Menningarbrölt
Hér er Ballöðu-apprúfd listi yfir það skemmtilega sem er að gerast í dag. Mundu: Ef það er ekki listað hér, þá er það glatað og er ekki hugsandi fólki samboðið. Ef einhver býður þér eitthvað annað, þá er það bara bolagildra og inniheldur án vafa eldgleypa, Götuleikhusið eða annað eins hallæri. OK dembum okkur í þetta:
Heilsuverndarstöðin Barónsstíg 12:00-18:00
Smá hlutdrægni fyrst. Við pabbi (og fleiri) unnum að því alla vikuna að setja upp sýningu um leikbrúðugerð á Íslandi. Alveg ferlega gaman að nördast smá og skoða ógrynni af handgerðum strengjabrúðum. Strengjabrúður eru kúl er það ekki? Amk eftir Being John Malcovich. Svo er þetta hús líka svo ótrúlega flott.
Tjörnin 10:00-22:00
Jónína og hinar hetjurnar í Siglunesi munu vera með bátaleigu á tjörninni. Ég garantera ykkur fremst í röð ef þið segið að ég hafi sent ykkur (og ef þið hótið börnunum í röðinni að hleypa ykkur framfyrir). Það er ekki oft sem maður getur róað um tjörnina. Stráhattar skilyrði.
Listasafn Einars Jónssonar (hliðiná Hallgrímskirkju) 15:00
Diljá og Örn stjórna heimsmetstilraun í hvíslileik. Hver vill ekki eyða nokkrum mínútum í að hvísla fögur orð í eyru ókunnugs fólks?
Naked Ape 15:00-??
Listasýningaropnun, DJ Yamaho og Jack Schidt. Stuð og partý.
TM Húsið, Aðalstræti 12:00-20:00
Krakkarnir á útskriftarárinu í hönnun í LHÍ selja listaverk, boli og sálu sína (fyrir rétta upphæð). Hjálpið sveltandi hönnunarnemum.
Gallerí Auga Fyrir Auga, Hverfisgötu 35 15:00-??
Hirðljósmyndari fallega fólksins, Jói Kjartans opnar Sirkusár, sýningu sína um Sirkus. Ég hef séð og lofa mergjuðum myndum af Sirkusgestum í mis annarlegu ástandi.
Forynja Tryggvagötu 16 18:00-??
Sara Naktiapi opnar loksins nýju búðina sína. Ég segi í fullri einlægni og alvöru að þetta verður klikkaðslega mergjaðslega ofsageggjað. Sjáumst þar.
Nasa 18:30-??
Gus Gus verur með tvo tónleika. Einn klukkan hálfsjö þar sem er 20 ára HÁMARKSaldur, sem er mjög sniðugt og svo fullorðinssjóv um nóttina.
OK þetta er allt sem er eitthvað varið í. Allt annað er fúsk. Svo mæli ég með því að drulla sér heim uppúr miðnætti áður en bolirnir, úthverfapakkið og smábörnin herja á miðbæinn með tilheyrandi hávaða, fylleríi, slagsmálum, mölvi, gubbi, skemmdarverkum, kúki og fávitaskap. Ég nenni ekki að djamma þar sem er "Erill hjá Lögreglu". Veit einhver um partý?
Heilsuverndarstöðin Barónsstíg 12:00-18:00
Smá hlutdrægni fyrst. Við pabbi (og fleiri) unnum að því alla vikuna að setja upp sýningu um leikbrúðugerð á Íslandi. Alveg ferlega gaman að nördast smá og skoða ógrynni af handgerðum strengjabrúðum. Strengjabrúður eru kúl er það ekki? Amk eftir Being John Malcovich. Svo er þetta hús líka svo ótrúlega flott.
Tjörnin 10:00-22:00
Jónína og hinar hetjurnar í Siglunesi munu vera með bátaleigu á tjörninni. Ég garantera ykkur fremst í röð ef þið segið að ég hafi sent ykkur (og ef þið hótið börnunum í röðinni að hleypa ykkur framfyrir). Það er ekki oft sem maður getur róað um tjörnina. Stráhattar skilyrði.
Listasafn Einars Jónssonar (hliðiná Hallgrímskirkju) 15:00
Diljá og Örn stjórna heimsmetstilraun í hvíslileik. Hver vill ekki eyða nokkrum mínútum í að hvísla fögur orð í eyru ókunnugs fólks?
Naked Ape 15:00-??
Listasýningaropnun, DJ Yamaho og Jack Schidt. Stuð og partý.
TM Húsið, Aðalstræti 12:00-20:00
Krakkarnir á útskriftarárinu í hönnun í LHÍ selja listaverk, boli og sálu sína (fyrir rétta upphæð). Hjálpið sveltandi hönnunarnemum.
Gallerí Auga Fyrir Auga, Hverfisgötu 35 15:00-??
Hirðljósmyndari fallega fólksins, Jói Kjartans opnar Sirkusár, sýningu sína um Sirkus. Ég hef séð og lofa mergjuðum myndum af Sirkusgestum í mis annarlegu ástandi.
Forynja Tryggvagötu 16 18:00-??
Sara Naktiapi opnar loksins nýju búðina sína. Ég segi í fullri einlægni og alvöru að þetta verður klikkaðslega mergjaðslega ofsageggjað. Sjáumst þar.
Nasa 18:30-??
Gus Gus verur með tvo tónleika. Einn klukkan hálfsjö þar sem er 20 ára HÁMARKSaldur, sem er mjög sniðugt og svo fullorðinssjóv um nóttina.
OK þetta er allt sem er eitthvað varið í. Allt annað er fúsk. Svo mæli ég með því að drulla sér heim uppúr miðnætti áður en bolirnir, úthverfapakkið og smábörnin herja á miðbæinn með tilheyrandi hávaða, fylleríi, slagsmálum, mölvi, gubbi, skemmdarverkum, kúki og fávitaskap. Ég nenni ekki að djamma þar sem er "Erill hjá Lögreglu". Veit einhver um partý?
5 Comments:
ohh hvað þetta hljómar allt skemmtilega og spennó, og þá sérstaklega hvísluleikurinn. Vildi að ég gæti skroppið.
"Strengjabrúður eru kúl er það ekki? Amk eftir Being John Malcovich."
Ég er ringlaður. Þitt starf er að segja okkur hinum hvað er kúl Bjölli, ekki að spyrja okkur hvað sé kúl. Get a grip. Forgangsröðun takk!
P.S. Ertu búinn að hlusta á nýju Coral plötuna?
Kjarrri-
OK mín staða er sú að allar brúður eru flottar. Har.
Og nýja Coral platan , Roots and Echoes er geysigóð. En samt ekki eins góð og Magic and Medicine. Þú mátt vænta færslu um hana á hinu blogginu von bráðar.
Gott að fá þetta á hreint.
Já ég verð að fá mér Coral plötuna. Skólasystir mín hér í Liverpool er að vinna hjá plötufyrirtæki Coral (og reyndar Zutons og fleiri líka) Deltasonic. Hún getur örugglega reddað einhverju svona fönkí dóti, limited edition smáskífum og einhverju svona stöffi. Hefurðu einhvern áhuga á svoleiðis? Eða er það so 90s? He he he.
Kjarri, ég stóla á að þú reddir mér tómt pappamál frá James Skelly eða dömubindi frá Abi Harding. Sjáumst í sept!
Skrifa ummæli
<< Home