Kúgast
Félagi minn var einu sinni með erlendan vin sinn í heimsókn. Þjóðverja að mig minnir. Eins og við mætti búast skemmti þessi ferðalangur sér konunglega á landinu og var sáttur og sæll þegar félagi minn skutlaði honum út á flugvöll. Á leiðinni rekur ferðalangurinn augun í skilti þar sem verið var að auglýsa Voga ídýfuna vinsælu. Það glaðnar yfir kappanum þegar hann sér þetta skilti og hann tilkynnir fólkinu í bílnum,
"Hey, þetta er geðveikt góð jógúrt mar!!"
Félagi minn og konan hans horfðust með hryllingi í augu og höfðu ekki hjartað í sér að segja honum sannleikann.
"Hey, þetta er geðveikt góð jógúrt mar!!"
Félagi minn og konan hans horfðust með hryllingi í augu og höfðu ekki hjartað í sér að segja honum sannleikann.
3 Comments:
hahahaha..... ojjj..!!! vogaýdífa er svoo ógeðsleg ... og langt frá því að bragðast eins og góðu ávaxta og karmellu óskars-jógúrtin... þetta er bara majónes með kryddi... gubb...
mamma vinkonu minnar hélt alltaf að þetta héti yoga ídýfa, voða hollt og heilnæmt...
Sagan er viðbjóður.
Ídýfan er gulls ígildi.
Skrifa ummæli
<< Home