<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, ágúst 09, 2006

A whole new world.

Tinna Alavis er forsíðuefnið á Hér og Nú sem kom út í seinustu viku. Þar sem ég les þann snepil ekki reglulega var ég bara að rekast á þetta viðtal við hana núna, í mat hjá foreldrunum. Hún Tinna hreppti víst annað sætið í Ungfrú Ísland fyrir þremur árum síðan og segist vera "Normal stelpa sem vill normal hluti eins og BMW X5, penthouse-íbúð niður við Sjávarsíðuna í Garðabæ og flatskjá sjónvarp".

Ég mundi svosem ekki vísa sendli með ókeypis flatskjásjónvarp á brott, en ég veit ekki hvernig bíl hún er að tala um né hef ég heimsótt þetta tiltekna hverfi í Garðabæ, þó það sé eflaust mjög fallegt. Hún Tinna lifir í öðrum heimi en ég. Hún hlustar á tónlist sem ég hef aldrei heyrt um, talar um bíla sem ég veit ekki að eru til og kaupir föt í búðum sem ég hef aldrei heimsótt.

Við gerum oft grín að appelsínugulum gæjum í skyrtum úr olíubornu gerfiefni, en þeir gera svo sannnarlega grín að okkur líka. Ég hef orðið fyrir aðkasti þegar ég stend fyrir utan Sirkus eftir lokun. "Hey, farðu aftur að mótmæla á Kárahnjúkum!" Hrópaði draugfullur svolinn á mig svo gelmolarnir hrundu úr hárinu. Einu sinni þegar ég stóð í kebab-röð var ég kallaður "diskóhommi". Ég fattaði það ekki alveg. Ég var reyndar í rauðum jakka, það er kanski nógu flippað til að gefa í skyn að ég sé samkynhneigður og spilaði á bassa í Þú og Ég.

Ég segi að við prófum kúltúrskipti. Svona hópferðir þar sem litlir vinahópar skrá sig í "Hnakkapakkann" eða "Treflatrippið". Svo mun leiðsögumaður kynna fólki nýja og dularfulla heima. Í eitt kvöld getum við klofað yfir efrivaratóbakshrúgurnar og dansað við Grease-syrpuna á Hverfisbarnum. Þau geta öslað í skotgrafardrullunni á Sirkus og lamið plötusnúðinn.

Vinir?