Mánudagslagið
Eitt lag af handahófi úr itunes (fyrsta lagið sem kom upp í 'party shuffle'). Ætlunin er að gera þetta að vikulegum lið, en ég lofa engu.
Mánudagslag #1
Wolf Parade - 'Dinner Bells' mp3
Auðvitað þurfti fyrsta lagið að hljóma eins og lokalagið í unglingamynd þar sem kærastan drepst. Þessi hljómsveit er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þeir minna mig á Bauhaus, Echo and the Bunnymen og aðrar upplyftandi gleðipoppsveitir.
Annars vil ég minnast á það að hljómsveitir sem heita 'wolf'-eitthvað eru nýju 'The'-eitthvað. Nokkur dæmi um úlfabönd sem eru starfandi í dag: Wolf Parade (duh), Wolf Eyes, We Are Wolves, Wolf & Cub, Wolfmother, Superwolf, Fox and Wolf, Wolfman, Seasons of the Wolf... og að sjálfsögðu kóngarnir, LOS LOBOS! Awúúúúúú!
Mánudagslag #1
Wolf Parade - 'Dinner Bells' mp3
Auðvitað þurfti fyrsta lagið að hljóma eins og lokalagið í unglingamynd þar sem kærastan drepst. Þessi hljómsveit er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þeir minna mig á Bauhaus, Echo and the Bunnymen og aðrar upplyftandi gleðipoppsveitir.
Annars vil ég minnast á það að hljómsveitir sem heita 'wolf'-eitthvað eru nýju 'The'-eitthvað. Nokkur dæmi um úlfabönd sem eru starfandi í dag: Wolf Parade (duh), Wolf Eyes, We Are Wolves, Wolf & Cub, Wolfmother, Superwolf, Fox and Wolf, Wolfman, Seasons of the Wolf... og að sjálfsögðu kóngarnir, LOS LOBOS! Awúúúúúú!
4 Comments:
Tékkaðu á Guitar Wolf.
Japanskir klikkæðingar sem, samkvæmt umslaginu, gerðu 'the loudest record in the world'.
Leðurklæddir gítarspilandi olíubornir flotthærðir öskrandi Japanir í trilljón desibelum...mm mm mm.
Já, auðvitað! Gleymdi þeim. Svo var ég einmitt núna að sjá band á einu mp3 blogginu sem heitir Aidswolf. Hmmm.
og Howlin' Wolf er dauður svo hann telst ekki með... þó hann sé bestur.
Ég downloadaði fullt af wolf parade eftir að hafa lesið þessa færslu og ég verð að segja að ég hlusta varla á annað þessa dagana! Besta uppáhaldshljómsveitin mín síðan clap your hands say yeah!
Skrifa ummæli
<< Home