Aléttu skít
"Ég er alæta á tónlist" er eitthvað sem fólk sem hefur ekki hundsvit á tónlist segir. Þú mátt ekki fíla allt, það er bara bannað. Þá ertu að ráfa stefnulaust um dimman skóg með batteríslaust vasaljós, útrunnið landakort, í götóttum gönguskóm og með ganlan Gameboy í staðinn fyrir GPS tæki. Vinsamlegast veldu þér 3-4 tónlistartegundir og/eða -stefnur og sinntu þeim af ástríðu, ekki vera einhver kasjúal skimari.
Ég hata meiri músík en ég fíla. Þetta er verst:
SmithsCurePixies
Besta leiðin til að drepa sig er að skera púlsinn á ská í heitu baði. Slökktu á græjunum og láttu verða af því.
Gardínumúsík
Norah Jones, Katie Mehlua, Jón Ólafsson et al. Bakgrunnstónlist í bakaríi. Beige-litað tónlistarveggfóður.
Rapp
Síðasta góða rappgrúppan var Grandmaster Flash and the Furious Five. Endilega prove me wrong en þangað til, farið með þessa jogginggalla eitthvert annað.
Leðurbuxur
Ég veit ekki af hverju, en ég get ekki hlustað á tónlist sem er flutt af mönnum í leðurbuxum. Ég held að að sé þessum gæja að kenna.
Fúnk
Ég nenni ekki að hlusta á wagga-wagga gítar og ærandi básúnuhroða í átta mínútur. Útvíð pólíesterjakkaföt og Puma skór við er ljótt átfitt.
Og það versta af því versta af því versta:
Drum n Bass
Ég greini aldrei muninn á einu lagi og öðru, því þetta er alltaf sami takturinn. Þá er ég ekki að meina, "Uss, svona taktföst lög virðast alltaf renna saman í eitt", heldur er ég að meina að þetta er BÓKSTAFLEGA alltaf sami takturinn! Þú tekur "The official drum n bass beat" sem hefur verið óbreytt í 15 ár, setur múfflaða bassalínu yfir og hæ prestó, þú ert búinn að gera nýtt lag. Slaufa-Ess fyrir save. Algert Color-by-numbers. Drum n Bass er einsog svona þriggja pússla pússl. Þroskaleikfang tónlistarinnar.
Ég hata meiri músík en ég fíla. Þetta er verst:
SmithsCurePixies
Besta leiðin til að drepa sig er að skera púlsinn á ská í heitu baði. Slökktu á græjunum og láttu verða af því.
Gardínumúsík
Norah Jones, Katie Mehlua, Jón Ólafsson et al. Bakgrunnstónlist í bakaríi. Beige-litað tónlistarveggfóður.
Rapp
Síðasta góða rappgrúppan var Grandmaster Flash and the Furious Five. Endilega prove me wrong en þangað til, farið með þessa jogginggalla eitthvert annað.
Leðurbuxur
Ég veit ekki af hverju, en ég get ekki hlustað á tónlist sem er flutt af mönnum í leðurbuxum. Ég held að að sé þessum gæja að kenna.
Fúnk
Ég nenni ekki að hlusta á wagga-wagga gítar og ærandi básúnuhroða í átta mínútur. Útvíð pólíesterjakkaföt og Puma skór við er ljótt átfitt.
Og það versta af því versta af því versta:
Drum n Bass
Ég greini aldrei muninn á einu lagi og öðru, því þetta er alltaf sami takturinn. Þá er ég ekki að meina, "Uss, svona taktföst lög virðast alltaf renna saman í eitt", heldur er ég að meina að þetta er BÓKSTAFLEGA alltaf sami takturinn! Þú tekur "The official drum n bass beat" sem hefur verið óbreytt í 15 ár, setur múfflaða bassalínu yfir og hæ prestó, þú ert búinn að gera nýtt lag. Slaufa-Ess fyrir save. Algert Color-by-numbers. Drum n Bass er einsog svona þriggja pússla pússl. Þroskaleikfang tónlistarinnar.
11 Comments:
Það er reyndar ekkert grín hvað D n' B er einhæf tónlist. Það er samt einhver frumkraftur í henni sem hreyfir við mér ef mér tekst að hlusta á þetta ekki oftar en svona tvisvar á ári. Samt hafa menn reynt að þróa þessa tónlist lengra, ég man eftir því að hafa verið kynntur fyrir afbrigði af Dn'B sem kallaðist Swungle, s.s. Jungle með swing takti, fyrir svona þremur árum. Þá voru trommurnar shufflaðar aðeins öðruvísi, og það þótti næg framför til að þetta væri orðin heil ný tónlistarstefna.
Svo á SmithsCurePixies reyndar að heita SmithCurePixiesNickCaveTomWaits.
AMEN BJÖRN ÞÓR..... !!!
má ég spurja.... er "ég er alæta á tónlist" setningin komin úr samtalinu sem ég sagði þér frá með rangeygað gæjann??
Hah! Þetta er alveg tæmandi listi yfir horbjóðstónlist! En ég vil halda því fram samt að Digable Planets hafi verið seinasta góða rappgrúppan. Fljótt gleyma menn segi ég!
Og Svenni! Ertu eitthvað klikk?! Fokkar ekkert í Waitsinum! Fokkar bara alveg 0 í Waitsinum sko. Ég legg fram "Hope I don't fall in love with you" sem sönnunargagn númer 1 um hvað þú fokkar ekkert í Waitsinum sko.
Maggi þú ert alveg að misskilja. Þú fokkar ekki í neinum af þessum hljómsveitum. Þær hafa allar (nema reyndar Nick Cave) verið í miklu uppáhaldi hjá mér á einhverjum tímapunkti.
Það sem stuðar mig við fólk af SmithsCurePixies gerð er aðallega bara það að þau skuli gera sjálfum sér það að einskorða sig við bara þessa tónlist.
vúff harðar orðsendingar hér hægri vinstri...mér finnst þú minn kæri björn þór taka allt of djúpt í árinni með yfirlýsingunum þínum um trommu og bassa tónlistina. ÞETTA ER EKKI EINS..og hana nú. ég nenni ekki einusinni að koma með rök fyrir því. reyndu bara að hlusta...and drift away to the 90´s.
Tjah og sveinbjörn Tom Waits er ennþá kúl þó að þú sért hættur að hlusta á hann. Nick Cave má þó rotna í sjálfsmorðablóðpolli fyrir mér.
jibbí þetta var hressandi
cudos maggi fyrir að standa með Tom kallinum
Ah, ég skil núna. Ég ætlaði rétt að segja það að Svenni sjálfur væri eitthvað að stuða Waits niður. Var að furða mig á því hvaða toppsítörví heim ég hefði vaknað uppí í morgun.
Er fólk af SmithsCurePixiesTomwaitsNickCaveBleBleTsjaggaBúgga gerð eitthvað meira í því að einskorða sig við bara þessa tónlist en einhverjir aðrir? Og var ekki Bjölli einmitt að benda fólki á að farsælast væri einmitt að einskorða sig við ákveðna tegund frekar en að vera alæta á tónlist og eiga þarafleiðandi á hættu að vera stimplaður fábjáni? Eða er þetta kannski bara allt saman bull og líklega best að una fólki því að hlusta á það sem það sjálft kýs? Mér er spurn.
Held nú að þessu öllu hafi verið skotið fram í léttu gríni. ^^
hey en death metal hatar enginn hann ég hata hann meira enn alla tónlist sem til er í heiminum. oohh my hvað ég hata death metal..ekk nema von að það sé notað sem pyndingar aðferðir
Ég hata Happy Hardcore. Nema mér finnst "I Want To Be A Hippy" skemmtilegt.
Ég þoli ekki Dreamy Rokk, sbr. verstu móment Tangerine Dream og Pink Floyd.
Ég hata Goa Trance, Progressive House og háskólarokk. Sammála með dauðabáruna, sem og allt dansrokkið (Bloc Party, Hot Hot Heat o.s.frv. fyrir utan eitt og eitt lag).
Held að Sveinbjörn hafi talað sig pínulítið oní poka þegar hann sagði "þau hlusta bara á þessa tónlist", og Kjarri hafði lög að mæla.
Drum'n'bass hefur lítið breyst síðustu ár, en það breyttist mjög mikið ár frá ári fram til ca 1997-98. Ég veit hvaða takt Bjölli erað tala um, held hann hafi byrjað í laginu "Pulp Fiction" með Alex Reece, og ég vildi óska þess að eitthvað hefði breyst síðan þá. Samt er High Contrast að gera fínt d'n'b að mínu mati, jafnlangt og það nær. Og Sveinbjörn: uppáhalds d'n'b-hliðarstefnan mín heitir Clown Step. Já, Clown Step, hún heitir það í alvöru. Hún er með svona "wobbly" bassalínu og skrýtnum takti. Svona einsog hiphop-d'n'b'-rímixarinn Aphrodite vs. Mambo No. 5
Og svo hef ég aldrei meikað Beck, kannski afþví að hann ákvað að fólki ætti að þykja hann sérlundaður og flippaður. Sem hann er hvorugt. Og svo stal hann koverinu mínu.
Og ókei, rapp: Eric B & Rakim, De La Soul og Black Moon. Gott rapp.
Fúnk er ekki allt skræpóttir lúðrar og pungsviti. Dennis Coffey er t.d. mjög skemmtilegur. Og Grover Washington Jr. gerir fínt. Og afrískt fúnk er mjög, mjög hressandi.
Skrifa ummæli
<< Home