"Nooooo!"
Við Kyle, Jónína og Una horfðum á tímamótaverkið Cliffanger um daginn og næntís-sæluhrollurinn fór um mann einsog sykurvíman eftir Hockeypulver-og-Flipper kappát. Sly klettaklifraði og drap ofur-ræningja á snævi þöktum fjallstind í vöðvaolíunni einni fata. Ekki einu sinni sundsprettur í frosnu stöðuvatni kveikti í honum þörf til að fara í úlpu, hvað þá hlýrabol. Neibb, þegar maður borgar 20 milljónir fyrir Sylvester Stallone, þá fær maður sko blauta brjóstvöðva fyrir peninginn. Auðvitað veit Sly ekki hvað kuldi er. Það eina sem hann veit er hvernig á að lyfta manni upp fyrir höfuð sér til að stinga hann á dropasteini. Lof mér að útskýra: Hann henti honum ekki á svona öfugan dropastein, heldur LYFTI honum þannig að dropasteinninn stakkst í gegnum bakpoka, úlpu, kjöt, mænu og skinn. Það kallar maður hörkutól.
En ég veit ekki alveg með illmennið í þessari mynd...
Sko ég bara trúi því ekki að John Lithgow geti stjórnað hópi hryðjuverkamanna með ógnarvaldi og lamið Sylvester Stallone í klessu. Ég mundi frekar trúa honum til að sigra kökuskreytingarkeppni og gráta í fermingu.
Þrátt fyrir John Lithgow og gerfi-breska-hreiminn hans þá fær Cliffhanger alveg tuttugu af tíu mögulegum. Það eru reyndar líka ógrynni af svona "NOOOOOO" hlaupum í slow motion þegar sakleysingjar eru drepnir og slíkt á alltaf aukastig skilið, þannig að ég segi 22 af tíu mögulegum.
Næst: Demolition Man!
En ég veit ekki alveg með illmennið í þessari mynd...
Sko ég bara trúi því ekki að John Lithgow geti stjórnað hópi hryðjuverkamanna með ógnarvaldi og lamið Sylvester Stallone í klessu. Ég mundi frekar trúa honum til að sigra kökuskreytingarkeppni og gráta í fermingu.
Þrátt fyrir John Lithgow og gerfi-breska-hreiminn hans þá fær Cliffhanger alveg tuttugu af tíu mögulegum. Það eru reyndar líka ógrynni af svona "NOOOOOO" hlaupum í slow motion þegar sakleysingjar eru drepnir og slíkt á alltaf aukastig skilið, þannig að ég segi 22 af tíu mögulegum.
Næst: Demolition Man!
3 Comments:
Ég verð að viðurkenna að ég sá aldrei Cliffhanger, en shit hvað hún hljómar vel! Demolition Man er hins vegar í miklu uppáhaldi, það er líka svo sniðugt að hún á að gerast í framtíðinni og Sandra Bullok er með alveg bullandi 90s nostalgíu, alveg eins og við erum núna! En talandi um 90s þá er mest framhjálitni gersemur þessa tíma hin mikilfengna FREEJACK! Halló, við erum að tala um tímaflakk, kappaskstur, Emilio Estevez og motherfucking Mick Jagger!! Maður kom heim úr bíó alveg með bráðnað og klesst kúlusúkk af spenningi.
Jaaaá, Frejack! Hún fer á listann. Við vorum einmitt að horfa á Men At Work um daginn. Emilio, Charlie Sheen og Dean Cameron í bullandi bjánaskap.
Endilega sjáðu Cliffhanger. Það eru tveir svona RADICAL base-jumpers í henni sem eru ljóslifandi mið-nineties upplifun.
Men at Work er klassík! Ég og mamma tókum hana upp af stöð 2 fyrir svona 15 árum síðan og horfum enn á hana reglulega.
Skrifa ummæli
<< Home