<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





fimmtudagur, mars 01, 2007

Andnauð

Björn fer á Einkabankann til að borga leiguna sína.

Einkabankinn biður um notendanafn, lykilorð og sjö stafa talnarunu úr Auðkennislyklinum.

Björn slær þessar upplýsingar inn með gremju og bölvar Auðkennislyklinum.

Einkabankinn tilkynnir að lykilorðinu þurfi að breyta. Einkabankinn biður um að notendanafn sé slegið inn aftur, auk gamla lykilorðsins og þess nýja. Tvisvar.

Björn er vanur því að þurfa að breyta lykilorðinu á mánaðarfresti eða svo og slær því inn notendanafnið, gamla lykilorðið: ******4 og það nýja, *****5. Tvisvar.

Einkabankinn tilkynnir að (væntanlega vegna nýrra öryggisráðstafana) að lykilorðið þurfi nú að vera amk 8 stafir.

Björn slær inn notendanafnið, syrgir gamla lykilorðið og semur nýtt, sem er 8 stafir. Slær það inn: ********. Tvisvar.

Einkabankinn tilkynnir að ekki mega allir stafirnir vera bókstafir.

Björn þerrar pirrings-svitann af gagnauganu og bætir tölustaf við lykilorðið og slær inn notendanafnið og nýja lykilorðið: ********1. Tvisvar.

Einkabankinn samþykkir lykilorðið og útskráir Björn.

Einkabankinn biður um notendanafn, lykilorð og sjö stafa talnarunu úr Auðkennislyklinum.

Björn slær þessar upplýsingar inn með gremju og bölvar Auðkennislyklinum.


- - - -


Fyrirgefðu, heiti ég Sir Akkbar Diamondsacks III, trilljarðamæringur og áhættufjársýslumaður frá Mónakó? Ertu ekki að djóka með þetta öryggisatriða-bullshit?

Ég efast um að á þessari stundu sé einhver hópur háþróaðra sæber-glæpamanna í Valentino-jakkafötum í Zurich að hakka sig inn í einkabankann minn. "Mein gott!! Hiz passworhd contains EIGHT characters! Und eine tölushtafen! Wat do we do, mr. Silo?" Mr. Silo dregur smók úr More 100s. "Ve must get his Accez-key!"

Ég hef meiri áhyggjur af því að týna kortinu mínu og að reikningnum mínum verði sturtað í vasa Geira í Goldfinger, skiluru? Ég held í alvörunni að heimabankanum mínum sé óhætt.

...

Og má ég stinga Auðkennislyklinum upp í pissugatið á fíflinu sem gabbaði bankana til að neyða þessu á okkur?

Djöfull göbbuðu þeir þá. Einhverjir sleipir athafnamenn hræddu Björgólf til að kaupa þetta drasl. Ég er viss um að Björgólfur, sem á trilljarða sterlingsdollara í Cayman-eyjum er daglegt skotmark Mr. Silo og skósveina hans, taldi þetta miklvægt til að vernda þrútnar bankainnistæður sínar. Hann þarf eflaust Dimmblá til að komast inn á heimabankann sinn.

En komm on. Er aumkunarverði fimmtánþúsundkallinn á reikningnum hans Brjánsa Busa virkilega þess virði að bola allri þjóðinni í að grenja af ergelsi yfir þessu plast-ógeði? Þessari Lyklakippu Lúsífers? Símboða Satans?

4 Comments:

Blogger Ragnar Freyr said...

Amen!

Enn verra að vera íslendingur búsettur úti. Í fyrsta lagi var ekki hægt að fá lykilinn sendan beint út og þurfti ég að láta senda hann til tengdaforeldra minna sem síðan þurftu að senda hann út. Þegar ég svo loksins ætlaði að skrá mig inn á þessu apparati þurfti ég íslenskt símanúmer til að fara einhverja GSM varaleið. Sem betur fer var ég ekki búinn að segja upp símreikningnum frá Íslandi (eitthvað sem ég hef ætlað að gera lengi) og gat því skipt um kort og farið alla leið.

Ég er svo hjartanlega sammála þér með þetta ljóta apparat.

3:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hérna í svíþjóð finnst öllum þetta vera ógeð mikið design...skiluru. mér finnst þetta samt bjánalegt apparat. heyr heyr :þ - solla vinkona jónínu

8:43 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Krakkar, eigum við ekki bara að gera eitthvað í þessu? Við Sóley getum ógnað þeim með hnefunum. Og ef það virkar ekki, Hendir Raggi bara Pöndunni á borðið og bræðir hjörtu þeirra.

11:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju ekki bara að senda öllum lítinn sætan fingrafaraskanna?

Þá gætiru notað fingrafaraskanna vinar þíns, skiluru, því ÞINN reikningur vistaði inn hvað-svo-sem fingrafaraskanninn les úr frönskusveittum vísifingri þínum.

Press-and-Go (R)

6:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home