Ráðstefnan
Ég hef verið að leita að verðugri umræðu um Ráðstefnuna þar sem rætt er um málið á heilbrigðan og gáfulegan hátt. Mér finnst sú umræða hafin hjá Halla. Margt er þarna til að bleyta hausinn með. Farið þangað að lesa.
Nenni ekki að opna fyrir þessa umræðu hér, en ég vil þó koma á framfæri hluta langlokukommentsins sem ég skildi eftir hjá Halla:
Mér er skítsama um að eitthvað klámpakk sé að vélsleðast einhversstaðar uppá fnjúk.
Klám er kanski böl en við sem þjóð höfum verið tengd við milljón sinnum verri hluti en að vera vettvangur fyrir internetklámmógúlapartý. Hvernig væri að nota þessa tryllingsorku og brjóta niður stíflur og fordóma og of lága dóma í nauðgunarmálum?
Þessir gæjar eru ekki að koma hingað til að selja kynlífsþræla fyrir kókaínpening. Leyfum þessum greyum með svörtu og ljótu sálirnar bara vera. Hættum að væla um örlög klámkynslóðar Bandaríkjanna. Við eigum börn, konur og óbyggðir sem er verið að lemja, nauðga og drepa hérna í bakgarðinum okkar. Notum frekar orkuna í að vernda þau.
***UPPDEIT***
Heyrðu bíddu, ég vissi þetta ekki. Það er BÚIÐ að banna ráðstefnuna!!
Hvað djöfulsins DJÖFULSINS rugl er það!! Mega bara hvaða loftbelgir sem er tuðra í fréttunum og þá er fólki BANNAÐ að koma til landsins?!? Ég er ekki að tala um klám hér. Ég er að tala um að það má greinilega núna þrýsta stjórnvöld til að henda fólki úr landi.
Eigum við ekki bara að hafa fólk niðrá Leifsstöð sem bendir á óæskilega og viðkomandi er vísað aftur inní vél?
Hendum þá bara ofbeldisfólki í miðbænum, fólki sem kann ekki muninn á V og W og Gúnda frænda sem skuldar mer fimmþúsundkall líka frá landi. Almáttugur!
Nenni ekki að býsnast yfir þessu meir. Ég er farinn í labbitúr. Ég veit þó að ég rekst ekki á klámhunda sem eru að selja krakkbörn.
Nenni ekki að opna fyrir þessa umræðu hér, en ég vil þó koma á framfæri hluta langlokukommentsins sem ég skildi eftir hjá Halla:
Mér er skítsama um að eitthvað klámpakk sé að vélsleðast einhversstaðar uppá fnjúk.
Klám er kanski böl en við sem þjóð höfum verið tengd við milljón sinnum verri hluti en að vera vettvangur fyrir internetklámmógúlapartý. Hvernig væri að nota þessa tryllingsorku og brjóta niður stíflur og fordóma og of lága dóma í nauðgunarmálum?
Þessir gæjar eru ekki að koma hingað til að selja kynlífsþræla fyrir kókaínpening. Leyfum þessum greyum með svörtu og ljótu sálirnar bara vera. Hættum að væla um örlög klámkynslóðar Bandaríkjanna. Við eigum börn, konur og óbyggðir sem er verið að lemja, nauðga og drepa hérna í bakgarðinum okkar. Notum frekar orkuna í að vernda þau.
***UPPDEIT***
Heyrðu bíddu, ég vissi þetta ekki. Það er BÚIÐ að banna ráðstefnuna!!
Hvað djöfulsins DJÖFULSINS rugl er það!! Mega bara hvaða loftbelgir sem er tuðra í fréttunum og þá er fólki BANNAÐ að koma til landsins?!? Ég er ekki að tala um klám hér. Ég er að tala um að það má greinilega núna þrýsta stjórnvöld til að henda fólki úr landi.
Eigum við ekki bara að hafa fólk niðrá Leifsstöð sem bendir á óæskilega og viðkomandi er vísað aftur inní vél?
Hendum þá bara ofbeldisfólki í miðbænum, fólki sem kann ekki muninn á V og W og Gúnda frænda sem skuldar mer fimmþúsundkall líka frá landi. Almáttugur!
Nenni ekki að býsnast yfir þessu meir. Ég er farinn í labbitúr. Ég veit þó að ég rekst ekki á klámhunda sem eru að selja krakkbörn.
7 Comments:
þú lætur pinku eins og því hafi ekki verið mótmælt..
það er nottla að miklu leyti sama fólkið sem er búið að mótmæla of lágum dómum í nauðgunarmálum en það skilar bara engu..
svo er líka hellingur af fólki búið að tryllast yfir stíflum og þannig en það skilar heldur engu,..
kannski er bara jákvætt að mótmæli pöpulsins séu loksins farin að skila einhverjum árangri;)
mér er amk skítsama þó eitthvað klámpakk sé ekki að vélsleðast einhverstaðar uppá fnjúk
ég vill klámframleiðendur hingað og hana nú..
hvaða fokkin væll er þetta... greyið fólkið er bara túristar - þó fólki líki illa hvað þau gera sér að atvinnu í sínu heimalandi er ekki til umræðu
ég er á því að þetta sé fasismi og slippery slope sem erfitt verður að stoppa ef við eigum að fara skipta okkur að svona hlutum
og hana nú!!
dd
Þetta er svo skrýtið.
Þetta lið ætti að fá að halda ráðstefnuna, og allir sem vildu mótmæla mættu mótmæla.
Það er samt ekkert skrýtið að hótelið hafi kannski neitað þeim um gistingu eftir að þetta varð hitamál, til að vernda aðeins prívasí allra annarra gesta (ég skil og virði það sjónarmið) en það eru jú önnur hótel á Íslandi.
Það versta er auðvitað að hópurinn sem "hélt mest með þeim" eru mestmegnis ungir karlmenn sem líta öðrum augum á klám en aðrar kynslóðir, og það litar þessa undarlegu "frelsisbaráttu" aðeins mikið og blurrar pointið með mótmælunum, þúveist?
Ef allir hefðu slakað aðeins á "helvítis feministar" í öllum milljón útgáfunum þá kannski hefði einhver hlustað.
Dröfn sagði þetta: þeir eru túristar, og koma hingað sem slíkir. Aungvir sölubásar í Laugardalshöll.
(en samt VEIT ÉG að eitthvað slúðurblað myndi enda með myndir af tveimur klámgellum í kringum einhvern íslenskan leikara, og aðra mynd af einum klámpródúser með sjö fáklæddar íslenzkar glyðrur í fanginu, og fyrirsagnir sem særa blygðunarkennd hörðustu glæpamanna)
Ég vil setja þessa semi-fasísku uppákomu í sama hatt og þegar Falun Gong var bannað að koma hingað.
Með nægilegum þrýstingi má fá stjórnvöld til að skella hliðinu að landinu til að bjarga andliti. Hvort sem það er kínverska ríkisstjórnin eða ógnarþungi íslenskra kvenna.
EN það er hárrétt að S&H hefði sko sent ljósmyndarasnáp á staðinn. Myndirnar hefðu verið krassandi, svo eitt er víst.
Svo var ég að lesa núna að bændagistingin sem hætti við að leyfa þeim að gista er með blússandi pay-per-wank hardcore pornó stöðvar í herbergjunum.
- - -
Og í kvöldfréttunum:
Vinstri Grænir féllust í faðma á landsfundi og undir dynjandi lófataki þökkuðu þau landsmönnum samstöðuna og viljann að bægja þessum klámdurgum frá.
Það mætti halda að þetta hafi verið Fróði, Gandálfur og Sómi að fagna eftir að hafa vísað Sáron frá Miðgarði.
Mér fallast hendur.
snowgathering.com:
Blocked by Websense
Your organization's Internet use policy restricts access to this web page at this time.
Reason:
The Websense category "Adult Content" is filtered.
Mhmm. Bannað!
adult women taking their clothes off - by their own choice, without any pressure or threat - than about the extinction of living creatures like whales! slaughtered against their own will!
Já já
hvalir=konur
svo tala þeir um að nauðga eigi íslenskum feminista konum á íslandi hressilega því þeim vanti það og margt margt annað sem er asnalegt og ljót
já fyrst var ég sammála að það væri í lagi að leyfa fólkinu að halda ráðstefnuna en allt sem þetta fólk hefur bloggað eftir að þeim var bannað að koma hingað er viðbjóður. Og er ég nú guðs lifandi fegin að þetta lið kom ekki hingað, það gengur ekki heilt til skógar
Skrifa ummæli
<< Home