Traveling Wilburys
Þá er loksins farin að koma einhver mynd á ferðaplönin í sumar. Ég sem sá framá að sitja hérna heima með konunni í allt sumar, að laga til í garðinum. Við erum nú þegar búinn að saga greinar, eitra fyrir fíflum og fjarlægja runna með rótum. Mér tókst meiraðsegja að reka hnúana í grindverk meðan ég var að höggva á rætur með skóflu. Ég skildi eftir fjórar hnúa-stórar dældir í grindverkinu og núna er ég með átta hnúa (þeir eru allir splittaðir í tvennt sko). En þar sem ég er að skrifa þetta núna sést að ég er óbrotinn. Takk fyrir umhyggjuna.
Það fyrsta á dagskrá er að stýra skútunni í Breiðarfjörðinn til Flateyjar. Þar á famelían hennar Jónínu sumarhús og þar verður tekin helgi í lok þessa mánaðar. Eyjan er mjög lítil af myndum og frásögum að dæma. Ég sé hana fyrir mér sem orðabókar litlu-eyju: eitt hús, eitt tré og einn bíll sem maður er ekki alveg að skilja hvert eigi að aka. Eflaust mjög stuttur rúnturinn á Flatey. Ef það væru ökuhnakkar þarna myndu þeir hlusta á mixteip með engu nema skits og intróum (því þau eru svo stutt sko). Hverju sem líður, þá á að vera rosa fallegt þarna og gott veður. Við munum sigla á milli eynna, stela dún af fuglunum (greyin, verður þeim ekki kalt?) og syngja skit og intro í félagsheimilinu.
Um verslunarmannahelgina er það sjálf Kaupmannahöfn, einsog virðist vera trendið í sumar. Svenni var eitthvað að kúabjallast þarna og Katrín borðar ímyndunar Nörrebro kebabs. Við Jónína munum hjálpa Pabba við að setja upp sýningu um Jónas Hallgrímsson þarna ytra og því er það Jónas sem borgar flug og gistingu. Okkur fannst auðvitað málið að nýta tækifærið og kíkja á Rolling Stones spila í Parken á sunnudeginum. Upphitunaratriðin eru ekki af verri endanum: Skriðjöklarnir og Pláhnetan! Djók, það er Van Morrison.
En það er auðvitað ekkert sumar án þess að taka tripp til Víkur einsog ég reyni að gera á hverju ári. Þá er sko rúnturinn svona:
Eden
Álnavörubúðin í Hveragerði
Seljalandsfoss
Seljavallalaug
Dyrhólaey
Víkurbaðstofa
Heljarstökk á golfvellinum
Djamm á fjörunni
Og auðvitað smá sörfing
Það fyrsta á dagskrá er að stýra skútunni í Breiðarfjörðinn til Flateyjar. Þar á famelían hennar Jónínu sumarhús og þar verður tekin helgi í lok þessa mánaðar. Eyjan er mjög lítil af myndum og frásögum að dæma. Ég sé hana fyrir mér sem orðabókar litlu-eyju: eitt hús, eitt tré og einn bíll sem maður er ekki alveg að skilja hvert eigi að aka. Eflaust mjög stuttur rúnturinn á Flatey. Ef það væru ökuhnakkar þarna myndu þeir hlusta á mixteip með engu nema skits og intróum (því þau eru svo stutt sko). Hverju sem líður, þá á að vera rosa fallegt þarna og gott veður. Við munum sigla á milli eynna, stela dún af fuglunum (greyin, verður þeim ekki kalt?) og syngja skit og intro í félagsheimilinu.
Um verslunarmannahelgina er það sjálf Kaupmannahöfn, einsog virðist vera trendið í sumar. Svenni var eitthvað að kúabjallast þarna og Katrín borðar ímyndunar Nörrebro kebabs. Við Jónína munum hjálpa Pabba við að setja upp sýningu um Jónas Hallgrímsson þarna ytra og því er það Jónas sem borgar flug og gistingu. Okkur fannst auðvitað málið að nýta tækifærið og kíkja á Rolling Stones spila í Parken á sunnudeginum. Upphitunaratriðin eru ekki af verri endanum: Skriðjöklarnir og Pláhnetan! Djók, það er Van Morrison.
En það er auðvitað ekkert sumar án þess að taka tripp til Víkur einsog ég reyni að gera á hverju ári. Þá er sko rúnturinn svona:
Eden
Álnavörubúðin í Hveragerði
Seljalandsfoss
Seljavallalaug
Dyrhólaey
Víkurbaðstofa
Heljarstökk á golfvellinum
Djamm á fjörunni
Og auðvitað smá sörfing
3 Comments:
Va, en gaman!
alltaf töff þessar myndir
Við tökum stökkið niður sand-fjallið aftur erþaggi!
Skrifa ummæli
<< Home