Mmmmmmm
OK það besta við að búa í miðbænum er kexverksmiðjan sem pumpar ljúffengri vanilludropa/nýbakað/ömmueldhúslykt um bæinn. Þetta er einsog að vera táldreginn af lyktinni úr teiknimyndunum, sem vefur lögulegum fingri um andlit þitt og dregur þig svífandi um Laugaveginn fullan af kex-gleði.
Athugið að þessi unaður endist aðeins að bankastræti, þar sem einhver fiski-og-hundaskíts-bræðslu-fnykur tekur við.
Má ekki vera kexverksmiðja í hverju hverfi? Ég lofa að geðlund borgara mun fjúka upp í gegnum þakið. Pant fá Breiðholtskex á morgnana.
Athugið að þessi unaður endist aðeins að bankastræti, þar sem einhver fiski-og-hundaskíts-bræðslu-fnykur tekur við.
Má ekki vera kexverksmiðja í hverju hverfi? Ég lofa að geðlund borgara mun fjúka upp í gegnum þakið. Pant fá Breiðholtskex á morgnana.
9 Comments:
ssk: "ekki sammála, þar sem kökulyktin gerir mann svangan langt undan áætlun"
ssk:"betri lykt en fnikurinn á Bankastræti"
ssk:"ég er sammála, kökulykt í öll póstnúmer"
oj ertu frá breiðholti?
kveðja
birta
eh djók
kveðja
birta
ps. þetta virkar með firefox
Iss þú ert eflaust bara einhver Vesturbæjarmör. Hehe.
Gott að heyra að þetta gekk hjá þér. Don't be a stranger now.
Ohhh já. Bökunarvanilluilmshlýindi.
Sú manneskja sem ætti svona ilmvatn yrði að berja frá sér knúsin og hnusin.
Já, sú manneskja myndi eflaust ekkert kippa sér upp við það ef maður væri að hnusa af hárinu hennar í röðinni í Bónus. Hún myndi bara dæsa brosandi einsog skilningsrík móðir.
muniði samt eftir hafrarauts/rúgbrauðs lyktinni sem var í miðbænum í gamladaga. lyktin á laugarveginum breyttist uppúr næntís þá hættu allir að borða hafragraut og rúgbrauð og fóru að borða vanillukex.
Hvað ef það opnar Bernaisse sósu verksmiðja? Þá munu allir þamba gulu sósuna úr hitabrúsum í bænum.
Harpa Rún: þetta var brugglykt, held ég. Malt, rúg, og humlar í tonnatali, bráðnandi í ryðguðum tönkum.
Mmmmm...Bernaise...vildi að Askur sendi Bernaise-sósudollur með FedEx...
Skrifa ummæli
<< Home