THE SOFT ROCK MANIFESTO
(Fyrsta uppkast)
Í of langan tíma höfum við látið stjórnast af töffaraskap. Sá sem segir minnst og krossleggur hendurnar í ískaldri afstöðu er mest metinn. Tilgerð, elítismi og almennt snobb eru helstu böl okkar kynslóðar.
Á meðan dætur borgarinnar sitja saman í myrkrinu og senda ill augnarráð í allar áttir eru buxnaþröngir og niðurnjörfaðir prinsar næturinnar negldir við barborð volæðisins. Hræðslan við að missa "kúlið" er svo yfirþyrmandi að fætur breytast í lím-kítti og kvöldið verður ein súpa af sjálfs-efa og illa ígrunduðum stælum. Þessi stemning berst um allt dansgólfið svo hin ungu eru sem uppvakningar án svipbrigða og mannlegra samskipta.
Vélrænt tekknóbítið er þjóðsöngur hinna sálarlausu.
Það er kominn tími til á breytingu í hugarfari. Við þurfum að frelsa hugann undan ánauð þess sem þykir hipp og kúl.
Ekki gera það sem er töff, heldur það sem er skemmtilegt.
Skiptum út tísku-gallabuxum fyrir blaktandi hör-efni. leður út og silki inn. Færum okkur af klístrugu dansgólfi Reykjavíkur yfir á ylvolgar strendur Mexíkóflóa.
Við köllum til tónlistarlegrar byltingar og endurskipulags sálarinnar.
Soft Rock snekkjan er lögð í höfn.
Hvað:
Soft Rock Partý #3
Hvar:
Barinn, Laugavegi 22
Hvenær:
Miðvikudaginn 6. júní frá kl. 22:00
Fram koma:
Plötusnúðarnir Bobby Smooth og Kokomo
Á meðan dætur borgarinnar sitja saman í myrkrinu og senda ill augnarráð í allar áttir eru buxnaþröngir og niðurnjörfaðir prinsar næturinnar negldir við barborð volæðisins. Hræðslan við að missa "kúlið" er svo yfirþyrmandi að fætur breytast í lím-kítti og kvöldið verður ein súpa af sjálfs-efa og illa ígrunduðum stælum. Þessi stemning berst um allt dansgólfið svo hin ungu eru sem uppvakningar án svipbrigða og mannlegra samskipta.
Vélrænt tekknóbítið er þjóðsöngur hinna sálarlausu.
Það er kominn tími til á breytingu í hugarfari. Við þurfum að frelsa hugann undan ánauð þess sem þykir hipp og kúl.
Ekki gera það sem er töff, heldur það sem er skemmtilegt.
Skiptum út tísku-gallabuxum fyrir blaktandi hör-efni. leður út og silki inn. Færum okkur af klístrugu dansgólfi Reykjavíkur yfir á ylvolgar strendur Mexíkóflóa.
Við köllum til tónlistarlegrar byltingar og endurskipulags sálarinnar.
Soft Rock snekkjan er lögð í höfn.
Hvað:
Soft Rock Partý #3
Hvar:
Barinn, Laugavegi 22
Hvenær:
Miðvikudaginn 6. júní frá kl. 22:00
Fram koma:
Plötusnúðarnir Bobby Smooth og Kokomo
3 Comments:
Snilldin lekur úr pennanum þínum.
Digg
það var vel smúúúúðð í gær darlings takk fyrir mig og já Bobby for president..
niður með leður og upp með silki og fjaðurblásið hár
sweet jesus it´s smooth
dd
Skrifa ummæli
<< Home