið á bakvið Lomo myndavélar ættu að athuga það að þetta fyrirbæri á ekki lengur eingöngu við um filmumyndavélar. Við erum komin inn í öld stafrænnar ljósmyndunnar og því ætti að taka þessar úreltu filmuvélar og brjóta þær í mél og henda í næsta moltuhaug. Djók. En í alvöru, þá eru myndir teknar með gsm símum með svipaða kosti og þá sem gera Lomo myndir svona sjarmerandi og grófar. Símamyndir eru óvandaðar, nota birtuna sem er fyrir hendi, og eru oftar en ekki hreyfðar eða með liti sem hafa smitast. Ég digg'etta. Haaa!

Ps- tékkið á frábæru ferðasögublogginu þeirra Krissa og Bjargar sem eru eitthvað að þvælast í Indlandi. Linkur þarna til hægri.