<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d11318911\x26blogName\x3d\x27tis+the+ballad+of+Bob\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://balladofbob.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com/\x26vt\x3d-2569463983589778356', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





miðvikudagur, febrúar 27, 2008

erressess

Mér finnst RSS veitan hjá mbl.is vera svo skrítin eitthvað. Það eina sem maður fær að sjá eru afar kryptískar fyrirsagnirnar.

"Drukkinn api eitrar fyrir fimm knattspyrnudómurum"

Maður smellir í ofboði... og þá er bara verið að tala um nýjustu mynd Will Ferrell, "Monkey on the Free-Kick Line". Manni finnst pínu einsog það sé verið að ljúga að manni til að fá meiri heimsóknarklikk.

En oftast er misskilningurinn sá að fréttin gerist annars staðar en hérlendis. Um daginn var einmitt fyrirsögn um að kona hafi ekið yfir fjórar stúlkur sem voru að bíða á stoppistöð. Almáttugur, hugsaði músar-puttinn og smellti til að lesa um...

Eitthvað óheppið lið í Ítalíu. Kommon, hverjum er ekki sama um þær antipesto-ætur? Gemmér hörmungar um fólk sem datt oní Kárahnjúkavirkjun eða tónleikahaldara sem fékk gaseitrun á Sjómannadeginum (er það ekki soldið íslenskt?).

Heimurinn er lítill og hann er enn minni í mínum huga. Ef það kom fyrir Ridgmont McBeeslay þá blæs ég bara gamla matarmylsnu úr lyklaborðinu. En ef það var Snjólaug Jökulsdóttir, þá nota ég téð lyklaborð til að gefa í minningarsjóð hjólastólabúa (sponsorað af Ísland í Dag).

Afturámóti er maður alger Nostradamus þegar maður les sumar fyrirsagnir og lætur ekki gabbast. Sum lönd EIGA bara ákveðnar fréttir og þær gerast hvergi annars staðar. Nýrnaþjófnaður á Karnival? Nebbs, þarf ekki að smella. Enginn íslendingur vaknar eftir ball með Sálinni innyflalaus í ísmoluðu baðkari á Hótel Sögu. Nema að þar sé á ferðinni einhver djammari sem er svo langt kominn að maður verður bara að taka ofan.

4 Comments:

Blogger Guðbjörg Káradóttir said...

b

2:29 e.h.  
Blogger Guðbjörg Káradóttir said...

bara til að vera með

2:30 e.h.  
Blogger Guðbjörg Káradóttir said...

takk fyrir skemmtilegar greinar, ertu til í að blogga aðeins oftar.

2:32 e.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Skal gert.

7:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home