<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





laugardagur, júní 28, 2008

Froð

Er ég algjört smábarn að finnast geðveikt gaman og spennandi að vera inní bíl þegar hann fer í gegnum þvottastöð?

Háþrýstiregn bylur á gluggunum einsog maður sé að túra um frumskóga Búrma í regntímabilinu!

Bíllinn lúskraður með skímslahöndum (svamprúllum). Óguð, læstu áður en óværan kemst inn!

Svo er marglitaðri froðu gubbað yfir bílinn einsog maður sé að keyra hægt yfir Mersedesklöb í froðudiskó. Kröns! Slúbb! Í gömlu þvottastöðinni í Sóltúni voru meiraðsegja marglituð diskóljós.

Svo koma vélar utan úr geimnum að skoða mann og sprauta geimeitri á gluggana!

Að lokum hristist bíllinn þegar trylltur hvirfilbylur skellur á honum!

Og auðvitað alltaf jafn frábært að vera dreginn eftir einhverjum teinum, einsog bíllinn manns sé eitthvað smábíls/járnbrautarlestar hybrid.

Þetta hefur örugglega eitthvað að gera með öll göngin sem maður bjó til úr pullum og pappakössum þegar maður var lítill. Þetter alveg þannig.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh svo sammála. Sat með mongóbros í bílnum fyrir fáum árum og fannst þetta geeeeeeðveikt.

Við ættum eiginlega að smala svona áhugafólki í rútu, og renna henni í gegn...?

11:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekki einn. Ég er algjör sökker á þetta, og eigendur Löðurs brosa allan hringinn í bankanum þökk sé mér.

9:14 e.h.  
Blogger d-unit said...

ég elska þetta .. eina sem ég hef svona átt pínu erfitt með er þegar ég sit inní bílnum og salibunan er búin þá opna svona strákar með Clooney tattúið úr Dusk til dawn a la Einar Ágúst þið vitið og þurka sílsana á bílnum mínum... inní hurðunum ya know?

ég meina inní bílnum er ævintýri og útvarp en svo stendur kannski fólk og glápir á einhverri hliðarlínu alveg kalt og glatað - skil ekki sit sem fastast í bílnum mínum með mongóbros á vör

dd

11:38 f.h.  
Blogger Bobby Breidholt said...

Já soldill bubbleburster að láta sveitta gæja opna á mann hurðina. Þá þurfti maður að vera svona "Ég er ekkert að hafa gaman að þessu sko... ahem"

Og já, Halli, opnum svona skemmtigarð.

11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home