Tilraun við 10 punkta...
Ég er loksins kominn með nettengingu hingað í Grettisgötuna. Ljúflingarnir í Hive redduðu okkur Hörpu og nú sitjum við í sitt hvorum enda stofunnar og lufsumst á netinu í staðinn fyrir að tala saman eins og fullorðið fólk. Ég verð að tala við hörpu um þetta...
Örstutt Au Currant:
The Coral: Far from the crowd - Rosalega drungalegt og flott lag sem er raddað í fimmundum. Takturinn minnir á Can.
David Bowie: Rebel rebel - Hlustið nánar. Það er bylmingsfastur danstaktur í þessu lagi.
Fat Hed: Spanish Fly - Ofsa Flott abstract hiphop (takk Sven)
Jackie Lomax: Sour Milk Sea - Þessi gæji var undir verndarvæng Bítlanna. Undirleiknum svipar mjög til "the end" af Abbey Road.
Magnús Þór Sigmundsson: Blue Jean Queen - Eitt af þessum rosa góðu gömlu lögum sem maður vissi ekki að væru íslensk.
Mylo: In my Arms - Mylo er snillingur og platan hans Destroy Rock n Roll er geggjuð. Átta stig fær sá sem getur nefnt lagið sem er samplað hér.
Já, ég fékk mér einn af þessum far-símum sem allir eru að tala um. Þessi er með myndavél þannig að ég er búinn að vera að smella af myndum í gríð og erg... þessar tók ég á útskriftardaginn...
Þessi gæji skrifar fyndnar greinar
Ég er þreyttur á því að nöldra yfir hvað ég er að fitna. Ég byrja hvern dag á því að ota klípu af spikinu mínu að andlitinu á Hörpu þegar hún vaknar. "Sjáðu þetta! Þú sagðist muna elska mig sama hvernig sem ég liti út, og sjáðu mig núna!" Ég var einmitt að horfa á þáttinn THE BIGGEST LOSER sem var að hefja göngu sína á Skjá Einum. Þar eru tvö lið af feitabollum sem keppast við að missa sem mesta þyngd. Það lið sem grennist minna þarf að kjósa einn úr sínum röðum heim. Þau eru umkringd af mat og kleinuhringjum sem eiga að freista þeirra, sumir þora að borða gotteríið og þá horfa allir hinir með hatri á hann. Þau keppa í einhverju sprikli og brjóstin hossast og svitna. Þegar kjósa á einhvern burt lyfta þau svona silfurlituðu loki á platta eins og þjónar og inní er miðinn með nafni þess sem viðkomandi kýs burt. Mjög smekklegt. Hver keppandi er svo táknaður með ískáp fullum af mat og þegar viðkomandi hefur verið kosinn út þá slökknar ljósið í ísskápnum hans... hahaha. Bolla.
Mér hefur alltaf fundist geðveikt flottir bílar í Sval og Val bókunum... Á þessari síðu eru nokkrir...
Ég fann þennan gítar í Kolaprtinu á 1800 kall. Ég þreif hann og setti nýja strengi í hann og hann er svona rosa flottur núna. Hann var of lítill fyrir mig þannig að ég gaf Hörpu hann. Hún kann að spila E-moll. Ég stelst til að spila á hann stundum.
Ég elska Rhino útgáfuna. Þeir eru að fara að gefa út þetta hér.
Örstutt Au Currant:
The Coral: Far from the crowd - Rosalega drungalegt og flott lag sem er raddað í fimmundum. Takturinn minnir á Can.
David Bowie: Rebel rebel - Hlustið nánar. Það er bylmingsfastur danstaktur í þessu lagi.
Fat Hed: Spanish Fly - Ofsa Flott abstract hiphop (takk Sven)
Jackie Lomax: Sour Milk Sea - Þessi gæji var undir verndarvæng Bítlanna. Undirleiknum svipar mjög til "the end" af Abbey Road.
Magnús Þór Sigmundsson: Blue Jean Queen - Eitt af þessum rosa góðu gömlu lögum sem maður vissi ekki að væru íslensk.
Mylo: In my Arms - Mylo er snillingur og platan hans Destroy Rock n Roll er geggjuð. Átta stig fær sá sem getur nefnt lagið sem er samplað hér.
Já, ég fékk mér einn af þessum far-símum sem allir eru að tala um. Þessi er með myndavél þannig að ég er búinn að vera að smella af myndum í gríð og erg... þessar tók ég á útskriftardaginn...
Þessi gæji skrifar fyndnar greinar
Ég er þreyttur á því að nöldra yfir hvað ég er að fitna. Ég byrja hvern dag á því að ota klípu af spikinu mínu að andlitinu á Hörpu þegar hún vaknar. "Sjáðu þetta! Þú sagðist muna elska mig sama hvernig sem ég liti út, og sjáðu mig núna!" Ég var einmitt að horfa á þáttinn THE BIGGEST LOSER sem var að hefja göngu sína á Skjá Einum. Þar eru tvö lið af feitabollum sem keppast við að missa sem mesta þyngd. Það lið sem grennist minna þarf að kjósa einn úr sínum röðum heim. Þau eru umkringd af mat og kleinuhringjum sem eiga að freista þeirra, sumir þora að borða gotteríið og þá horfa allir hinir með hatri á hann. Þau keppa í einhverju sprikli og brjóstin hossast og svitna. Þegar kjósa á einhvern burt lyfta þau svona silfurlituðu loki á platta eins og þjónar og inní er miðinn með nafni þess sem viðkomandi kýs burt. Mjög smekklegt. Hver keppandi er svo táknaður með ískáp fullum af mat og þegar viðkomandi hefur verið kosinn út þá slökknar ljósið í ísskápnum hans... hahaha. Bolla.
Mér hefur alltaf fundist geðveikt flottir bílar í Sval og Val bókunum... Á þessari síðu eru nokkrir...
Ég fann þennan gítar í Kolaprtinu á 1800 kall. Ég þreif hann og setti nýja strengi í hann og hann er svona rosa flottur núna. Hann var of lítill fyrir mig þannig að ég gaf Hörpu hann. Hún kann að spila E-moll. Ég stelst til að spila á hann stundum.
Ég elska Rhino útgáfuna. Þeir eru að fara að gefa út þetta hér.
3 Comments:
Kim Carnes "Betty Davis Eyes" Jei!!!!
reyndar kemur Fat Hed frá Halla...
Jæja takk samt fyrir að vera milliliður í þessu öllu saman.
Skrifa ummæli
<< Home