Ég og hjartveikin.
Ég heiti Björn Þór Björnsson, árið er 2002 og í dag mun læknir gefa mér fjölmörg raflost í hjartað.
Um það bil ári fyrr byrjaði ég að fá kvíðaköst sem fylgdu hjartsláttartruflanir. Ef til vill komu kvíðaköstin útaf hjartsláttartruflununum en hvaðeina. Þetta gekk þennan vítahring, ég fékk ónot í hjartað, varð dauðskelkaður og fékk þá meiri ónot í hjartað osfv. Á skömmum tíma var ég orðinn titrandi kvíðabelgur með slæmt hjarta, einsog hamstur í hristu búri.
Sársaukinn í hjartanu var hrikalegur. Kannski ekki beint sársaukafullur einsog að klemma hnúana í bílhurð, meira svona "núna deyrðu" ógnvekjandi. Ég bókstaflega fann hjartað kreppast saman og svona sickening nísting djúpt innan í mér. Stundum var þetta svo slæmt að ég gat ekki sofið, engdist um og beið dauðans. Ég varð þunglyndur og ofsalega lífshræddur. Ég hélt í alvörunni að ég myndi deyja á hverri stundu. Eitt skiptið var ég í bíó þegar ég fékk mjög slæmt kast. Ég þurfti að stökkva út úr salnum því innan í mér var lítill indíáni að hamra á trommum án þess að halda nokkrum takti. Ég varð að láta líta á þetta.
Sem betur fer vinnur mamma á læknastofu þannig að ég fékk beinan aðgang að topp læknum. "Ömm ég fæ svona sting í hjartað, kvíðaköst og hjartsláttartruflanir..." sagði ég við lækninn. Hann tók úr mér blóð, mældi mig upp og niður, setti mæla hingað og þangað og læt mig hlaupa á færibandi. Þeir fundu ekkert að mér. En köstin og stingirnir og sársaukin voru samt til staðar og ég fékk þann kæk að vera alltaf að finna púlsinn minn á úlnliðnum og á hálsinum auk þess að kreista brjóstið á mér. Ég er enn með kækinn og er mýkri öðru megin á bringunni af öllu nuddinu og klípinu.
Svo settu þeir svona sogblöðkur á mig sem voru tengdar í upptökutæki sem var strengt utan um mittið á mér. Það drasl þurfti ég að drösla með mér út um allt. Fannst það reyndar nokkuð fyndið og leyfði öllum að sjá sem vildu. Tækið tók upp hjartsláttinn minn í sólarhring og svo var útprentun á hljóðinu analyseruð af læknum. Ekkert.
Ég var farinn að vera fastagestur í hinum ýmsu deildum spítalana. Allskyns prófanir og rugl. Aldrei fundu þeir neitt en alltaf fékk ég köstin og stingina þess á milli. Ég var kominn með nóg. Þessi sársauki var ekki ímyndun, fjandinn hafi það. Ég fann eldingu í hjartanu og stingi leiða út um æðar og niður vinstri höndina. Einn daginn myndi ég detta niður dauður og þá myndu þau sjá. Ég fór að dreyma minn eigin dauða.
Ég fékk pillur sem áttu að virka gegn svona kvíða og þær fór ég að bryðja. Svo kom að því að ég fékk versta kastið mitt. Ég brunaði niður á slysavarðstofuna. Ég óð um biðstofuna í algeru panic kasti, kreistandi bringuna. Ég fékk svoleiðis stingina og bringuherpinginn að ég saup kveljur og var fullviss um að ég myndi kveðja þetta líf í þessari biðstofu, innan um fingurbrotin börn og verkamenn með nagla í ilinni. Ég tók þessar pillur aldrei aftur.
Á endanum gáfust læknarnir upp og sögðu að fyrst þetta væru hjartsláttartruflanir, þá væri eins gott að búa þær til og sjá hvað væri að gerast inni mér. Ég var lagður inn og undirbúinn fyrir eina af mest ógnvekjandi rannsóknum sem lögð er á fólk.
Þau settu æðalegg í handabakið á mér og mér voru gefin róandi lyf. Ég lá í nokka tíma í stofu með nokkrum gömlum hjartasjúklingum sem voru annaðhvort sofandi eða dauðir. Þetta var snemma um morguninn og það var dimmt og blautt úti. Svo kom sjúkraliði sem keyrði mig út í rúminu mínu í lyftu og inn í dimma stofu. Allt í kringum mig glitti í stórar málmgræjur sem minntu einna helst á stillansa og bruggtæki. Hjúkrunarkona setti svona gubbiskál úr pappír hjá mér og lagði verkfæri niður. Svo kom læknirinn og útskýrði fyrir mér með róandi tón að slöngu yrði komið fyrir innan í mér í gegnum nefið og svo myndi hann gefa mér raflost til að stýra hjartslættinum. Semsagt að framkvæma hjartsláttartruflanir. Athugið að ég var svo sannfærður um að ég væri hjartasjúklingur að þrátt fyrir að aldrei hafi neitt fundist að mér var ég að láta trufla gang hjartans míns í mjög níðingslegri aðgerð. Við hliðina á rúminu var svona endurlífgunargræja einsog í bíómyndunum.
Læknirinn tók fram langa og mjóa slöngu með rúnuðum járn-enda. Hjúkrunarkonan smurði slönguna með deyfandi kremi og svo var henni troðið ofan í mig í gegnum nösina. "Kyngdu" sagði hún meðan ég barðist við köfnunartilfinninguna og gag-reflexið. Slöngunni var rennt niður þangað til hún staðnæmdist við vélindað. Afgangurinn af slöngunni var límdur við kinnina á mér. Allskyns dópi var pumpað í mig gegnum æðalegginn. Læknirinn stóð fyrir aftan mig og því sá ég ekkert nema dimmt herbergið fyrir framan mig og slöngu ganga inn í mig. Hann hleypti á strauminum.
Tilfinningunni er ekki beint hægt að lýsa, öðruvísi en að ég var að fá rafmagn í hjartað. Ég herptist allur saman og andaði hratt með augun galopin. ég fékk blóðbragð í munninn og þrátt fyrir að það væri vont vegna æðaleggsins, kreppti ég hnefana eins fast og ég gat. ég kipptist við við hvert rafstuð. Þarna fékk ég að kynnast alvöru hjartsláttartruflunum. Takturinn í raflostunum var óreglulegur og ofbeldisfullur. Ég bað þá um að hætta, en það þurfti að klára þetta. Nokkrum lostum síðar var mér trollað aftur út og upp í herbergi. Ég var með svo mikinn náladofa í andlitinu að ég gat ekki talað. Ég lá uppgefinn og tómur restina af deginum og svaf betur en ég hafði gert í langan tíma innan um gömlu kallana sem voru annaðhvort sofandi eða dauðir. Niðurstaðan úr þessari martröð var að ég væri stálsleginn ungur maður og að það væri ekkert að mér.
Eftir þetta sagði ég bara fokkitt. Það var ekkert að mér. Þetta var bara dæmi um það að heilinn sé sterkari en líkaminn. Þetta var bara ímyndun býst ég við. Það var einsog að þessi aðgerð hafi verið löðrungurinn í andlitið sem ég þurfti. Þegar kvíðinn fór að gera vart við sig eftir þetta, sagði ég bara "shut up" einsog Kevin í Home Alone þegar hann vann bug á hræðslunni við kyndiofninn í kjallaranum. Smám saman varð kvíðinn minni hluti af lífi mínu. Ég leitaði líka til grasalækna og nálastunguliðs og það hjálpaði (þótt það sé ultimate lyfleysu meðferðin). Ég lærði að hafa stjórn á heilanum í mér og fór að geta lifað eðlilega.
Ég er ekki alveg laus við þetta í dag. Þegar ég verð þunnur fæ ég stundum ónot og aðsvifstilfinningu og ég fæ einstaka kvíðakast en ég mundi segja að ég væri fínn núna. Ég náði reyndar að þróa með mér rosalega fóbíu fyrir að sitja í mannmergð í myrkri þannig að bíóferðir, leikhús og slíkt... forget it.
Þetta var semsagt sagan af því þegar ég var hjartasjúklingur og fékk raflost í hjartað. Ég mæli ekki með því.
Um það bil ári fyrr byrjaði ég að fá kvíðaköst sem fylgdu hjartsláttartruflanir. Ef til vill komu kvíðaköstin útaf hjartsláttartruflununum en hvaðeina. Þetta gekk þennan vítahring, ég fékk ónot í hjartað, varð dauðskelkaður og fékk þá meiri ónot í hjartað osfv. Á skömmum tíma var ég orðinn titrandi kvíðabelgur með slæmt hjarta, einsog hamstur í hristu búri.
Sársaukinn í hjartanu var hrikalegur. Kannski ekki beint sársaukafullur einsog að klemma hnúana í bílhurð, meira svona "núna deyrðu" ógnvekjandi. Ég bókstaflega fann hjartað kreppast saman og svona sickening nísting djúpt innan í mér. Stundum var þetta svo slæmt að ég gat ekki sofið, engdist um og beið dauðans. Ég varð þunglyndur og ofsalega lífshræddur. Ég hélt í alvörunni að ég myndi deyja á hverri stundu. Eitt skiptið var ég í bíó þegar ég fékk mjög slæmt kast. Ég þurfti að stökkva út úr salnum því innan í mér var lítill indíáni að hamra á trommum án þess að halda nokkrum takti. Ég varð að láta líta á þetta.
Sem betur fer vinnur mamma á læknastofu þannig að ég fékk beinan aðgang að topp læknum. "Ömm ég fæ svona sting í hjartað, kvíðaköst og hjartsláttartruflanir..." sagði ég við lækninn. Hann tók úr mér blóð, mældi mig upp og niður, setti mæla hingað og þangað og læt mig hlaupa á færibandi. Þeir fundu ekkert að mér. En köstin og stingirnir og sársaukin voru samt til staðar og ég fékk þann kæk að vera alltaf að finna púlsinn minn á úlnliðnum og á hálsinum auk þess að kreista brjóstið á mér. Ég er enn með kækinn og er mýkri öðru megin á bringunni af öllu nuddinu og klípinu.
Svo settu þeir svona sogblöðkur á mig sem voru tengdar í upptökutæki sem var strengt utan um mittið á mér. Það drasl þurfti ég að drösla með mér út um allt. Fannst það reyndar nokkuð fyndið og leyfði öllum að sjá sem vildu. Tækið tók upp hjartsláttinn minn í sólarhring og svo var útprentun á hljóðinu analyseruð af læknum. Ekkert.
Ég var farinn að vera fastagestur í hinum ýmsu deildum spítalana. Allskyns prófanir og rugl. Aldrei fundu þeir neitt en alltaf fékk ég köstin og stingina þess á milli. Ég var kominn með nóg. Þessi sársauki var ekki ímyndun, fjandinn hafi það. Ég fann eldingu í hjartanu og stingi leiða út um æðar og niður vinstri höndina. Einn daginn myndi ég detta niður dauður og þá myndu þau sjá. Ég fór að dreyma minn eigin dauða.
Ég fékk pillur sem áttu að virka gegn svona kvíða og þær fór ég að bryðja. Svo kom að því að ég fékk versta kastið mitt. Ég brunaði niður á slysavarðstofuna. Ég óð um biðstofuna í algeru panic kasti, kreistandi bringuna. Ég fékk svoleiðis stingina og bringuherpinginn að ég saup kveljur og var fullviss um að ég myndi kveðja þetta líf í þessari biðstofu, innan um fingurbrotin börn og verkamenn með nagla í ilinni. Ég tók þessar pillur aldrei aftur.
Á endanum gáfust læknarnir upp og sögðu að fyrst þetta væru hjartsláttartruflanir, þá væri eins gott að búa þær til og sjá hvað væri að gerast inni mér. Ég var lagður inn og undirbúinn fyrir eina af mest ógnvekjandi rannsóknum sem lögð er á fólk.
Þau settu æðalegg í handabakið á mér og mér voru gefin róandi lyf. Ég lá í nokka tíma í stofu með nokkrum gömlum hjartasjúklingum sem voru annaðhvort sofandi eða dauðir. Þetta var snemma um morguninn og það var dimmt og blautt úti. Svo kom sjúkraliði sem keyrði mig út í rúminu mínu í lyftu og inn í dimma stofu. Allt í kringum mig glitti í stórar málmgræjur sem minntu einna helst á stillansa og bruggtæki. Hjúkrunarkona setti svona gubbiskál úr pappír hjá mér og lagði verkfæri niður. Svo kom læknirinn og útskýrði fyrir mér með róandi tón að slöngu yrði komið fyrir innan í mér í gegnum nefið og svo myndi hann gefa mér raflost til að stýra hjartslættinum. Semsagt að framkvæma hjartsláttartruflanir. Athugið að ég var svo sannfærður um að ég væri hjartasjúklingur að þrátt fyrir að aldrei hafi neitt fundist að mér var ég að láta trufla gang hjartans míns í mjög níðingslegri aðgerð. Við hliðina á rúminu var svona endurlífgunargræja einsog í bíómyndunum.
Læknirinn tók fram langa og mjóa slöngu með rúnuðum járn-enda. Hjúkrunarkonan smurði slönguna með deyfandi kremi og svo var henni troðið ofan í mig í gegnum nösina. "Kyngdu" sagði hún meðan ég barðist við köfnunartilfinninguna og gag-reflexið. Slöngunni var rennt niður þangað til hún staðnæmdist við vélindað. Afgangurinn af slöngunni var límdur við kinnina á mér. Allskyns dópi var pumpað í mig gegnum æðalegginn. Læknirinn stóð fyrir aftan mig og því sá ég ekkert nema dimmt herbergið fyrir framan mig og slöngu ganga inn í mig. Hann hleypti á strauminum.
Tilfinningunni er ekki beint hægt að lýsa, öðruvísi en að ég var að fá rafmagn í hjartað. Ég herptist allur saman og andaði hratt með augun galopin. ég fékk blóðbragð í munninn og þrátt fyrir að það væri vont vegna æðaleggsins, kreppti ég hnefana eins fast og ég gat. ég kipptist við við hvert rafstuð. Þarna fékk ég að kynnast alvöru hjartsláttartruflunum. Takturinn í raflostunum var óreglulegur og ofbeldisfullur. Ég bað þá um að hætta, en það þurfti að klára þetta. Nokkrum lostum síðar var mér trollað aftur út og upp í herbergi. Ég var með svo mikinn náladofa í andlitinu að ég gat ekki talað. Ég lá uppgefinn og tómur restina af deginum og svaf betur en ég hafði gert í langan tíma innan um gömlu kallana sem voru annaðhvort sofandi eða dauðir. Niðurstaðan úr þessari martröð var að ég væri stálsleginn ungur maður og að það væri ekkert að mér.
Eftir þetta sagði ég bara fokkitt. Það var ekkert að mér. Þetta var bara dæmi um það að heilinn sé sterkari en líkaminn. Þetta var bara ímyndun býst ég við. Það var einsog að þessi aðgerð hafi verið löðrungurinn í andlitið sem ég þurfti. Þegar kvíðinn fór að gera vart við sig eftir þetta, sagði ég bara "shut up" einsog Kevin í Home Alone þegar hann vann bug á hræðslunni við kyndiofninn í kjallaranum. Smám saman varð kvíðinn minni hluti af lífi mínu. Ég leitaði líka til grasalækna og nálastunguliðs og það hjálpaði (þótt það sé ultimate lyfleysu meðferðin). Ég lærði að hafa stjórn á heilanum í mér og fór að geta lifað eðlilega.
Ég er ekki alveg laus við þetta í dag. Þegar ég verð þunnur fæ ég stundum ónot og aðsvifstilfinningu og ég fæ einstaka kvíðakast en ég mundi segja að ég væri fínn núna. Ég náði reyndar að þróa með mér rosalega fóbíu fyrir að sitja í mannmergð í myrkri þannig að bíóferðir, leikhús og slíkt... forget it.
Þetta var semsagt sagan af því þegar ég var hjartasjúklingur og fékk raflost í hjartað. Ég mæli ekki með því.
7 Comments:
BJÖLLI KLIKK!!
hahahaha... þetta er alveg hreinnt ótrúlegt að læknarnir hafi í alvöru látið allt þetta eftir þér...
á mínum heimaslóðum hefði ég fengið þetta andlits högg við fyrsta kvein... en hei þú ert stálsleginn og það er það sem gildir í dag... til hamingu með það...
Þó að dramatíkin hafi verið skrúfuð upp til hins ýtrasta hér (og sumt logið) þá var sársaukinn ekta og ég stend við það.
Iss þú varst líka alin upp á spáni þar sem krabbamein er merki um aulaskap.
OMG ég skal biðja fyrir þér Bjössi
elsku kallinn minn.... ég held að það séu færri í dag sem eru ekki með kvíða en þeir sem eru með kvíða!
i feel your pain..
see you tomorrow luv
úff skerí.. ég skil þig samt alveg.. ég fór í áhættumat hjá hjartavernd til að vera viss um að allt væri í lagi hjá mér (þrátt fyrir að vera ekki með nein einkenni um annað..)
gott þúrt í lagi:*
vá þegar þú tekur þetta svona saman þá hljómar þetta ekkert smá dramatískt...þetta er eins og oprah lífsreynslusaga.
Skrifa ummæli
<< Home