Bleytulausnir
Ég hef aldrei fattað þessar þvottaefnaauglýsingar sem lofa þér dúnmjúkum og flöffí handklæðum og sýna svo sköllótt kornabörn og feita hvolpa sofa í glóandi hvítum þvotti.
Það veit hver heilvita maður að það er algjör viðbjóður að þurrka sér með þykku, flúffuðu handklæði. Er það ekki? Svona bómullarkenndu, loðnu handklæði sem er þakið einhverri ógeðslegri mýkingarefnis skán? Oj. Ef þú vilt þerra þig með svona bomsukenndri, púffí tusku með hvolpaspiki, þá getur þú alveg eins þurrkað þér með tuskubangsa. Nú eða pels.
Á mínum hanka er næfurþunnt sandpappírshandklæði sem hefur verið soðið svona 80 sinnum. Það raspar húðina, skefur allar bakteríur burt og bókstaflega hræðir bleytuna á brott.
Þannig að fuck yo puppy, Ariel Ultra! Ég þvæ mín handklæði uppúr bensíni!
Það veit hver heilvita maður að það er algjör viðbjóður að þurrka sér með þykku, flúffuðu handklæði. Er það ekki? Svona bómullarkenndu, loðnu handklæði sem er þakið einhverri ógeðslegri mýkingarefnis skán? Oj. Ef þú vilt þerra þig með svona bomsukenndri, púffí tusku með hvolpaspiki, þá getur þú alveg eins þurrkað þér með tuskubangsa. Nú eða pels.
Á mínum hanka er næfurþunnt sandpappírshandklæði sem hefur verið soðið svona 80 sinnum. Það raspar húðina, skefur allar bakteríur burt og bókstaflega hræðir bleytuna á brott.
Þannig að fuck yo puppy, Ariel Ultra! Ég þvæ mín handklæði uppúr bensíni!
6 Comments:
Ætti að vera: "Það veit hver heilvita karlmaður ..."
Að því leiðréttu ert þú hér með búinn að sýna fram á að þvottaefnisauglýsingum er ekki beint að gagnkynhneigðum karlmönnum.
Sá markhópur er e.t.v. ekki sérlega fýsilegur, enda aðeins sá hluti hans sem er einhleypur og býr ekki hjá mömmu sem ætla má að kaupi þvottaefni inn á heimilið.
Ertu að segja mér það Halli að þegar þú ferð í sambúð þá ættlar þú aldrei að þurf að kaupa þvottaefni?
Neinei, þetta var ekki meint þannig. Ég er löngu farinn í sambúð og get deilt því með þér að ég er ekki sá aðili sem læt mig varða hvaða þvottaefni er keypt inn.
Enda er mér alveg sama svo lengi sem handklæðin mín eru ekki eyðilögð með mýkingarefnum.
En maður lætur sig alveg hafa það að versla inn þegar svo ber undir ...
Jaaá haha ég skil þig, enda er ég sammála. Þoli ekki þegar handklæðin í Hreyfingu eru greinilega þvegin með mýkingarefni, þá virka þau ekkert. Það er eins og að setja tómatsósu útí kaffið sitt, það skemmir allt.
Sammála, ef handklæðið er ekki eins og sandpappír þá fæ ég á tillfinninguna að ég sé með margnotað skítugt strandarhandklæði.
Arna
Maður gæti rétt eins þurrkað sér með plastpoka.
Skrifa ummæli
<< Home