Tvennd
Ég horfði aftur á Raising Arizona með Jónínu um helgina og okkur rak í rogastans hversu margt hún og No Country For Old Men eiga sameiginlegt. Það mætti halda að Raising Arizona sé grínútgáfa af NCFOM. Einsog paródía í Mad Magazine. Ég mæli amk með því að horfa á þær báðar í röð.
Þessi stórvirki Coen bræðra eiga m.a. sameiginlegt...
Eymdarlega eyðimörk sem sögusvið
Sögu sem gerist í eitís
Hetju sem býr í hjólhýsi
Flótta úr fangelsi/varðhaldi
Iðjuleysingja sem dregst inn í atburðarás sem hann ræður ekki við
Trylltan hausaveiðara sem drepur allt sem hann sér
Allir á eftir sama hlutnum (barn-peningar)
Smákrimma sem gera illt verra (mexíkanar - Snopes bræður)
Gamlan bensínafgreiðslukall sem lendir í glæpon (svei mér ef það er ekki sama bensínstöðin)

Þessi stórvirki Coen bræðra eiga m.a. sameiginlegt...
Eymdarlega eyðimörk sem sögusvið
Sögu sem gerist í eitís
Hetju sem býr í hjólhýsi
Flótta úr fangelsi/varðhaldi
Iðjuleysingja sem dregst inn í atburðarás sem hann ræður ekki við
Trylltan hausaveiðara sem drepur allt sem hann sér
Allir á eftir sama hlutnum (barn-peningar)
Smákrimma sem gera illt verra (mexíkanar - Snopes bræður)
Gamlan bensínafgreiðslukall sem lendir í glæpon (svei mér ef það er ekki sama bensínstöðin)



2 Comments:
Ekki má gleyma kalli-á-bak-við-stórt-skrifborð senu (líka í þessum tveimur), sem mér skilst að sé í öllum Coen-bræðra myndum.
Já, í Barton Fink er hressi kallinn í hvítu jakkafötunum.
Skrifa ummæli
<< Home