NEStacular
Allir hötuðu Super Mario 2 í gamladaga og kusu frekar orginalinn eða þvottabjörns-flugkúnstirnar í númer 3. Ég er að spila hann í fyrsta skiptið (átti hann aldrei á sínum tíma) á gömlu NES vélinni hennar Jónínu og ég er alveg fallinn fyrir honum.
Í stað þess að brjóta múrsteina og skoppa einsog bjáni þá er blússandi garðyrkju-þema í gangi þar sem maður þarf að pilla upp grænmeti úr jörðinni til að fá gotterí. Oftast eru þetta bara næpur og rófur sem maður getur þrusað í óvinina. Stundum fær maður sprengjur eða eitthvað. En helst vill maður draga upp töfradrykk sem opnar hurð í svona parallel-júnívers. Þar breytist grænmetið í pening, sem gengur í aukalífs-spilakassa sem manni er hleypt í eftir að hafa klárað bossa (endakalla). Já sameining eitístölvuleikja og arfa-týnslu er eitthvað sem svínvirkar á mig.
Hver þarf GTA? Hérna stelur maður töfrateppi og drepur bílstjórann.
Þetta taka-upp þema heldur áfram þegar þess er krafist að maður leysi kúnstir og drepi skrímsli með því að hoppa ofan á þau og lyfta þeim yfir höfuð sér einsog maður sé einhver Rambó. Það er reyndar einstaklega gaman að taka upp gerpin, labba með þau spriklandi að næsta klett og kasta þeim framaf. "No 1UP for you, you bashtarrd!" (með Arnie hreim).
Það er auðvitað alger pína að geta ekki seivað, en ég læt ykkur vita þegar/ef ég hef puðað í gegnum allan leikinn. Það lengsta sem ég hef komist er að drepast á endakallinum í 5. heimi (það eru 7 heimar í leiknum). Djöfull skal ég taka hann upp einsog kartöflu og kasta honum í dimmann pitt.
---
Svo er það smá leikja-nostalgía...
Robocop
Það var svaka flott að fá að vera Robocop, en leikurinn var samt alveg glataður. Af einhverri ástæðu gátu vasahnífar, hundar og ballett-spörk meitt mann. What?? Halló, hvernig er hægt að STINGA Róbókopp mar! Hann er úr járni (og segir dojojojojong)! Svo var maður í stöðugum vandræðum með batteríið, sem kláraðist á ógnarhraða og því mátti maður ekki taka eitt einasta feilspor því þegar rafhlaðan kláraðist, þá drapst maður. Þetta kom sér einstaklega illa þegar maður þurfti að eyða tuttugu mínútum í að drulla honum niður stiga (sem var ómögulegt). Núll stig. Já, þarna sæborgurinn þinn. Fokk off og láttu hund bíta þig.
Excite Bike
Það var einhver mótorhjólakappakstur þarna einhversstaðar, en aðal stuðið var að sjálfsögðu að búa til sínar eigin brautir. Greyið tölvu-krossarinn þurfti að hossast yfir stökkbretti eftir stökkbretti sem maður raðaði niður án miskunnar. Þessir dekruðu japanir fengu að seiva sínum brautum, en restin af heimium fékk það ekki. Hvað, ákvað John Nintendo það bara? Ekkerf seif fyrir Evrópu, múhaa!
Double Dribble
Það var svo klikkað kúl að gera svona troðslu í slow motion.
Turtles
Þvílíkt svindl og ógeð. Alveg glataður leikur. Maður gat leikið allar skjaldbökurnar, en Donatello með langa prikið og Leonardo með sveðjuna voru lang bestir. Þegar þeir dóu á endanum var maður fastur með Raphael með vasa-naglaþjöl og Michaelangelo með nönnchucks sem ekkert gátu. Svo kláraði enginn þessa hörmung. Allir dóu í vatnsborðinu.
Skate or Die
Ski or Die
California Games
Allir þessir Radical leikir í gamladaga voru svo geggjaðir. Brimbretti, línuskautar og leiðindadómarinn Lester. Ski var samt bestur fannst mér. Þá gat maður verið alveg Cowabunga á snjóbrettinu og svo chillað í snjókasti eftirá. Alveg grimm dúndur.
Svo var það þarna ólympíuleikurinn (Track & Field) þar sem maður þurfti að hamast kófsveittur á tökkunum (ullarsokkur virkaði fínt, þá gat maður rennt sér á ógnarhraða á milli takkanna án þess að fá brunablöðru). Gunsmoke var skemmtilegur (gott lag líka). Ég elskaði 'Probotector' þar sem maður var vélmenni, en hann hét víst 'Contra' úti og þá var maður einhver svona Commando-týpa. Slagsmálaleikirnir Double Dragon og Ninja Gaiden voru kúl og sömuleiðis Paperboy. Batman var flottur í lúkkinu, en erfiðari en andskotinn. Zelda for alveg framhjá mér þrátt fyrir að vera gulllitaður.
Hvað var ykkar uppáhalds?
Í stað þess að brjóta múrsteina og skoppa einsog bjáni þá er blússandi garðyrkju-þema í gangi þar sem maður þarf að pilla upp grænmeti úr jörðinni til að fá gotterí. Oftast eru þetta bara næpur og rófur sem maður getur þrusað í óvinina. Stundum fær maður sprengjur eða eitthvað. En helst vill maður draga upp töfradrykk sem opnar hurð í svona parallel-júnívers. Þar breytist grænmetið í pening, sem gengur í aukalífs-spilakassa sem manni er hleypt í eftir að hafa klárað bossa (endakalla). Já sameining eitístölvuleikja og arfa-týnslu er eitthvað sem svínvirkar á mig.
Hver þarf GTA? Hérna stelur maður töfrateppi og drepur bílstjórann.
Þetta taka-upp þema heldur áfram þegar þess er krafist að maður leysi kúnstir og drepi skrímsli með því að hoppa ofan á þau og lyfta þeim yfir höfuð sér einsog maður sé einhver Rambó. Það er reyndar einstaklega gaman að taka upp gerpin, labba með þau spriklandi að næsta klett og kasta þeim framaf. "No 1UP for you, you bashtarrd!" (með Arnie hreim).
Það er auðvitað alger pína að geta ekki seivað, en ég læt ykkur vita þegar/ef ég hef puðað í gegnum allan leikinn. Það lengsta sem ég hef komist er að drepast á endakallinum í 5. heimi (það eru 7 heimar í leiknum). Djöfull skal ég taka hann upp einsog kartöflu og kasta honum í dimmann pitt.
---
Svo er það smá leikja-nostalgía...
Robocop
Það var svaka flott að fá að vera Robocop, en leikurinn var samt alveg glataður. Af einhverri ástæðu gátu vasahnífar, hundar og ballett-spörk meitt mann. What?? Halló, hvernig er hægt að STINGA Róbókopp mar! Hann er úr járni (og segir dojojojojong)! Svo var maður í stöðugum vandræðum með batteríið, sem kláraðist á ógnarhraða og því mátti maður ekki taka eitt einasta feilspor því þegar rafhlaðan kláraðist, þá drapst maður. Þetta kom sér einstaklega illa þegar maður þurfti að eyða tuttugu mínútum í að drulla honum niður stiga (sem var ómögulegt). Núll stig. Já, þarna sæborgurinn þinn. Fokk off og láttu hund bíta þig.
Excite Bike
Það var einhver mótorhjólakappakstur þarna einhversstaðar, en aðal stuðið var að sjálfsögðu að búa til sínar eigin brautir. Greyið tölvu-krossarinn þurfti að hossast yfir stökkbretti eftir stökkbretti sem maður raðaði niður án miskunnar. Þessir dekruðu japanir fengu að seiva sínum brautum, en restin af heimium fékk það ekki. Hvað, ákvað John Nintendo það bara? Ekkerf seif fyrir Evrópu, múhaa!
Double Dribble
Það var svo klikkað kúl að gera svona troðslu í slow motion.
Turtles
Þvílíkt svindl og ógeð. Alveg glataður leikur. Maður gat leikið allar skjaldbökurnar, en Donatello með langa prikið og Leonardo með sveðjuna voru lang bestir. Þegar þeir dóu á endanum var maður fastur með Raphael með vasa-naglaþjöl og Michaelangelo með nönnchucks sem ekkert gátu. Svo kláraði enginn þessa hörmung. Allir dóu í vatnsborðinu.
Skate or Die
Ski or Die
California Games
Allir þessir Radical leikir í gamladaga voru svo geggjaðir. Brimbretti, línuskautar og leiðindadómarinn Lester. Ski var samt bestur fannst mér. Þá gat maður verið alveg Cowabunga á snjóbrettinu og svo chillað í snjókasti eftirá. Alveg grimm dúndur.
Svo var það þarna ólympíuleikurinn (Track & Field) þar sem maður þurfti að hamast kófsveittur á tökkunum (ullarsokkur virkaði fínt, þá gat maður rennt sér á ógnarhraða á milli takkanna án þess að fá brunablöðru). Gunsmoke var skemmtilegur (gott lag líka). Ég elskaði 'Probotector' þar sem maður var vélmenni, en hann hét víst 'Contra' úti og þá var maður einhver svona Commando-týpa. Slagsmálaleikirnir Double Dragon og Ninja Gaiden voru kúl og sömuleiðis Paperboy. Batman var flottur í lúkkinu, en erfiðari en andskotinn. Zelda for alveg framhjá mér þrátt fyrir að vera gulllitaður.
Hvað var ykkar uppáhalds?
15 Comments:
Ég var að missa mig um daginn að spila Final Fight (gamla spilakassamonsterið) með MAME emúlator. Fyrir mér var þessi leikur eins og Double Dragon á NES nema með Playstation 6 grafík. Haggar forever!
Super Mario 2 er vanmetin gersemi. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að mario 2 hafi átt að vera mjög svipaður mario 1, bara með öðruvísi borðum. Hann þótti síðan ekki nógu flottur þar sem grafík hafði farið mikið fram og þá var bara keyptur einhver annar leikur og Mario, Luigi og prinsessan sett inn í hann og þess vegna sé leikur númer 2 svona allt öðru vísi en hinir.
Megaman II er stórkostlegur leikur og tónlistin ein sú besta sem ég hef heyrt í tölvuleik; epísk 8-bita midi tónlist sem er stór hluti af þeirri dramtík og spennu sem menn upplifa við spilun leiksins.
Double Dragon, Megaman og Zelda......þvílíkur unaður
JÁ! Mega Man! Gleymdi honum. Frábær. Já ég fílaði 2 meira.
Hvar fær maður þessa klassík (nintendo), ráð eru vel þegin. Ég fæ í magann við þennan lestur.
Man eftir að hafa klárað Turtles e-n tíma, á Rafael einmitt! En ég var hann allan tímann. Kannski var það trikkið?
En gömul og góð spurning:
Kanntu að fá 100 aukalíf í Mario 3? :D
Tinytoons á gameboy.. eini gameboy leikurinn sem ég var eitthvað góð í, hann og Sonic á segamegadrive..Mér fannst samt alltaf vatnsborðið leiðinlegast.
Probotector var frábær. Hinsvegar var Bionic Commando mesta uppáhaldið. Og viti menn! Það er að koma endurgerð!
Diljá-
Prófaðu í Diskabúð Valda. Ég veit að hann selur amk leiki. Þú sérð ekki eftir því. Litla Eitís-Diljá innra með þér verður ævinlega þakklát.
Sveinbjörn-
BC lítur afar vel út. Þarf að finna hann.
Harpa-
Yoshi's Cookie var líka skemmtilegur á Gameboy.
Game & Watch Mario, ekki spurning (ég átti sko aldrei alvöru Nintendo, en það var alltaf gaman að spila Mario heima hjá bekkjafélögum eftir skóla)
úff skate or die var alveg stórkoslega vondur leikur.. .ég komst aldrei lengra í honum en út úr húsinu í byrjun (hægri í 2 sek og niður í 5 sek og síðan A) en upphafstefið í honum er ROSALEGT
skate or die
skate or die
skate or die
sksksksksksksk
Megaman 1 og 2 hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi. Ice Climber var líka stórundarlegur, og fínn. "Æs klomper", kallaði Gummi nágranni minn hann. Íshokkíleikurinn var líka nice. OOg ... S. Mario 2 og 3.
Mæli með Yoshi's Island fyrir SUPER nintendo líka. Shit hvað það er flottur leikur. Sleikja vondukallana og kúka þeim út í eggi og fara á sýrutripp þegar maður rekst í fífu. Forritaður japansk-danskur hressidjass. Mj. gott.
Líka Góði Hirðirinn, það má finna leiki þar.
Ég var meira Spectrum- og Commodorekall. Átti aldrei neitt uppáhalds í Spectrum (fannst miklu skemmtilegra að forrita mína eigin BASIC-leiki) en toppurinn í C64 voru:
- International Karate (1986)
- Impossible Mission (1984)
- Head Over Heels (1987)
- Blue Max (1983)
Nintendó fannst mér alltaf asnalegt smábarnadrasl, ég HAAAATAÐI Maríó og alla hans kóna.
Ójá, íshokkileikurinn var rosalegur þar sem maður fékk að slást við gaurana inn á milli.
Annars var 4x4 trukkaleikurinn einn svakalegasti bílaleikur sögunnar.
Guðni
Mario 2 er "remake" af hinum mjög svo þjála Yume Kōjō: Doki Doki Panic
http://en.wikipedia.org/wiki/Yume_K%C5%8Dj%C5%8D:_Doki_Doki_Panic
Ég er einmitt að ganga í gegnum Mario feis núna þrátt fyrir að hafa aldrei verið verið svo heppinn að kynnast Nintendo á yngri árum. Spila Mario Allstars á emulator á Xbox, alger snilld (get seivað og allt :)
Nb ef þú spilar Allstars (Mario 1, lost levels, 2 og 3 á einu cart fyrir SNES) þá býður það upp á að seiva, svo er hægt að taka það skrefinu lengra með "svindl" seivi í emulatornum sjálfum.
Skrifa ummæli
<< Home