Enn önnur viðskiptahugmyndin
Ég man þegar hatur á austarlandabúum var okkar helsta þjóðfélagsskömm.
Púngsveittir örvitarnir voru trylltir:
"Hvernig DIRFIST þetta friðsæla og blíða fólk að VAÐA hérna inn á tandurhreinum inniskónum! Þau eru að kaffæra okkur og TAKA burt alla vinnuna okkar! HARRGG!" (kremur bjórdós)
"-Pabbi, eina vinnan sem þið rasistarnir gefið þessu fólki hér á landi er að sópa bíósali og skúra klósett. Veist þú um einhvern vin þinn sem grætur það atvinnutækifæri?"
"...Fnæs... hnuss... Þegiðu. Þú ert ættleiddur."
Nú er öldin (bókstaflega) önnur. Straumurinn er ekki lengur frá austurlöndum heldur austurevrópu og þjóðernishatrið er orðið slíkt að sjálfur Bubbi fær engu breytt. Einmitt núna er Bubbi í sjónvarpssalnum sínum, aleinn undir einmana ljóskastara í rókókó-hásætinu og kjökrar. Bubbi... Ekki gráta Bubbi. Sjáiðið hvað þið hafið gert, þröngsýnismennin ykkar. ÞIÐ HAFIÐ GRÆTT KÓNGINN!
En án djóks, þá finnst mér svona bringubarnings "Pavel go home" þjóðremba alveg ofboðslega hallærisleg. Kannski er ástæðan fyrir þessum ótta og hatri einfaldlega sú að Pólverjar og Lettar (Pólettar?) eru af sama sauðahúsi og við. Þetta er duglegt og bláttáfram lið frá ísköldu landi sem elskar fátt annað en að þamba áfengi og fara í slag niðri í bæ.
Mér finnst það bara fyndið að íslensku fyllibytturnar sem berja og nauðga séu að saka pólsku fyllibytturnar sem berja og nauðga um eyðileggingu landsins. Mín skoðun er einfaldlega sú að ALLAR fyllibyttur sem berja og nauðga séu hin sanna skömm og eigi að kasta frá landi... hvaðan sem þær eru. Við hin förum bara í kokteilboð og kennum hvoru öðru að blóta á íslensku/pólsku.
En anyway...
Vertar á skemmtistöðum standa í ströngu við að bera kennsl á og vísa á dyr öllum þeim sem koma frá vitlausri hlið járnstjaldsins. Útkoman er auðvitað ekkert nema slagsmál, leiðindi og enn kaldara loft á milli nýbúa og venjulegrabúa.
Hefur engum dottið í hug að sleppa þessu rugli og opna bara heljarinnar pólverjabar? "Polski Karamba" gæti hann heitið. Þrusandi harmonikkupopp, Lettneskur bjór á tilboði og súrsaðar kartöflur á hverju borði. Ég þangað.
Púngsveittir örvitarnir voru trylltir:
"Hvernig DIRFIST þetta friðsæla og blíða fólk að VAÐA hérna inn á tandurhreinum inniskónum! Þau eru að kaffæra okkur og TAKA burt alla vinnuna okkar! HARRGG!" (kremur bjórdós)
"-Pabbi, eina vinnan sem þið rasistarnir gefið þessu fólki hér á landi er að sópa bíósali og skúra klósett. Veist þú um einhvern vin þinn sem grætur það atvinnutækifæri?"
"...Fnæs... hnuss... Þegiðu. Þú ert ættleiddur."
Nú er öldin (bókstaflega) önnur. Straumurinn er ekki lengur frá austurlöndum heldur austurevrópu og þjóðernishatrið er orðið slíkt að sjálfur Bubbi fær engu breytt. Einmitt núna er Bubbi í sjónvarpssalnum sínum, aleinn undir einmana ljóskastara í rókókó-hásætinu og kjökrar. Bubbi... Ekki gráta Bubbi. Sjáiðið hvað þið hafið gert, þröngsýnismennin ykkar. ÞIÐ HAFIÐ GRÆTT KÓNGINN!
En án djóks, þá finnst mér svona bringubarnings "Pavel go home" þjóðremba alveg ofboðslega hallærisleg. Kannski er ástæðan fyrir þessum ótta og hatri einfaldlega sú að Pólverjar og Lettar (Pólettar?) eru af sama sauðahúsi og við. Þetta er duglegt og bláttáfram lið frá ísköldu landi sem elskar fátt annað en að þamba áfengi og fara í slag niðri í bæ.
Mér finnst það bara fyndið að íslensku fyllibytturnar sem berja og nauðga séu að saka pólsku fyllibytturnar sem berja og nauðga um eyðileggingu landsins. Mín skoðun er einfaldlega sú að ALLAR fyllibyttur sem berja og nauðga séu hin sanna skömm og eigi að kasta frá landi... hvaðan sem þær eru. Við hin förum bara í kokteilboð og kennum hvoru öðru að blóta á íslensku/pólsku.
En anyway...
Vertar á skemmtistöðum standa í ströngu við að bera kennsl á og vísa á dyr öllum þeim sem koma frá vitlausri hlið járnstjaldsins. Útkoman er auðvitað ekkert nema slagsmál, leiðindi og enn kaldara loft á milli nýbúa og venjulegrabúa.
Hefur engum dottið í hug að sleppa þessu rugli og opna bara heljarinnar pólverjabar? "Polski Karamba" gæti hann heitið. Þrusandi harmonikkupopp, Lettneskur bjór á tilboði og súrsaðar kartöflur á hverju borði. Ég þangað.
8 Comments:
Fliss. Súrsaðar kartöflur í öll hálsmálin.
Annars væri líka sniðugt að opna slagsmálabar. Jafnvel í hlöðu. Þar er hægt að slást og kýla og hrækja framan í náungann og sparka í sköflunga og pung eftir vild.
Og vertarnir geta haldið mánaðarleg nauðgaraböll.
Það fyndna er að enginn nauðgari myndi þora að mæta á nauðgaraböllin, því ekki vilja þeir að einhver nauðgi þeim. Pælum aðeins í því.
hann gæti heitið Lúbarinn.
og þar gæti maður keypt olnboga-skot.
hahaha.ég er skelþunn og það að brosa er sarsaukafullt en ég skellihló uppátt af þessari færslu. nauðgi nauðgi berjíberj
HAH! Lúbarinn, var hann ekki til? Eða bara Amma Lú. (Sjitt, "Amma Lú", wtf?!)
Olnbogaskot er fyndið! Allt er fyndið! Þú ert fyndinn!
Mér fannst ég hafa séð dúndrandi pólska nikkufærslu á B-Town Hit Parade í morgun. Var það bara draumur?
Þið eruð öll fyndin. Ég býð uppá næsta olnbogaskot.
Krilli-
Kannski dreymdiru bara framtíðina!
Stefnubreyting í nánd, Austantjaldspopp?
Kannski mun B-ið í Btown standa fyrir Belgrað? Eða Belarus?
Um daginn, það var svona austantjalds ljósabrúnn ex-fótbolta successgæji um fertugt í ullarfrakkanum sínum á ljósum um daginn. Hann var í rauðum Avensis Station - ábyrgur en kraftmikill.
Hann blastaði svo tryllingslega flott austantjalds technokraftpopp með kreisý lúðrum. Men, vá.
Undir stökku soðkökuskelinni leynist ólgandi underjordisk sena þarna fyrir austan. Greinilega.
Við höfum kennt þeim að segja "Poki?" á íslensku. Nú kenna þau okkur að segja "Framtíðin!" á pólsku.
Skrifa ummæli
<< Home