þörfustu þjónarnir
Hvað myndum við gera án unglingavinnunnar?
Sigurrós bíður tuttuguþúsund manns með shitlokks og munchies í partý á Miklatúni og daginn eftir eru krakkarnir mættir að týna upp skranið. Í gærkvöldi var mikil kertafleyting á Tjörninni, sem þýðir væntanlega að núna séu þau, einsog Sigrún komst að orði, í vöðlum og með háf að veiða kertin.
Guð blessi litlu krílin, þau vinna skítuga erfiðisvinnu í átta tíma á dag og fá svona tíu þúsund krónur á mánuði fyrir það. Án þeirra væri arfi í mold, mosi í stéttum og nammibréf í ræsum. Tökum okkur tíma til að klappa þeim á kollinn og segja, "Hey. Litla pollabuxnaklædda hetja, þú ert svo sannarlega sómi Reykvískra gatna." Hann mundi svo svara með grín-unglingaröddinni sem við kunnum öll að herma eftir: "Hööö??"
Sigurrós bíður tuttuguþúsund manns með shitlokks og munchies í partý á Miklatúni og daginn eftir eru krakkarnir mættir að týna upp skranið. Í gærkvöldi var mikil kertafleyting á Tjörninni, sem þýðir væntanlega að núna séu þau, einsog Sigrún komst að orði, í vöðlum og með háf að veiða kertin.
Guð blessi litlu krílin, þau vinna skítuga erfiðisvinnu í átta tíma á dag og fá svona tíu þúsund krónur á mánuði fyrir það. Án þeirra væri arfi í mold, mosi í stéttum og nammibréf í ræsum. Tökum okkur tíma til að klappa þeim á kollinn og segja, "Hey. Litla pollabuxnaklædda hetja, þú ert svo sannarlega sómi Reykvískra gatna." Hann mundi svo svara með grín-unglingaröddinni sem við kunnum öll að herma eftir: "Hööö??"
1 Comments:
Hööö!!
HAH fyndið
Skrifa ummæli
<< Home