Klif
Mér finnst alltaf svo skrítið þegar við dáumst að einhverjum útilífsköppum í sjónvarpinu. Jájá, það er ofsalegt afrek að príla uppá fjall með frosið hor í skegginu, en hvað með myndatökumanninn? Hann er að gera nákvæmlega sama hlutinn og kappinn sem fær alla hyllina, nema að hann þarf að bera myndavél, batterí, spólur og hljóðnema. Og auðvitað þarf hann að spá í myndatökum, ljósopi og viðtölum ásamt því að halda lífi og að klífa kletta.
"What an amazing accomplishment" dæsir hetjan á tindinum og blikkar til aðdáendanna heima. Jáerþað, prófaðu að gera þetta með myndavél á öxlinni, douchebag.
"What an amazing accomplishment" dæsir hetjan á tindinum og blikkar til aðdáendanna heima. Jáerþað, prófaðu að gera þetta með myndavél á öxlinni, douchebag.
2 Comments:
og sjerparnir sem bera allt dralsið fyrir þá eru kannski búnir að fara 10x á þennan tind
Vá hvað þetta var góð færsla. Ég fyllist lotningu.
Skrifa ummæli
<< Home