<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





mánudagur, janúar 09, 2006

Mánudagslagið

Eitt lag af handahófi úr itunes (fyrsta lagið sem kom upp í 'party shuffle'). Ætlunin er að gera þetta að vikulegum lið, en ég lofa engu.

Mánudagslag #1
Wolf Parade - 'Dinner Bells' mp3



Auðvitað þurfti fyrsta lagið að hljóma eins og lokalagið í unglingamynd þar sem kærastan drepst. Þessi hljómsveit er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þeir minna mig á Bauhaus, Echo and the Bunnymen og aðrar upplyftandi gleðipoppsveitir.

Annars vil ég minnast á það að hljómsveitir sem heita 'wolf'-eitthvað eru nýju 'The'-eitthvað. Nokkur dæmi um úlfabönd sem eru starfandi í dag: Wolf Parade (duh), Wolf Eyes, We Are Wolves, Wolf & Cub, Wolfmother, Superwolf, Fox and Wolf, Wolfman, Seasons of the Wolf... og að sjálfsögðu kóngarnir, LOS LOBOS! Awúúúúúú!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tékkaðu á Guitar Wolf.

Japanskir klikkæðingar sem, samkvæmt umslaginu, gerðu 'the loudest record in the world'.

Leðurklæddir gítarspilandi olíubornir flotthærðir öskrandi Japanir í trilljón desibelum...mm mm mm.

6:18 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já, auðvitað! Gleymdi þeim. Svo var ég einmitt núna að sjá band á einu mp3 blogginu sem heitir Aidswolf. Hmmm.

7:11 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

og Howlin' Wolf er dauður svo hann telst ekki með... þó hann sé bestur.

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég downloadaði fullt af wolf parade eftir að hafa lesið þessa færslu og ég verð að segja að ég hlusta varla á annað þessa dagana! Besta uppáhaldshljómsveitin mín síðan clap your hands say yeah!

7:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home