Seinasta Nintendo færslan í bili, ég lofa.
Jæja þá er það innvolsið!
Ég hef keypt/eignast slatta af leikjum undanfarið (Top Gun 1&2, Terminator 2, Totally Rad, Rampart, Skate or Die) en þeir eru allir á ammríska kerfinu svo þeir eru óspilanlegir í Evvrófsku vélunum okkar.
Eftir að hafa lesið mér til á netinu, fann ég að vandamálið liggur í tölvukubb inní vélinni sem læsir óæskilegum leikjum og eina svarið er invasive surgery! Þá var það bara að sækja skrúfjárn & klippur og ráðast til starfa.
Við Jónína eigum sitthvora NES vélina þannig að ég fórnaði minni í þessa tilraunamennsku.
Hér er æskuvinur minn á skurðarborðinu:
Dúndurstuð að þykjast vera rafvirki og finna tvítugt kusk og svona. En ég klippti sumsé á tengilinn og get núna spilað alla leiki. Evrópska, ameríska, japanska og jafnvel ólöglega/bootleg leiki. Sáraeinfalt!
Ef þú þorir að opna þína og leika Dr Mario - Nintendo Surgeon, þá fylgir þú bara þessum leiðbeiningum.
PS-
Rampart er sjúklega geggjaður! Blanda af herkænsku, Tetris og fallbyssuskothríð. Ég er alltaf að vinna Jónínu í honum. Nei djók.
PPS-
Svo las ég það líka að það er bjánaskapur að blása inní leikinn þegar hann virkar ekki. Vandamálið er að tenglarnir í leiknum og tölvunni ná ekki að snertast almennilega. Þá er málið að hagræða leiknum inní vélinni og gera restart. Það er líka hægt að þrífa tenglana inní leiknum með spritti og eyrnapinna.
Ég hef keypt/eignast slatta af leikjum undanfarið (Top Gun 1&2, Terminator 2, Totally Rad, Rampart, Skate or Die) en þeir eru allir á ammríska kerfinu svo þeir eru óspilanlegir í Evvrófsku vélunum okkar.
Eftir að hafa lesið mér til á netinu, fann ég að vandamálið liggur í tölvukubb inní vélinni sem læsir óæskilegum leikjum og eina svarið er invasive surgery! Þá var það bara að sækja skrúfjárn & klippur og ráðast til starfa.
Við Jónína eigum sitthvora NES vélina þannig að ég fórnaði minni í þessa tilraunamennsku.
Hér er æskuvinur minn á skurðarborðinu:
Dúndurstuð að þykjast vera rafvirki og finna tvítugt kusk og svona. En ég klippti sumsé á tengilinn og get núna spilað alla leiki. Evrópska, ameríska, japanska og jafnvel ólöglega/bootleg leiki. Sáraeinfalt!
Ef þú þorir að opna þína og leika Dr Mario - Nintendo Surgeon, þá fylgir þú bara þessum leiðbeiningum.
PS-
Rampart er sjúklega geggjaður! Blanda af herkænsku, Tetris og fallbyssuskothríð. Ég er alltaf að vinna Jónínu í honum. Nei djók.
PPS-
Svo las ég það líka að það er bjánaskapur að blása inní leikinn þegar hann virkar ekki. Vandamálið er að tenglarnir í leiknum og tölvunni ná ekki að snertast almennilega. Þá er málið að hagræða leiknum inní vélinni og gera restart. Það er líka hægt að þrífa tenglana inní leiknum með spritti og eyrnapinna.
5 Comments:
Þú ert svo á eftir þinni samtíð. Alvarlega aðdáunarvert!
Arrghhh ekki segja Top Gun. Ég er skemmdur fyrir lífstíð eftir að hafa spilað TG1&2 í æsku.
Bitringurinn mun aldrei hverfa!
Já, Top Gun eru frekar glataðir. Þeir fara í býtt til Valda.
Hvar verzlaðir þú leikina sem þú varst að kaupa?
Ég keypti þá á ebay. Einnig fékk ég nokkra í Diskabúð Valda. Hann er með heilu pappakassana af leikjum.
Skrifa ummæli
<< Home