<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/11318911?origin\x3dhttp://balladofbob.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>





föstudagur, ágúst 29, 2008

Blessaðir arabarnir.

Hvað myndi gerast ef hópur af ellefu ára gömlum börnum fengu þrjátiljón trilljónir til að gera hvað sem þeim sýndist? Of seint, olíufurstarnir í Dubai eru búnir að gera það allt.

Skýjakljúfur sem snýst og fleiri ruglaðar hugmyndir sem eru til í alvöru.

Föstudaxfærslan



Tvífarar Aldarinnar.

Klif

Mér finnst alltaf svo skrítið þegar við dáumst að einhverjum útilífsköppum í sjónvarpinu. Jájá, það er ofsalegt afrek að príla uppá fjall með frosið hor í skegginu, en hvað með myndatökumanninn? Hann er að gera nákvæmlega sama hlutinn og kappinn sem fær alla hyllina, nema að hann þarf að bera myndavél, batterí, spólur og hljóðnema. Og auðvitað þarf hann að spá í myndatökum, ljósopi og viðtölum ásamt því að halda lífi og að klífa kletta.

"What an amazing accomplishment" dæsir hetjan á tindinum og blikkar til aðdáendanna heima. Jáerþað, prófaðu að gera þetta með myndavél á öxlinni, douchebag.

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Kæru landsmenn...

Nenniði að róa ykkur PÍNULÍTIÐ í fylleríinu? Það má ekki vera ein fjölskylduvæn handboltaskrúðganga án þess að fólk gjörsamlega tryllist í drykkjunni með slagsmálum og mígildi undir stýri. Hefðum við fengið gull hefði eflaust verið morðalda.

laugardagur, ágúst 23, 2008

Loksins sextán. Rarrrrrrr

Það var einhver undarlegur pedófíla þefur yfir popptónlist í fiftís. Menn á þrítugsaldri í hljóðveri að semja og syngja um stúlkur sem eru loksins skriðnar yfir sextán og hversu HOTTNESS þær eru.

Hér er textabútur úr laginu 'Happy Birthday Sweet Sixteen'
eftir Neil Sedaka:

Tonight's the night I've waited for
Because you're not a baby anymore
You've turned into the prettiest girl I've ever seen
Happy birthday sweet sixteen

Brrrr. Það var eflaust annar tími þá. Stúlkur urðu gjafvaxta og þá gátu fullorðnir menn loksins herjað á þær.

Hér er annar textabútur, úr laginu 'Next Door to an Angel'
eftir NEIL SEDAKA??

I can't believe that this is the girl next door
That funny little face isn't funny no more
Sixteen and oh what a dream
Ain't it strange how she changed
Into such a lovely angel

Hey læsið þennan gaur inni. Þvílíkt kríp.

föstudagur, ágúst 22, 2008

Föstudaxfærslan

Er það bara ég eða eru krumpu-kúrekahattar það ógeðslegasta
sem er til á gresjunni Jörð?






Bret Michaels er þarna tvisvar, enda er hann
Konungur Krumpuhattsins.

mánudagur, ágúst 18, 2008

"Chinese officials: Deadly virus sweeping China is just Olympic Fever."

Þeir ættu að búa til svona ultimate ólympíugrein. Erfiðast í heimi.

Ég segi: Garpar keppast um að stökkva yfir hindranir meðan þeir hlaupa upp tröppur með logandi lóð í höndunum. Þetta gæti mögulega verið liðakeppni, þar sem hitt liðið væri í vörn sem byggist upp á því að vera efst í tröppunum og henda spjótum og sleggjum í hitt liðið.

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Hoppsassa

Úff ég er búinn að vera LÍMDUR við ólympíuleikana undanfarna daga. Mikið þykir mér gaman að horfa á mannverur gera fáránleg afrek. Fimleikaliðið maður! hvernig er þetta hægt? Og hey á morgun er TRAMPÓLÍN keppnin! Ég er þar með gos og karamellur.

Mér finnst reyndar umfjöllun RÚV á leikunum til algerar skammar. Ekkert nema það sem maður sér hvorteðer alla daga: handbolti, fótbolti og hlaup. Ég hef horft á Eurosport heima hjá fólki sem á Fjölvarp og þar hef ég séð þrekhestasprikl, innandyrahjólreiðar, dýfingar, skotfimi, skylmingar, kraftlyftingar, dúfnaskytterí og kappróður. Og hvað er á RÚV? Klukkutíma analísering á íslendingum að tapa í handbolta.

Næst ætla ég að sækja um að vera með íþróttaþátt á ólympíuleikunum þar sem er bara skrítna dótið einsog hestaíþróttir, hafnarbolti, skútusiglingar, þarna stelpurnar með borðana (er til karlagrein í því?) og já TRAMPÓLÍN.

Wá ég var að sjá gæja lyfta 230 kílóum yfir höfuð sér. Halló halló.

PS
Ef ég myndi vinna olympíumedalíu (fyrir fúsball) þá væri ég bara alltaf með hana á mér. ég færi í sturtu með hana á mér. Ég hef nefnilega aldrei fengið medalíu sko. Sniff.

"Fúsball er blanda af fótbolta og grillpinnum" - Mitch Hedberg


Ef ég ætti ríkan frænda þá myndi ég lauma því að honum að mig langaði í Fúsball borð í sumargjöf. Æhj, ég gæti eflaust keypt svona fyrir allt klinkið sem ég hef eytt í þetta í gegnum tíðina.

Ég elska Fúsball svo mikið. Þetta ætti að vera ólympíugrein, þá myndi ég sækja um að vera í landsliðinu. Hver er með?

Ég væri til í alveg custom borð. Allir kallarnir í einu liðinu væru ÉG og hitt liðið væri alltsaman rónar. Gervigras og áhorfendapallar. Svo væri borðið í spes herbergi með fagnaðarlátum og þarna fótboltalaginu á nonstopp lúppu.

PS
Mitch Hedberg var svo fyndinn, guð blessi sálu hans. Hann sagðist aldrei geta orðið góður í fúsball því hann getur ekki farið í svona mörg heljarstökk. Haha.

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Af aldri og mannasiðum

Einsog margir stend ég gáttaður (ÉG er amk gáttaður, aðrir æfasveittir) eftir orðaskak á netinu á milli svokallaðs Stebbavalda og DD-Unit og hennar velunnara. Eftir að hafa nagað sængina mína í svolítinn tíma hef ég fundið hvað það var við þetta alltsaman sem pirraði mig svona mikið.

Forsagan fyrir fjallgöngumenn:
Í nokkur misseri hefur Dröfn fengið hatrömm, dónaleg og Nafnlaus komment á bloggið sitt þar sem saur og hrauni er ausið yfir hana fyrir slæm tök á móðurmálinu (að hans mati). Þessi Nafnlaus skildi hvorki upp né niður í útlenskum poppkúltúrfrösum einsog "looking fierce," en í stað þess að loka bara vafranum og fá sér kleinu þá sá hann ástæðu til að moka dónaskap yfir ókunnuga manneskju, á hennar eigin bloggi (sem hann er ekki tilneyddur til að lesa) og í skjóli nafnleyndar í ofanálag. Einstaklega smekklegur gæji. En jæja: Svo hefur greinilega soðið uppúr og minn maður gat ekki setið á sér. Stebbivaldi, 54 ára gamall prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer birti þessa huggulegu pælingu sem sæmir svo sannarlega manni á sextugsaldri.

Einsog sjá má á athugasemdum við þessa færslu hans var viti borið fólk snöggt að hringsóla um hann með rökstuddu máli og háði. Og í miðjunni stóð Stebbi örvæntingarfullur og kýldi í loftið með vindhöggum, skoðanabreytingum og kommenta-eyðingum. Andsvar Drafnar má sjá hér ásamt skoðunum hennar lesenda, sem eru jafnt einsog hún skarpir sem svipur og með hvíthnúað greiparhald á góðri íslensku.

-- - - - - - -- - -

Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum um Stebbavalda, enda væru sú orð tæpast skítsins á lyklaborðinu virði: leiðinleg umræða sem er komin út í algjöran farsa. Hins vegar var þetta sjónarspil dropi sem fyllti ákveðinn mæli sem ég er með innan um marga mæla innra með mér.

Ég er búinn að missa þolinmæðina fyrir Skrílslátum í Gamalmennum.

Það er auðvitað afrek að hafa komist yfir fimmtugt, sextugt eða sjötugt en að líta á það sem einhverskonar opinn bar fyrir dólgshátt, steinakast og hopp á skítugum skóm er hin argasta móðgun við sómasamlegt samfélag. Aldur virðist vera í öfugum vexti við kurteisi og tillitsemi.

Flugdólgar sem eru sveittir og trylltir, dauðadrukknir og sjálfum sér til skammar hafa alltaf vakið hjá mér furðu. "ÉG ER SEXTUGUR MAÐUR ÉG HEF LIFAÐ ERFIÐA ÆVI OG EKKI SKALT ÞÚ SEGJA MÉR HVAÐ ÉG MÁ DREKKA OG HVAÐ EKKI, ÞARNA STELPUPÍKA!" Virðist þeirra hugsun vera. Slef drýpur af skeggi. Aldrei hef ég heyrt um átján ára flugdólg.

Nýjasta nýtt eru Tjaldvagnadólgar. Tjaldstæði þar sem er 30 ára aldurstakmark (því unglingar eru alltaf svo fullir) er vakið um miðja nótt af trítilóðum kalli að spila Róllínstóns og að míga í sig af ofdrykkju. Reglur eiga ekki við hann því hann er FULLORÐINN MAÐUR og ekki söguna meir. Ég pæli í hvar þessi mörk eru, þar sem maður hættir að vera tillitsamur meðborgari og bara SKÍTTMEÐAA!

Munurinn á útihátíð og hestamóti: Ræðið.

Verst er það þegar durgar komast í internetið, einsog vaxið hefur undanfarin ár með moggabloggs-bónansa. Þessir ÓGURLEGU tuðarar og belgir hafa skyndilega fattað að þeir geta víkkað heitapotts-þrasið yfir gervalla þjóðina. og rétt einsog í heitapottinum hafa þeir mengað internetið með þvælu, dónaskap og tippaflygsum.

Það er einsog allur þroski í samskiptum sem menn hafa byggt upp yfir heila ævi hverfi einsog dögg á sundhettu þegar sest er við tölvuna ("svona tölvu já, er hægt að senda internet á þessu?") Ég skil það þegar börn fá tölvu í fermingargjöf og fara beint í að dissa Martein Skítbuxa... en menn á aldur við pabba minn??

Þetta skeytingarleysi um annað fólk gerir mig bara bumbult. Einsog Sveinbjörn var að benda svo réttilega á, þá er:

Internetland = Alvöruland.

Ef ég sé einhvern í ljótum buxum úti á götu þá legg ég það ekki á mig að þramma til hans alveg, "Hey djöfuls shitty pants eru þetta maður! Eigðu góðan dag, eða EKKI SKO! retarrd!" Nei, ég FOKKING GLEYMI ÞVÍ, lít annað og hugsa um ostborgara. Sama með netið. Hver NENNIR þannig spontant neikvæðni og dónaskap í garð ókunnugrar manneskju?

Fólk hefur of miklar áhyggjur af æskunni. Mér finnst að auglýsingar um hegðan á netinu og samskipti við annað fólk ættu líka að beinast til gamalmenna sem kunna að meðhöndla hvorugt.

Óþol

ALLIR UM BORÐ Í LESTINAAAAA!!!
TJÚÚ-TJÚÚ KÓKÓPÖFFS!!!!
TJÚÚ-TJÚÚ KÓKÓPÖFFS!!!!
TJÚÚ-TJÚÚ KÓKÓPÖFFS!!!!
TJÚÚ-TJÚÚ KÓKÓPÖFFS!!!!


Þegar ég heyri svona áreiti þá legg ég aðra höndina á hjartastað og reysi hinn lófann trúfastann til guðs og SVER að kaupa aldrei viðkomandi vöru. Sannkölluð anti-auglýsing.

föstudagur, ágúst 08, 2008

Fliss

Svona er fréttin:


En Jónína las:



Hún fyndin. Allir í snyrtilega röð takk. "Be gentle" segir hann á fjórum fótum og klórar gólfið.

Vildi bara koma því á framfæri...



Ég gæti trúað því að þetta sé flottasta plötucover sem ég hef séð.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

125.000?

Alveg frábært að finna 125 þúsund górilluapa í einhverju feni í Kongó. Tala górilla í heiminum hefur nú tvöfaldast og þær ættu væntanlega að taka heljarstökk burt úr útrýmingarhættu.

En þú veist. Hvar voru allar þessar górillur? Römbuðu menn inná einhverja górilluólympíuleika?

STOLT nei djók

Jæja þá má loksins kalla Ísland nútímasamfélag meðal nútímasamfélaga: Ég var í fyrsta sinn að sjá manneskju á Segway úti á götu.

Jább, bara brunandi niður Bústaðaveginn, þessi brautryðjandi og framtíðarvisjóner. Mikill sómi.

Nýheð