<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





þriðjudagur, júní 13, 2006

Ímugust

Hér gefur að líta upphaf að haturslista sem ég hyggst bæta við statt og stöðugt. Um leið og ég finn pirrings-ensím flæða um garnirnar, þá dreg ég upp ímyndaðan blýant, hripa niður sökudólginn á ósýnilegt blað og sting því svo í leynivasann.
Þannig að passaðu þig góurinn, þú gætir hafnað á listanum næst!

Kynnar í fegurðarsamkeppnum eru ekki aðeins hallærisskríll með ístrubelti sem var með þátt á Bylgjunni anno 1986, heldur eru þau alltaf með þessar djöfulsins klemmuspjalds-möppur. Í staðinn fyrir að lesa af telepromptor standa þau hokin og lesa af möppunni og líta svo upp í vitlausa myndavél. Atvinnumenn.

Svona rúllugardínur sem maður þarf fyrst að tosa niður til að lyfta upp. Virka ekki.

Stamandi veðurfréttamenn. Eða bara nýliðar í fréttatímanum yfir höfuð. Þegar barnungt sjónvarpsfólk fer að stama og roðna í beinni útsendingu fæ ég svo mikinn óþægindahroll að ég kuðlast saman eins og könguló í dauðaslitrunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home