Bolir
Ég er búinn að vera að drulla yfir knattspyrnu hér (og var qvótaður í Mogganum fyrir það, sem mér finnst soldið afrek) en ég hef þó séð búta úr leikjum hér og þar. Enda ekkert annað hægt, því þessu er rutt framan í mann með offorsi og dónaskap. Svefninn eina athvarfið... Þangað til þeir ná að geisla umfjöllun þangað inn með einhverjum óheilögum leiser. Ég mun tossa mér og bylta í sveittu laki þegar draumum mínum um friðsæld og angurværð á Gíbraltar er rift einsog ódýrum gluggatjöldum: "Við hliðrum til draumaheimi Bjöllmundar til að færa ykkur fótboltahlaðborð með aukaostiiii!" Segir SteiniJoð í martraðarfötum. Bobby finnst látinn í rúminu í morgunsárið einsog Freddie Kruger hafi náð honum. Nema að Knattó er verra skrímsli.
ANYWAY, þá hef ég oftast slysast til að sjá leikslok, þar sem ég er að stilla inn til að sjá fréttayfirlitið eftir leik. Fótboltagæjarnir eru alltaf að fara úr bolunum og gefa hvorum öðrum. Þetta ku leikmenn gera við hvert tækifæri. "Takk. Sveittur bolur. Einmitt það sem ég vildi." Djöfuls hrúgu af bolum hljóta þessir gæjar að eiga eftir nokkur ár í bransanum. Hvað gerir maður við 200 sveittar treyjur? Fer þetta á ebay? Þúst, ef þú ert í tapliðinu, þá ertu ekki bara búinn að tapa fyrir sveittum gæja með hárteygju, heldur þarftu líka að þvo af honum svitabol og troða honum í hillu hjá þér. wtf. Djöfull held ég að þessir bolir liggji bara í búningsklefanum þegar allir eru farnir.
Hver var fyrstur að þessu? "Hey *más* viltu hérna *svitn* eiga bolinn minn?" -"Ehh nei. Lúser."
PS-
Í Öðrum Fótboltafréttum:
OK ég sal sýna pínkulit. Þar sem ég er giftur senjorítu þá held ég með Spán. Vekjið mig ef þeir vinna. Svo ég geti séð þá safna bolum og setja í vinabókina sína.
ANYWAY, þá hef ég oftast slysast til að sjá leikslok, þar sem ég er að stilla inn til að sjá fréttayfirlitið eftir leik. Fótboltagæjarnir eru alltaf að fara úr bolunum og gefa hvorum öðrum. Þetta ku leikmenn gera við hvert tækifæri. "Takk. Sveittur bolur. Einmitt það sem ég vildi." Djöfuls hrúgu af bolum hljóta þessir gæjar að eiga eftir nokkur ár í bransanum. Hvað gerir maður við 200 sveittar treyjur? Fer þetta á ebay? Þúst, ef þú ert í tapliðinu, þá ertu ekki bara búinn að tapa fyrir sveittum gæja með hárteygju, heldur þarftu líka að þvo af honum svitabol og troða honum í hillu hjá þér. wtf. Djöfull held ég að þessir bolir liggji bara í búningsklefanum þegar allir eru farnir.
Hver var fyrstur að þessu? "Hey *más* viltu hérna *svitn* eiga bolinn minn?" -"Ehh nei. Lúser."
PS-
Í Öðrum Fótboltafréttum:
OK ég sal sýna pínkulit. Þar sem ég er giftur senjorítu þá held ég með Spán. Vekjið mig ef þeir vinna. Svo ég geti séð þá safna bolum og setja í vinabókina sína.
1 Comments:
Gaur. Fokking EM.
Svaf ekki heila fokking nótt hérna á Costa Del Crime eftir fótboltan vegna fávita þursa keyrandi um til 9 um morguns (já níu um fokking morgun) flautandi fótboltamelódíur á ógeðslegu Siat bílunum sínum, öskrandi út um gluggana VIVA ESPAGNA!
Samt, var kannski fínt, mig hryllir við tilhugsunina um hvernig stemningin hefði verið hefðu ógeðis þýskararnir unnið.
VIVA FOKKING ESPAGNA MAFAKKA!
Skrifa ummæli
<< Home