<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





sunnudagur, nóvember 19, 2006

Gullkindin!

**UPPDEIT**
Hér eru úrslitin. En lesa mitt fyrst.

Mér finnst alltaf gaman þegar tilnefningarnar til Gullkindarinnar koma út. Þetta er árviss viðburður þar sem hlustendur Xfm velja hallærislegustu, lélegustu og hreint út sagt ömurlegustu fyrirbæri dægurmenningarinnar á undanförnu ári. Svona líta tilnefningarnar út að þessu sinni:

Versta tímaritið
Hér og Nú
Séð og Heyrt
Ísafold
Veggfóður
Bleikt og Blátt

Hér og Nú, Séð og Heyrt og Bleikt & Blátt eru auðvitað bara hallæris klósettpappír og þykjast ekki vera neitt annað. Maður er ekki hallærislegur í alvörunni nema að maður sé að reynað vera flottur.

Ísafold hef ég ekki lesið, því kýs ég Veggfóður (þótt það sé orðið býsna þreytt að gera grín að Völu Matt).

Uppákoma ársins
Bubbi 060606
Þegar Unnur Birna datt á andlitið
DV-fárið
Ómar Ragnarsson
Ásgeir Kolbeins í Innlit/Útlit

Þetta Bubbafár var nú voða hallærislegt. Kallinn er auðvitað kóngurinn á meðal bolsins og því var mikið um aulaskapinn þar.

DV fékk mannveru til að svipta sig lífi og það var bara ófyrirgefanleg hneisa fyrir gervalla blaðamannastéttina.

Ég verð að gefa Unni Birnu skammarverðlaunin. Ég sá þetta gerast og ég er enn að strauja á mér bak-skinnið eftir aulahrollinn. Djöfull datt'ún mahrr! Kórónan datt af og rúllaði á gólfinu og allt. Wá úfff.

Klúður ársins
Opinbert bréf Róberts Marshall
Ríkislögreglustjóri
Sylvía Nótt í Evróvision
Landsliðið í fótbolta
NFS

Róbert Marshall var voða fyndinn að koma með þetta bréf þar sem hann bað Jón Ásgeir að loka ekki á NFS. Hann var auðvitað rekinn seinna um vikuna ásamt öðrum starfsmönnum stöðvarinnar.

Af hverju leggjum við ekki bara niður knattspyrnu hér á landi? Í alvöru. Þetta er svo mikið embarrassment og skömm. Þetta er einsog að horfa uppá skóladrengi á sparkvellinum í frímínútum. Og the retards fá að vera með. Hætta þessu bara. Setja peninginn í kraftlyftingar. Þar getum við eitthvað.

Versti sjónvarpsþátturinn
Örlagadagurinn
Í sjöunda himni með Hemma Gunn
Upphitunin fyrir Rockstar Supernova
Búbbarnir
Tívolí

Þetta Rockstar bullshit var algert skrensufar fyrir land og þjóð. Það er einhvernveginn þannig, að því meira sem þjóðin verður stolt og stendur saman, því meira dettum við á andlitið. Horfist í augu við staðreyndir, gott fólk: VIÐ MUNUM ALDREI VINNA NEITT.

En ég kaus Búbbana. Það er svo ófyndið að ég ætla ekki að lækka mig niður á þeirra level að tala um það. (Hvenær verður Gísli Rúnar loksins neyddur í grín-retirement?)

Versti raunveruleikaþátturinn
Íslenska bikinímódelið
Ísrael í dag
Gegndrepa
Þrándur bloggar
Frægir í form

Mig minnir að Þrándur bloggar hafi bara verið einhver bolla uppí sófa að éta Quality Street.

Gegndrepa þykir mér í meira lagi dularfullt. Fullorðið fólk að sprauta á hvort annað með vatnsbyssum? Byssó fyrir þrítuga?

Afhverju eru þessi "bikinímódel" allar einsog þær séu fertugar? Það er einhver gullin regla að allar beljur sem birtast í svona undirfatasýningum og deita knattspyrnumenn verði að vera með húð einsog gamall leðurjakki og vera með varir einsog ánamaðkar. Svo er þetta thousand yard stare ekkert að hjálpa. Þeir smekklausu aular sem hrífast af svona herfum eiga þær skilið.

Versta lagið
Snooze - Allt eða ekkert
Snooze - Taktu mig
Snooze - Alla leið
Gréta Mjöll og Hófí - Ó María
Stuðmenn feat. Birgitta - Á rölti um Reykjavík

Það er greinilegt að Snooze eru í miklu uppáhaldi hjá dómnefndinni. 'Taktu mig' er auðvitað virkilega distörbing og vel að sigrinum komið. Það er reynsla sem jafnast á við hálshöggvifjöldamorð að heyra þetta lið hvísla línur einsog, "(hann) Mér langar til að sleikja þig upp og niður! (hún) og totta þig svo, því það er manna siður!" Ég man auðvitað ekki textann en þið vitið hvað ég meina. Brrr.

Versta auglýsingaherferðin
Glitnir (þrískiptur sparnaður)
Mogginn - Changes
KFC
Mamma.is
Mekong

Bíddu, var Mekong með einhverja aðra herferð en að henda matseðlum innum bréfalúguna mína?

Þessi 'Changes' herferð var auðvitað ógeð. Það er greinilegt að þeir vildu svona epíska ímyndarauglýsingu að erlendri fyrirmynd, með einhverju íkonísku og gæsahúðargefandi rokklagi af klassíska geiranum löðrandi yfir. Það sem okkur var boðið uppá var syrpa af myndabankamyndum af svörtu hlébörðunum, ipodum og sauðaleggjum. Svo þurftum við að heyra fokking Todmobile covera David Bowie. Ég sé Eyþór Arnalds fyrir mér sveittan í hljóðverinu heima hjá honum þarna Þorvaldi að núa saman lærunum og káfa á leðurbuxnaklæddum pungnum á sér og emja einsog Bowie.

Svo var þessi mótorhjólaþeysandi rassanauðgari með kjúklingabita í plastpoka í KFC auglýsingunum alveg óheyrilega disgösting.

Ég kaus Moggann, en hefði viljað sjá lambakjötsauglýsingarnar tilnefndar. Þessar með "Kótilettumanninum". Þvílíkt ógeð! Pabbi orðaði þetta best þegar hann sagði að þetta væru eflaust auglýsingar frá svínabændum í rauninni, því enginn mundi kaupa lambakét eftir að hafa séð þennan ógeðslega barnaperralega gæja auglýsa það. Haha, pabbi fyndinn.

Versta kombakkið
Hemmi Gunn
XXX Rottweiler
Sirrý
Kalli Lú
Hvalur 9

Hvað er alltaf verið að dissa lið einsog Hemmagunn, Sirrý og FM hnakkana? Hvurslags leti og ófrumlegheit eru það? Það er svo lélegt comedy að gera grín að Sirrý og co. að maður er bara kominn á Jay Leno svæðið í grín-ömurlegheitum. Fokk that shit. Ég segi bara Hvalur 9 því hvalveiðar eru að skemma fyrir Nylon.

Versti útvarpsþátturinn
Tilnefnt er eitthvað pakk sem ég hlusta aldrei á. Ég á hvorki bíl né útvarp.

Versta platan
Biggi - Id
Friðrik Ómar - Annan Dag
Bubbi - 060606
Snorri Snorrason - Allt sem ég á
Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars - Ég skemmti mér

Horfið á þetta myndband með Bigga. Go ahead, horfiði. Ég FOKKING MANA YKKUR að þrauka til enda!


Hafið þið séð annað eins? Trúið þið þessu? Fyrst þegar ég sá þetta trúði ég nefnilega ekki að ég væri nýbúinn að sjá BIGGA Í MAUS:

a) Fara úr að ofan (manboob-alert!) og sleikja hálsinn einhverri grey stúlku.
b) Káfa á brjóstunum á téðri stúlku einsog rússneskur fangi mundi káfa á Bigmac hamborgara.
c) Skjóta sæðisfrumum úr teiknimyndakafbát.

Satt að segja var erfiðast að gleypa því að svona lélegur söngvari væri með alþjóðlegan plötudíl. Þvílík tilgerð og ömurlegheit.

Versta Myndin
Ég horfi ekki á íslenskar bíómyndir.

Versti sjónvarpsmaðurinn
Heimir Karlsson
Dóri DNA
Öll þrjú í Innlit-Útlit
Ásdís Rán
Sirrý

Hafið þið séð hana þarna Heiðu kynna Topp tuttugu listann? Hvað er þetta með þessa sjónvörpuðu poppvinsældalista og að vera einhver safnþró fyrir hæfileikalausar glyðrur með loftventil í höfðinu sem kunna ekki að tala í sjónvarpi?

Jæja þetta er mitt innlegg. Hvað finnst ykkur vanta í tilnefningarnar?
Kjósa í Gullkindinni hér.

1 Comments:

Blogger Sveinbjorn said...

Ég verð að vera ósammála þér í tímaritageiranum. Hér og heyrt vinna eftir erlendri fyrirmynd og gera það ágætlega, svo sem, þau eru með vissann standard, og hann er sá að láta manni langa til að kíkja í blaðið í röðinni í tíu ellefu. Það tekst yfirleitt.
Bleikt og blátt þar á móti er ekki á neinum standard. Ég sé þetta blað svona einu sinni á ári og alltaf verður það lélegara og lélegara. Stolnar klámmyndir af netinu, súrar greinar og einn myndaþáttur með útbrunnum strippara af Goldfinger. Hvernig er hægt að láta kynlíf og nekt ekki vera krassandi?
Svo eru KFC auglýsingarnar alveg beyond vondar. Þó að moggaauglýsingarnar eru mis, þá eru KFC auglýsingarnar something else. Þær láta mig missa matarlystina. Moggaauglýsingarnar eru slæmar, en þær láta mig þó ekki langa til að aldrei lesa aftur.

12:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home