Gúlp
Ég var að heyra þær stórfréttir að vinkona Lovísu, sem þekkir Jón Ásgeir og Ingibjörgu, hafi prentað út lýsingu mína á brúðkaupinu þeirra og afhent þeim í veislunni!
Mér skilst að brúðhjónin hafi skemmt sér konunglega yfir lestrinum og skellt uppúr af og til. Slefaði Jón Ásgeir pínulítið á milli hláturskasta? Aldrei að vita.
Ég er samt pínu smeykur. Ég sé fyrir mér að menn klæddir í Bónus jakka banki uppá hjá mér og fari með mig "for a ride". Setji mig semsagt oní Bónus kerru og kasti mér í hafsauga. Laminn og lúskraður með svartaruslapokarúllu og látinn drekka Bónus klór. Bónus salti nuddað í sárin. Ég þori varla að fara í búðina lengur. Ég mun örugglega fá miltisbrandskótilettur og kortið mitt gert upptækt. Svo þegar ég kem út með myglað smjör og eitraðan ís í götóttum poka er búið að kremja bílinn minn niður í tening á stærð við sykurmola.
Jón Ásgeir: Ef þér verður afhent þessi færsla á meðan þú ert í heitapottinum með vindil og fjarstýringu að fimmtán sjónvörpum, þá vil ég bara segja, ekki láta drepa mig. Þið Ingibjörg eruð ofsa smekkleg. Gus Gus krömdust af náttúrulegum orsökum.
Svo ertu ekki með möllett í alvörunni. Þetta er meira svona háls-vermari.
Mér skilst að brúðhjónin hafi skemmt sér konunglega yfir lestrinum og skellt uppúr af og til. Slefaði Jón Ásgeir pínulítið á milli hláturskasta? Aldrei að vita.
Ég er samt pínu smeykur. Ég sé fyrir mér að menn klæddir í Bónus jakka banki uppá hjá mér og fari með mig "for a ride". Setji mig semsagt oní Bónus kerru og kasti mér í hafsauga. Laminn og lúskraður með svartaruslapokarúllu og látinn drekka Bónus klór. Bónus salti nuddað í sárin. Ég þori varla að fara í búðina lengur. Ég mun örugglega fá miltisbrandskótilettur og kortið mitt gert upptækt. Svo þegar ég kem út með myglað smjör og eitraðan ís í götóttum poka er búið að kremja bílinn minn niður í tening á stærð við sykurmola.
Jón Ásgeir: Ef þér verður afhent þessi færsla á meðan þú ert í heitapottinum með vindil og fjarstýringu að fimmtán sjónvörpum, þá vil ég bara segja, ekki láta drepa mig. Þið Ingibjörg eruð ofsa smekkleg. Gus Gus krömdust af náttúrulegum orsökum.
Svo ertu ekki með möllett í alvörunni. Þetta er meira svona háls-vermari.
2 Comments:
ég styð þig heilshugar. er með sambönd hjá wholefoods í ameríku, get látið mína menn buffa bónusmennina ef þeir verða með e-ð vesen. það er fátt betra en góður retail-slagur.
heheheheehh sækó fyndið að hún hafi gefið þeim þetta
ég er ekki hissa á því - hvað gefur maður fólki eins og þeim sem á allt nema eitthvað svona mega sniðugt??
sjitt þetta var líka tímamótafærsla kallinn þetta, pókerfærlsan og ljósvakafærslan ég frussgubba af hlátri ;)
luv ya kid
Skrifa ummæli
<< Home