<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, febrúar 17, 2007

Búbbel

Æsland má núna svo sannarlega telja meðal nútímaþjóða, því í kvöld verður froðupartý á næturklúbbinum Trix í Keflavík.

Smella til að lesa:


Í hvernig klæðnaði mætir maður á svona lagað? Ætli einhver hafi dáið áfengisdauða á gólfinu í svona partý og drukknað og/eða verið troðinn undir? Er maður ekki allur út í einhverri ógeðis skán daginn eftir? Gólfið hlýtur að verða flughált í svona freyðeríi. Ætli fólk í stífum dansi renni ekki til og mölvi á sér höfuðið? Svo margar spurningar.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mann mætir í engum nærbuxum, í almennilegu Íbíza froðudiskóteki er káfað og engunn veit hver er að káfa því froðan felur það...þetta er menning

2:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eða maður mætir bara í smekkbuxum og gúmmítúttum.

Líka fyndið að þeir þora ekki til Reykjavíkur. Bara dreifararnir sem fá að njóta hámenningarinnar: Reykjanæsbær, Akureyri, Vestmannaeyjar og Egilsstaðir.

Ó það böl og sú pína að búa í espressóþambandi og bókalesandi Reykjavík.

12:21 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Ég verð að segja að ég er pínu svekktur að fá ekki froðuna hingað. Ég væri alveg til í að dansa við Basshunter með svona froðu-jólasveinaskegg.

12:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...eða sápu-hanakamb...

1:53 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já eða froðu-smekkbuxum.

1:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stjörnusokkar eru málið, þeir virka líka í hálku.

10:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home