<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, júní 08, 2006

866

Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að blogga ekki í fyrradag, enda nennti ég ekki að hafa orð á þessum margrómaða djöfladegi. Í gær lá svo bloggerinn niðri og núna eru atburðir helgarinnar ekkert voðalega ferskir lengur. Hálf úldnir bara.

En whatever, hér kemur ýldan (segir maður það?):

Það var mjög notalegt að sleppa úr einni helgi og passa hús í heimahverfinu. Breiðholtslaugin stendur enn fyrir sínu (ég vann þar í denn) og er búið að bæta við pútt-velli þar sem gamlir kallar geta mundað kylfurnar í drjúpandi blautum speedósum. Svo var tekinn rúntur um gamla gettóið og farið í pólska matvöruverslun í Æsufellinu. Starfsfólkið, viðskiptavinirnir og vörurnar sjálfar töluðu öll pólsku og var þetta ein skemmtilegasta búð sem ég hef skoðað lengi. Mæli með súkkulaðinu með marcenpanowa-fyllingunni, svínasmjérinu og pulsunum í kryddleginum (selt í plastpokum).

Gulla gerðist hetja og reddaði mér miða á ESG á sunnudeginum. Ég verð henni lengi þakklátur fyrir það því þessir tónleikar voru þeir skemmtilegustu sem ég hef farið á síðan The Zutons spiluðu á Airwaves í fyrra. Þessar miðaldra konur og dætur þeirra litu út og klæddu sig einsog húsmæður úr Harlem en spiluðu meira fúnkí tónlist en þúsund glamúrpúngar einsog Trabant gætu nokkurn tíman gert. Áhorfendur voru alveg með á nótunum og sungu, öskruðu og klöppuðu með hverju lagi sem þessar mömmur fluttu (sem er eitthvað sem ég hélt að íslendingar gætu aldrei gert). Við fórum út af Nasa og í partýstemmingu með gleði og mikla von í hjarta. Allir gæta verið kúl, líka mamma þín.

Ég verð svo að koma að þessari pikköpp línu sem var óspart notuð um helgina með góðum árangri:
"Hey babe, you like cooking? 'Cause I got a recipe for adultery!"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home